Fréttablaðið - 11.05.2021, Síða 1
20ÁRA— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —9 1 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 1 1 . m a í 2 0 2 1
w
v
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170
Fullvaxinn fjórhjóladrifinn rafmagnsbíll
Settu saman þinn ID.4 GTX á www.hekla.is/gtx
Verð frá 6.990.000 kr.
Allt að
480 km.
drægni (WLTP)
Ef efni á Onlyfans flokkaðist
sem framleiðsla og sala á
klámi væri hægt að gera
tekjurnar sem Íslendingar
hafa af sölunni upptækar sem
ávinning af broti.
mhj@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Kynferðisbrota
deild lögreglunnar á höfuðborgar
svæðinu skoðar nú hvort efni sem
Íslendingar setja á samfélagsmiðil
inn Onlyfans f lokkist sem fram
leiðsla og sala á klámi.
Eins og greint hefur verið frá í fjöl
miðlum hafa fjölmargir Íslendingar
tekjur af því að selja nektarmyndir
og myndbönd á Onlyfans.
„Það er verið að taka stöðuna á
þessu með öðrum verkefnum. Það
er mikið skilgreiningaratriði í dag
hvað er klám,“ segir Ævar Pálmi
Pálmason, yfirmaður kynferðis
brotadeildar lögreglunnar.
Samkvæmt almennum hegn
ingarlögum skal hver sá sem býr
til eða flytur inn í útbreiðsluskyni,
selur, útbýr eða dreifir á annan hátt
út klámritum, klámmyndum eða
öðrum slíkum hlutum sæta sektum
eða fangelsi allt að sex mánuðum.
Ævar segir þetta snúast um for
gangsröðun verkefna.
„Okkar forgangsröðun í kyn
ferðisbrotadeildinni er á nauðg
anir, brot gegn börnum og önnur
kynferðisbrot þar sem verið er að
brjóta á einhverjum. Það er ekki þar
með sagt að ef það er verið að fremja
eitthvað sem við teljum smávægileg
brot fyrir framan nefið á okkur þá
förum við ekki í þau,“ segir Ævar.
Spurður hvort það væri þá hægt
að gera tekjurnar upptækar sem
ávinning af broti segir Ævar það
líklegt.
„Ég myndi halda það. Það er verið
að af la tekna með ólögmætum
hætti bara eins og ef það væri verið
að framleiða kannabis. En ég þori
ekki alveg að fara með það vegna
þess að netvettvangurinn er hýstur
annars staðar, þar sem klám er ekki
endilega ólöglegt,“ segir Ævar.
Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfir
maður ákærusviðs lögreglunnar,
telur hægt að heimfæra efni á Only
fans undir ákvæði almennra hegn
ingarlaga um bann við sölu á klámi.
„Ég myndi líta svo á að öll svona
framleiðsla sem er búin til og dreift
á netið myndi hugsanlega flokkast
þar undir,“ segir Hulda.
Spurð hvort hægt væri að gera
tekjurnar upptækar segir Hulda að
skoða þurfi hvert tilvik fyrir sig.
„Það er almenn upptökuheimild
í 69. grein almennra hegningar
laga þar sem við gerum upptækan
ávinning af broti. Við verðum að
skoða hvert tilvik fyrir sig ef um
brot er að ræða og hvort það falli
þar undir,“ segir Hulda.
Ákærusvið lögreglunnar og kyn
ferðisbrotadeildin munu funda um
framhaldið á næstu dögum. ■
Nánar á frettabladid.is
Lögreglan með Onlyfans til skoðunar
Ævar Pálmi
Pálmason, yfir-
maður kynferð-
isbrotadeildar
lögreglunnar.
Hulda Elsa
Björgvinsdóttir,
yfirmaður
ákærusviðs
lögreglunnar.
Þessir kylfingar létu eldgosið í Geldingadölum ekki trufla einbeitinguna við það að slá inn á flötina á fimmtu braut Hvaleyrarvallar í Hafnarfirði í gær. Golftímabilið hófst af fullum krafti í byrjun
mánaðar og berjast golfþyrstir Íslendingar um hvern rástíma þessa dagana enda veðurskilyrðin með besta móti til golfiðkunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
adalheidur@frettabladid.is
DÓMSMÁL Jón Ásgeir Jóhannesson
og Tryggvi Jónsson hafa skilað inn
kvörtun til Mannréttindadómstóls
Evrópu eftir að Hæstiréttur synjaði
endurupptöku á sakamáli þar sem
þeir voru sakborningar. Málið varð
ar skattalagabrot sem Jón Ásgeir,
Tryggvi og f leiri voru dæmd fyrir
árin 2007 og 2012.
Mannréttindadómstóll Evrópu
komst að þeirri niðurstöðu að brot
ið hefði verið á rétti sakborning
anna og féllst endurupptökunefnd
á að málið skyldi tekið fyrir á ný en
Hæstiréttur vísaði málinu frá.
Málið verður tekið til efnismeð
ferðar en íslenska ríkinu hafa bor
ist spurningar frá Strassborg um
afstöðu ríkisins til lögsögu MDE í
málinu, kæruefnisins að öðru leyti
og afstöðu til synjunar Hæstaréttar
á endurupptöku málsins. ■
Jón Ásgeir leitar
aftur til MDE