Fréttablaðið - 11.05.2021, Síða 4

Fréttablaðið - 11.05.2021, Síða 4
 LYFSALINN GLÆSIBÆ Opið 8.30 - 18.00 Sími 517 5500 / glaesibaer@lyfsalinn.is LYFSALINN VESTURLANDSVEGI Opið 10.00 - 22.00 Sími 516 5500 / vesturlandsvegur@lyfsalinn.is LYFSALINN URÐARHVARFI Opið 9.00 - 18.00 Sími 516 5505 / urdarhvarf@lyfsalinn.is Glæsibær Vesturlandsvegur Urðarhvarf www.lyfsalinn.is APÓTEK LYFSALANS Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson hafa kvartað til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna synjunar Hæstaréttar á endurupptöku sakamáls, þrátt fyrir dóm MDE um að brotið hafi verið á rétti þeirra. adalheidur@frettabladid.is DÓMSMÁL Mannréttindadóm- stóll Evrópu hefur ákveðið að taka til efnismeðferðar nýtt mál Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar. Málið, sem kært var til dómstólsins 17. nóvember 2019, varðar frávísun Hæstaréttar á máli þeirra sem endurupptökunefnd hafði þegar fallist á að taka skyldi upp að nýju. Málið varðar skattalagabrot sem Jón Ásgeir, Tryggvi og f leiri voru dæmd fyrir árin 2007 og 2012. Fyrst til að greiða sektir og síðar til refsingar, sektargreiðslna og sakar- kostnaðar. Jón Ásgeir og Tryggvi vísuðu mál- inu fyrst til Mannréttindadómstóls Evrópu á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn ákvæði MDE um rétt til að þurfa ekki að sæta sak- sókn og refsingu oftar en einu sinni fyrir sömu háttsemina. Dómur var kveðinn upp í máli þeirra árið 2017 og taldi MDE að brotið hefði verið gegn 4. grein 7. viðauka mannréttindasáttmálans. Í kjölfarið óskuðu Jón Ásgeir og Tryggvi eftir endurupptöku á dómi Hæstaréttar í umræddu sakamáli og féllst endurupptökunefnd á beiðnina. Hæstiréttur vísaði málinu hins vegar frá dómi með þeim rökum að skilyrði fyrir endurupptöku væru ekki uppfyllt. Dómur frá MDE skuldbindi ríkið ekki til að tryggja endurupptöku máls. Ríkið sé hvorki þjóðréttarlega skuldbundið til þess, né sé kveðið á um slíkan rétt í íslenskum lögum. Vakti þessi niðurstaða töluverða furðu og rétt- aróvissu um gildi dóma MDE hér á landi. Í því máli sem nú er rekið í Strass- borg vísa Jón Ásgeir og Tryggvi aftur til 4. greinar 7. viðauka um rétt til að vera ekki saksóttir oftar en einu sinni fyrir sama brot. Þá telja þeir einnig að synjun Hæstaréttar um endurupptöku máls þeirra í kjöl- far fyrri dóms MDE fari í bága við 6. grein sáttmálans um réttláta máls- meðferð. Málið er nú komið á það stig í Strassborg að íslenska ríkinu hafa verið sendar spurningar um afstöðu þess til kærunnar. Óskað er álits ríkisins á lögsögu MDE í málinu og hvort hún hafi breyst eftir niðurstöðu Hæstaréttar um synjun á endurupptöku. Vísað er til dóms yfirdeildar réttarins í portúgölsku máli frá árinu 2011 um að endurupptaka máls sé ekki eina rétta leiðin til að bregðast við dómum MDE og að synjun á beiðni um endurupptöku máls verði ekki sjálf krafa til þess að ríkið teljist brotlegt við niðurstöðu dómsins eða ákvæði sáttmálans. Þá er einnig óskað eftir afstöðu ríkisins til kæruefnisins að öðru leyti. Spurt er hvort farið hafi verið í bága við rétt Jóns Ásgeirs og Tryggva til að vera ekki saksóttir tvívegis fyrir sama brot. Dómstóllinn hefur kveðið upp nokkra áfellisdóma gegn Íslandi í sams konar málum eftir fyrri dóm réttarins í máli Jóns og Tryggva. Hefur íslenska ríkið viðurkennt brot og sæst á nokkur mál sem verið hafa til meðferðar í Strassborg um sama efni. Meðal annars mál nokkurra manna sem sakfelldir voru fyrir ólöglegt verð- samráð. Brugðist hefur verið við þessum dómum þannig að lögum var nýver- ið breytt í því skyni að koma í veg fyrir tvöfalda refsimeðferð í skatta- málum. Þá er að lokum óskað eftir afstöðu ríkisins til synjunar Hæstaréttar á endurupptöku máls þeirra og hvort sú synjun samræmist ákvæði sátt- málans um réttláta málsmeðferð. ■ Mál Jóns Ásgeirs komið til MDE á ný Vænta má dóms frá Strassborg um þá ákvörðun Hæstarétt- ar að neita að endur- upptaka mál í kjölfar dóms MDE. Jón Ásgeir hefur verið tíður gestur í réttarsölum í hátt á annan áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK adalheidur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Þingfundi lauk mun fyrr í gær en gert var ráð fyrir þegar tvö mál sem reiknað var með mestri umræðu um voru tekin af dagskrá. Annað málið sem um er að ræða er fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðs- dóttur, mennta- og menningar- málaráðherra. Í breytingartillögu allsherjar- og menntamálanefndar um málið er gert ráð fyrir að um einskiptisaðgerð verði að ræða sem gildi út þetta ár en ekki varanlegt styrkjakerfi eins og menntamála- ráðherra lagði upp með. Í nefndar- áliti koma fram þau sjónarmið að vinna þurfi málið betur áður en um varanlegt kerfi geti verið að ræða. Skýra þurfi aðferðafræði styrkjanna til að tryggja betur að þeir hafi jákvæð áhrif á fjölbreytni og fjölræði á fjölmiðlamarkaði. Sömuleiðis þurfi að huga að stöðu smærri fjölmiðla. Er lagt til að þessir þættir verði teknir til nánari skoð- unar áður en um varanlegt styrkja- kerfi verði að ræða. Ekki mun vera eining um þessa lendingu í stjórnarmeirihlutanum og kallaði framsögumaður málsins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, frumvarpið aftur til nefndarinnar áður en umræða um það hófst í þingsal. Málið var í kjöl- farið tekið af dagskrá þingfundar. Frumvarp umhverfis- og sam- göngunefndar um breytingar á loftferðalögum var einnig tekið aftur inn í nefnd í gær. Með frum- varpinu er lagt til að ráðherra fái heimild til að skylda flugrekendur til að synja farþega um komu til landsins framvísi hann ekki vott- orði um ónæmisaðgerð gegn Covid- 19, vottorði um að sýking sé afstaðin eða staðfestingu á neikvæðri niður- stöðu. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar telja að með þessu sé farið í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um að íslenskum ríkisborgurum verði ekki synjað um að koma til landsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að verulegar efasemdir séu einnig um málið í þingliði Sjálf- stæðisflokksins. Eftir að umræða hófst um málið á Alþingi í gær ákvað framsögumaður málsins , Ari Trausti Guðmundsson, að taka það aftur inn til nefndar til að meirihlutinn fengi ráðrúm til að leysa ágreininginn og skila um málið framhaldsnefndaráliti. ■ Fjölmiðlafrumvarp og landamæramál send aftur til nefnda Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna. kristinnpall@frettabladid.is TRÚMÁL Annað árið í röð varð sam- dráttur í fjölda þeirra Íslendinga sem eru skráðir í þjóðkirkjuna en þeim fækkaði um 88 manns á milli ára. Um 62 prósent Íslendinga eru skráð í þjóðkirkjuna sem er fækkun um 0,3 prósent. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands. Alls eru nú níu trú- og lífsskoð- unarfélög með meira en þúsund ein- staklinga skráða innan sinna raða. Meðlimum zúista fer áfram fækk- andi en rúmlega 39 prósent einstakl- inga sem voru skráðir í trúarfélagið árið 2019 hafa sagt sig úr félaginu. Þá eru 7,7 prósent landsmanna skráð utan trú- og lífsskoðunar- félaga eða 28.416 manns og 55.987 með ótilgreinda skráningu sem telur um 15,1 prósent þjóðarinnar. n Fækkun milli ára í þjóðkirkjunni Skálholtskirkja á sólríkum degi. Rúmlega fimmti hver Íslendingur er annað hvort utan trú- og lífs- skoðunarfélaga eða með ótilgreinda skrán- ingu hjá Þjóðskrá. 4 Fréttir 11. maí 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.