Fréttablaðið - 22.05.2021, Side 64

Fréttablaðið - 22.05.2021, Side 64
Alger umskipti hafa orðið á háttum samfélagsins frá því í byrjun síðustu aldar fram til þessa árhundraðs sem nú er uppi. Umbreytingin er á öllum sviðum mannlífsins, hvort heldur horft er til atvinnuhátta, húsnæðis, tómstunda, heilbrigðis, menntunar, mannréttinda, umhverfis og sam- gangna, en þó ekki síður hvað varð- ar heimssýn fólks og hugmyndir þess um aðsetur og íverustaði. Heimurinn hef ur nef nilega skroppið saman.  Nærtækast er að taka dæmi af sjálf- um sér í þessum efnum. Og horfa, þó ekki sé nema tvær kynslóðir, aftur í tímann – og aðrar tvær til framtíðar. Föðurfólkið mitt, Sigmundur afi og Sigrún amma, voru bændur á Ströndum norður, í afskekktustu sveit Íslands, þar sem vegurinn endaði, þá loksins að hann var lagður, einbreiður malarslóðinn. Afi gekk raunar til náms í byrjun síðustu aldar, bókstaf lega, viku- langa leið eða svo úr Trékyllisvík í Árneshreppi að Bændaskólanum í Borgarfirði, af því að hvorugt var fyrir hendi á þeim árunum; bílar eða vegir. Rúnar, sonur þeirra og faðir minn, fæddist snemma á fjórða áratug þessarar gömlu aldar og var af fyrstu kynslóð karla sem gátu litið á það sem sjálfsagðan hlut að komast til mennta. Þess vegna lá leið hans í Menntaskólann á Akureyri, annan tveggja skóla landsins sem gáfu rétt til stúdentsprófs – og þar hitti hann akureyrska konu, Helgu móður mína. Sjálfur hélt ég, einn fjögurra systkina minna, suður yfir heiðar, af því að blaðamennska var draumur nýstúdentsins – og hann raunar rættist. Og börnin mín? Þau flytja til útlanda. Ein dóttirin er stjórnmálafræð- ingur á fréttastofu BBC í Lundúnum, einn sonurinn er spænskmenntaður gítarleikari og tónskáld og bróðir hans er læknisverkfræðingur í Stokkhólmi, en helstu viðskipta- vinir hans eru kínverskir læknar – og konan hans er raunar alin upp í Kenýa, af indverskum og sænskum ættum.  Svona er heimurinn að skreppa saman. Og litla dótturdóttir mín, bráðum sex ára í breska skólabúningnum sínum í bænum Loughton í Epping- skógi í Essex, á hæðunum austur af Lundúnum, lærir jöfnum höndum að lesa á íslensku og ensku. Hún sendir mér stundum smáskilaboð þar sem heilsað er á hennar vísu: Hi grandpa!  Þetta hefur gerst á einni öld, frá því snemma á þeirri síðustu, til dags- brúnar þeirrar nýju. Við höfum flust úr afskekktustu sveitum landsins – og þaðan í kaup- staðinn, síðar borgina og að lokum út í heim. Við veljum okkur íveru- staði til frambúðar eftir menntun okkar og áhugamálum, atvinnu- tækifærum og ástinni sem er farin að leiða okkur um allar álfur. Átt- hagafjötrarnir eru trosnaðir – og gamla taugin sem rakka dró föður- túna til, er ekki lengur jafn römm og áður. Við höfum skipt út einangrun fyrir alheiminn – og lítum á það sem sjálfsagt mál að geta sótt okkur skemmtun og menntun, vinnu og verkefni um alla jarðarkringluna. Og það helst í beinu f lugi, en ekki fótgangandi yfir heiðar og dali eins og forfeðra okkar beið ef þeir vildu bregða sér af bæ.  Alla sína búskapartíð héldu gömlu hjónin af Ströndum sig heima. Þau fóru aldrei til útlanda. Það var bara ekki til siðs. Þau höfðu ekki erindi þangað. Og þar með var það útrætt. Afi minn og amma. En þau fóru eitt sinn í tjaldútilegu í Atlavík. Og fannst það vera í áttina.  Ekkert finnst barnabarnabörnum þessa fólks vera sjálfsagðara en að setjast að út um alla kringlu þessa heims. Sevilla, Lundúnir, Stokkhólmur. Skreppa í helgarfrí til Afríku, í vinnuferð til Kína, á tónleika í Taí- landi. Og vinnan, vel að merkja, er löngu orðin landamæralaus.  En jafn sjálfgefin og ósjálfráð og okkur Íslendingum finnst þessi þróun vera, verður okkur að finn- ast það jafn eðlilegt og einboðið að fólkið úti í heimi hugsi eins, altso, að með aukinni upplýsingu, svo og fræðslu og fjölmiðlun um áhuga- verðustu af komumöguleikana í heimi hér, vilji það sömuleiðis freista gæfunnar – og hverfa úr ein- angrun sinna sveita, hvort heldur er í Afríku, Asíu eða sunnanverðri Ameríku – og kanna litinn og gæðin á grasinu hinum megin lækjar. Auð- vitað er það svo. Það eru allir í leit að hamingju, alls staðar.  Vesturlandabúar hafa löngum verið uppteknir af sjálfum sér – og öldum saman talið landvinninga sína í fátækustu löndum heims bera vott um vitsmuni og yfirburði. Rekja má þankaganginn þann arna þúsund ár aftur í tímann – og raunar gott betur en það, en ekki einasta koma þar krossfarar upp í hugann heldur og ekki síður vígalegir víkingar á harla haggjörum knörrum sínum, sem þeir veltu á trjábolum yfir vatna- skilin svo þeir gætu rænt og ruplað víðar. Okkur hefur þótt við vera sigld og þróuð, á stundum ærlegustu þjófar í heimi og sjálfsagt verið stoltari af sögu okkar en við kunnum með hana að fara.  Heimurinn skreppur saman á alla vegu. Vegalengdirnar hafa styst – í báðar áttir, vel að merkja, vegna vísinda og uppgötvana af öllu tagi sem hafa auðveldað samgöngur og aukið hvatann til að komast þangað sem betri afkomu og auðnu er að finna. Af þessum sökum er ekki úr vegi að hugsa til sinna eigin barna í útlöndum þegar umræða um inn- f lytjendur verður hvað súrust í samtali manna uppi á Íslandi, í einu ríkasta landi heims. Og það fann ég akkúrat á eigin skinni þegar ég hitti unga sómalíska stúlku í vikunni sem er að líða, en hún kvaðst vilja hitta mig þeirra erindagjörða að koma á fót viðtalsþætti í sjónvarpi við útlenskar konur, sem rétt eins og í hennar tilviki hafa sest að hér á landi á undanförnum árum og ára- tugum, af margvíslegum ástæðum, svo sem þeim að vilja koma sér og sínum í öruggt skjól. Man að ég horfði á þessa hug- rökku konu á meðan hún sannfærði mig um ágæti hugmyndar sinnar. Og mér fannst ég vera að spegla mig í börnum mínum, sem akkúrat eins og hún, hafa valið útlandið fram yfir átthaga æsku sinnar. n Heimurinn skreppur saman Höfundur er sjónvarpsstjóri Hringbrautar, sem rekin er af Torgi, sem jafn- framt gefur út Fréttablaðið. Sigmundur Ernir Rúnarsson sigmundur @frettabladid.is Vesturlandabúar hafa löngum verið upp- teknir af sjálfum sér – og öldum saman talið landvinninga sína í fátækustu löndum heims bera vott um vitsmuni og yfirburði. 28 Helgin 22. maí 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.