Fréttablaðið - 22.05.2021, Qupperneq 72
njall@frettabladid.is
Bandalag Íslenskra Bílablaðamanna
(BÍBB) hefur tilkynnt hvaða bílar
það eru sem komust í úrslit við val
á Bíl ársins á Íslandi 2021. Er það
fimm manna forvalsnefnd sem
velur úrslitabílana. Í f lokki minni
fólksbíla voru það Opel Corsa e,
Honda e og Toyota Yaris sem urðu
fyrir valinu. Í flokknum stærri fólks-
bílar urðu efstir VW ID.3, Peugeot
2008 og Opel Mokka. Minni jeppar
og jepplingar er þriðji f lokkurinn
en þar voru VW ID.4, Skoda Enyaq
og MG EHS PHEV hlutskarpastir,
en í stærri jeppum og jepplingum
Land Rover Defender, Ford Explorer
PHEV og Kia Sorento.
Bílarnir sem komust í úrslit verða
svo prófaðir af tólf manna dómnefnd
frá miðlum eins og Fréttablaðinu,
Morgunblaðinu, FÍB blaðinu, Við-
skiptablaðinu, visir.is og bilablogg. is.
Tilkynnt verður um úrslit í sérstöku
hófi BÍBB í húsakynnum Blaða-
mannafélagsins í Síðumúla 23 mánu-
daginn 7. júní næstkomandi. Einnig
verður sagt frá valinu í næsta Bíla-
blaði Fréttablaðsins sem kemur út 8.
júní að þessu sinni. n
Tólf bílar í úrslit í Bíl ársins 2021
Keppt er til
verðlauna í
fjórum flokkum
en stigahæsti
bíllinn ár hvert
hlýtur Stálstýrið
til varðveislu.
Með tilkomu rafbíla á markað
má búast við að framleiðend-
ur komi með aflmeiri útgáfur,
sérstaklega Volkswagen þar
sem hefð er fyrir slíku.
njall@frettabladid.is
Forstjóri Volkswagen, Ralf Brand-
statter, kynnti í vikunni nýjan til-
raunabíl frá merkinu sem kallast
einfaldlega ID.X.
Að sögn Brandstatter er bíllinn þó
ekki kynningarmynd framleiðslu-
bíls en að Volkswagen muni þó taka
upp marga þá þætti sem notaðir
hafa verið í þennan bíl. Í myndum
sem Brandstatter birti á Instagram-
reikningi sínum má sjá mjög sport-
legan bíl sem greinilega er byggður
á ID.3 með neongrænum línum í
ytra byrði og innréttingu, þar sem
að stórir körfustólar og stærri upp-
lýsingaskjáir eru áberandi.
Talsverðar breytingar hafa verið
gerðar á rafhlöðu og rafmótorum,
sem kemur beint frá ID.4 GTX. Raf-
hlaðan er 82 kWst og samanlagt afl
mótoranna er 329 hestöf l sem er
34 hestöflum meira en í ID.4 GTX.
Líkt og í GTX er bíllinn með fjór-
hjóladrifi. Þessu til viðbótar hefur
Volkswagen náð að létta bílinn um
200 kíló en útskýrir þó ekki hvernig
þessi mikla lækkun þyngdar náðist
fram. Að sögn Brandstatter er bíll-
inn snöggur og fer í hundraðið á 5,3
sekúndum og hann mun hafa skrik-
stillingu (DriftMode) eins og nýjasti
VW Golf R.
Volkswagen hefur ýjað að því
áður að von sé á GTX útgáfu af ID.3
svo að hér sjáum við líklega hvern-
ig sá bíll gæti litið út að einhverju
leyti. n
VW kynnir aflmikinn
tilraunabíl byggðan á ID.3
Brandstatter við nýja tilraunabílinn sem er 329 hestöfl og ekki nema 5,3 sekúndur í hundraðið.
njall@frettabladid.is
Forstjóri Mini, Bernd Korber, hefur
staðfest að með næstu kynslóð mini
muni koma blæjubíll í einni útgáfu
hans. Næsta kynslóð Mini er vænt-
anleg á markað árið 2023 en blæju-
útgáfan kemur þó varla fyrr en 2025
í sýningarsali.
Njósnamyndir hafa þegar náðst af
Mini við prófanir og sýna þær að bíll-
inn hefur minnkað aftur. Mun hann
nota nýjan rafundirvagn sem er þró-
aður í samstarfi Mini við kínverska
framleiðandann Great Wall. Búast
má við að Mini og Mini blæjubíllinn
verði framleiddir í Kína en þar mun
talsverð sala fara fram á bílnum.
Blæjuútgáfan hefur alltaf verið
vinsæl hjá Mini sem eflaust hefur
átt sinn þátt í ákvörðuninni að
smíða bílinn, en rafdrifnir blæju-
bílar eru teljandi á fingrum ann-
arrar handar. Það er helst Fiat 500
C sem keppa mun við hann ásamt
hugsanlegri blæjuútgáfu Volks-
wagen ID.3. n
Næsta kynslóð Mini einnig blæjubíll
Engar upp-
lýsingar um
blæjubílinn eða
stærð hans eru
fyrirliggjandi
en búast má við
fjögurra sæta
bíl eins og í
núverandi kyn-
slóð.
Næsta kynslóð Mini
verður líklega aðeins
minni en núverandi
kynslóð og kemur þá
einnig í rafútgáfu.
Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir áhugasömum aðilum til viðræð-
na um þverfaglega geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni.
Eftirfarandi kröfur eru gerðar:
• Að fyrirtækið/starfsstofan uppfylli skilyrði heilbrigðisyfirvalda
til rekstursins
• Að á stofunni starfi þverfaglegt teymi geðheilbrigðisstarfsmanna
sem hafi a.m.k. tveggja ára starfsreynslu sem klínískir heilbrigðis-
starfsmenn
• Að þjónustan sé veitt, með þverfaglegum hætti, af heilbrigðis-
starfsmönnum með sérþekkingu á greiningu og gagnreyndri meðferð
geðheilbrigðisvanda barna og ungs fólks
• Að þjónustan sé veitt börnum og ungmennum allt að 25 ára aldri
• Að þjónustan sé veitt bæði á starfsstofu og í formi
fjarheilbrigðisþjónustu
Um er að ræða tímabundið átak sem gildir út árið 2021.
Áhugasamir aðilar eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið
innkaup@sjukra.is þar sem fram kemur stutt kynning á fyrirtækinu,
lýsing á gæðastefnu og hvernig ofangreindir þættir eru uppfylltir
og eftir atvikum umfram þær kröfur.
Frestur til að lýsa yfir áhuga til viðræðna er til og með 31. maí nk.
Markmið með innkaupum skv. auglýsingu þessari er að kaupa sem
mest af þverfaglegri geðheilbrigðisþjónustu, fyrir þá fjárveitingu sem til
verkefnisins er ætluð, að teknu tilliti til þeirra þátta sem tilteknir eru í
3. mgr. 40. gr. laga nr. 112/2208 um sjúkratryggingar.
Geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn og ungmenni
AÐALFUNDUR
Landssambands sumarhúsaeigenda
Verður haldinn, fimmtudaginn 3. júní í SÍBS-
húsinu, Síðumúla 6 , Reykjavík kl. 18:00
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Á fundinum verður fylgt tilmælum um sóttvarnir.
Stjórnin.
36 Bílar 22. maí 2021 LAUGARDAGUR