Fréttablaðið - 22.05.2021, Page 45

Fréttablaðið - 22.05.2021, Page 45
Tillaga að breytingum á Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs 2021 Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs auglýsir til kynningar tillögu að breytingum á Stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins, á grundvelli 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007. Breytingatillagan nær til ákvæða um loftför, tjöldun, þjón- ustusvæði, vegi, gönguleiðir, smávirkjanir, verndarsvæði og nýmyndanir. Einnig eru texti og kort í einstökum köflum uppfærð vegna lagabreytinga eða stækkunar þjóðgarðsins. Við tillögugerðina var lögð áhersla á að fjalla einungis um afmörkuð atriði, þar sem heildarendurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun stendur fyrir dyrum. Tillagan er aðgengileg á vef þjóðgarðsins, www.vjp.is frá 21. maí til og með 9. ágúst 2021 og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér efni hennar. Athugasemdir skulu sendar eigi síðar en 9. ágúst 2021 í gegnum hlekk á vef þjóðgarðsins (www.vjp.is) eða í bréfpósti á skrifstofu Vatnajökulsþjóð- garðs Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garðabæ. Tillagan verður kynnt á eftirfarandi veffundum og má nálgast tengla á þá fundi á vef og Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs: • Vestursvæði: Mánudagurinn 31. maí kl 17 • Þjóðgarðurinn í heild-almenn ákvæði: þriðjudagurinn 1. júní kl. 17 • Austursvæði: Miðvikudagurinn 2. júní kl 17 • Norðursvæði: Fimmtudagurinn 3. júní kl 17 • Suðursvæði: Mánudagurinn 7. júní kl 17 Upptökur frá kynningarfundum verða aðgengilegar á vef þjóðgarðsins á kynningartíma tillögunnar. Frekari upplýsingar um tillöguna má nálgast hjá verkefna- stjóra: johanna.k.thorhallsdottir@vjp.is. Verið velkomin í Vatnajökulsþjóðgarð! ARKITEKTAR BYGGINGAFRÆÐINGAR Við leitum að arkitektum og byggingafræðingum til starfa. Unnið er bæði á AutoCad og Revit, reynsla á forritin er því ákjósanleg. Starfsreynsla á arkitektastofu er kostur. Við bjóðum upp á fjölbreytt starf með samhentum hópi og góðri vinnuaðstöðu. Skila skal umsóknum ásamt starfsferilsskrám á netfangið tark@tark.is fyrir 25. maí 2021. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál. T.ark er arkitektastofa sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum á sviði byggingarlistar, hönnun nýbygginga, endurhönnun og breytingar á eldri byggingum, gerð skipulagsáætlana, hönnunarstjórn byggingareftirlit o.fl. Starfsmenn T.ark eru nú 21 talsins; arkitektar, byggingafræðingar, innanhússarkitektar. T.ark Arkitektar ehf – Hátúni 2b – 105 Reykjavík – 540 5700 - www.tark.is Matvælasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum Matvælasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við fram- leiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra um land allt. Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Úthlutunarfé sjóðsins eru 630 milljónir á árinu 2021. OPNAÐ ER FYRIR UMSÓKNIR 14. MAÍ OG ER FRESTUR TIL OG MEÐ 6. JÚNÍ 2021 SJÓÐURINN STARFAR SAMKVÆMT LÖGUM UM MATVÆLASJÓÐ, LÖG NR. 31 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á VEFSÍÐUNNI WWW.MATVÆLASJÓÐUR.IS Matvælasjóður hefur fjóra flokka: BÁRA styrkir verkefni á hugmyndastigi. Styrkur úr Báru fleytir hugmynd yfir í verkefni. KELDA styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu. AFURÐ styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð. FJÁRSJÓÐUR styrkir sókn á markað. Fjársjóður er samansafn verðmætra hluta og styrkir fyrirtæki til að koma sínum verðmætum á framfæri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.