Fréttablaðið - 22.05.2021, Side 42
Tónlistarskóli Eyjafjarðar
auglýsir eftir tónlistarkennurum
í eftirfarandi stöður:
Tónlistar-/tónmenntakennari í 75-100% starfshlutfall.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar leitar að tónlistar-/tónmennta-
kennara til að kenna og móta fjölbreytta tónlistarkennslu
við skólann.
Sinna þarf fjölþættri kennslu, m.a. forskóla-/tónmennta-
kennslu í samvinnu við leik- og grunnskóla á starfssvæðinu
sem er Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstranda-
hreppur og Grýtubakkahreppur. Fyrir hæfan og metnaðar-
fullan aðila eru möguleikar á að þróa og móta starfið en
unnið hefur verið með ýmsa þætti eins og marimbukennslu,
kórstarf, samsöng, rythmískt samspil o.fl. Hljóðfærakennsla
getur verið hluti af starfinu ef umsækjandi óskar.
Píanókennari í 100% starfshlutfall.
Leitað er eftir kennara sem sýnir frumkvæði, mætir nem-
endum á áhugasviði þeirra og nýtir sér fjölbreytta
kennsluhætti. Kennsla fer fram í öllum útibúum skólans.
Tónlistarkennari í 75-100% starfshlutfall.
Leitað er eftir kennara með breiðan bakgrunn sem gæti
kennt fjölbreytta hljóðfærakennslu byrjenda, hópkennslu
og fræðigreinar. Yfirmenn eru skólastjóri og aðstoðar-
skólastjóri tónlistarskólans en í nánum samskiptum við
aðra stjórnendur leik- og grunnskóla.
Umsækjandi hafi menntun og reynslu sem nýtist í starfi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum tónlistarkennara við
Samband íslenskra sveitarfélaga. Umsækjandi þarf að hafa
bíl til umráða, akstur greiddur samkvæmt samningi.
Góð samskiptahæfni er lykilatriði.
Höfuðstöðvar skólans eru á Hrafnagili innan við 10 mínútna
akstur frá Akureyri.
Umsóknarfrestur er til 25. maí.
Upplýsingar um starfið veitir Guðlaugur Viktorsson,
skólastjóri. Fyrispurnir og umsóknir berist á netfangið
te@krummi.is
Skólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Vinnslustöðin hf. er í hópi stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Vinnslustöðin á og gerir út alls 7 skip til uppsjávarveiða, togveiða og
netaveiða. Fyrirtækið stundar botnfiskvinnslu, saltfiskverkun, humarvinnslu og vinnslu á uppsjávarfiski og rekur fiskimjölsverksmiðju auk
söluskrifstofa á helstu mörkuðum erlendis. Nánari upplýsingar má finna á vsv.is.
Verkefnastjóri
Vinnslustöðin hf. óskar eftir að ráða öflugan aðila í stöðu verkefnastjóra. Verkefnastjóri starfar á skrifstofu
Vinnslustöðvarinnar og er hlutverk hans m.a. að hafa umsjón með nýframkvæmdum og stærri
viðhaldsverkum, þar á meðal hönnun og framkvæmd þeirra.
Meginverkefni verkefnastjóra: Kröfur til umsækjenda:
• Ráðgjöf og hönnun vegna nýframkvæmda og
stærri viðhaldsverka.
• Skipulagning, áætlanagerð og kostnaðareftirlit.
• Yfirstjórn og daglegt eftirlit við framkvæmdir.
• Eftirfylgni með tíma- og kostnaðaráætlunum og
með undirverktökum.
• Eftirlit með að unnið sé samkvæmt
verksamningum, verklýsingum og teikningum.
• Annast samskipti við hönnuði og yfirvöld.
• Skjalfestir framvindu verka og utanumhald gagna.
• Þyngst vegur reynsla á sviði verkefnastjórnunar
stórra nýframkvæmda og viðhaldsverka.
• Þekking og reynsla af framleiðsluferlum í
fiskvinnslu er kostur.
• Góð þekking og reynsla á sviði byggingarmála.
• Háskólamenntun á sviði byggingamála eða
sambærileg menntun sem nýtist í starfi, s.s.
verkfræði eða tæknifræði.
• Góð almenn tölvukunnátta, ásamt kunnáttu í
teikniforritum.
• Nákvæmni í vinnubrögðum.
• Frumkvæði, ábyrgð og samskiptalipurð.
• Búseta í Vestmannaeyjum er
skilyrði.
Nánari upplýsingar veitir: Lilja Björg Arngrímsdóttir (lilja@vsv.is) í síma 488 8000.
Umsóknir óskast sendar á lilja@vsv.is. Kynningarbréf ásamt ferilskrá þar sem fram koma ítarlegar upplýsingar um menntun,
reynslu og fyrri störf fylgi umsókninni.
Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2021.
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
12 ATVINNUBLAÐIÐ 22. maí 2021 LAUGARDAGUR