Fréttablaðið - 11.05.2021, Qupperneq 38
Mörg dæmi eru
um að viðhalds-
framkvæmdir hafi farið
illa af stað og endað illa.
Í flestum tilfellum er
um að kenna slælegum
undirbúningi og röngu
vali á verktökum.
Sigurður Helgi Guðjónsson
Gluggasmiðjan býður ekki lengur
bara upp á glugga og hurðir. Þar
er nú fjölbreytt framboð af öllum
gerðum af hurðum og gluggum,
rúðuglerjum, öryggisglerjum,
speglum, glerhýsum, svalahand-
riðum, glerlokunum og öðru.
Gluggasmiðjan er komin í glæsilegt
nýtt húsnæði við Steinhellu 17A í
Hafnarfirði þar sem fyrirtækið er
með mjög flottan 1.000 fermetra
sýningarsal þar sem viðskiptavinir
geta skoðað vöruframboðið, sem
hefur verið stórbætt.
„Hingað til höfum við sérhæft
okkur í gluggum og hurðum, en
nú er úrvalið mun fjölbreyttara en
nokkru sinni áður,“ segir Hafsteinn
Hilmarsson sölustjóri.
Einstaklega gott úrval
„Í fyrsta lagi bjóðum við upp á allar
gerðir glugga, úr timbri, plasti, áli
og álklædda timburglugga og við
erum einnig með timburhurðir,
álhurðir og rennihurðir í nokkrum
útfærslum,“ segir Hafsteinn. „Þar að
auki erum við með svalahandrið,
svalalokanir, sturtugler og glerveggi
og skilrúm í skrifstofur og í raun
má segja að við bjóðum upp á allar
gerðir af gleri. Við erum líka með
alls kyns spegla í nokkrum litum,
með ljósi og án þess, ásamt ýmsu
öðru. Að auki seljum við sjálfvirkar
hurðir í innganga fyrir verslanir og
aðra þjónustu. Við vöndum svo allt-
af valið við innkaup til að tryggja að
við seljum einungis hágæða vörur.
Álklæddir timburgluggar og
plastgluggar, ásamt rennihurðum,
eru vinsælustu vörurnar okkar,
enda bjóðum við upp á þessar
vörur á mjög góðu verði,“ segir Haf-
steinn.
„Það er líka ein nýjung sem við
getum boðið upp á núna, en það
eru útihurðir úr áli með löngu ryð-
fríu handfangi, LED-lýsingu í karmi
og til dæmis fingrafaraskanna eða
annars konar aðgangskerfi,“ segir
Hafsteinn. „Á næstu vikum ætlum
við að setja upp eina mjög flotta
slíka hurð í sýningaraðstöðunni
okkar.
Gluggasmiðjan býður upp á
sérlega gott og fjölbreytt úrval í
þessum vöruflokkum. Það eru
önnur fyrirtæki sem selja vörur í
sömu flokkum, en það er ekkert
annað fyrirtæki með þær allar,“
segir Hafsteinn. „Hér er því hægt
að fá megnið af því sem þarf til að
byggja húsið á einum stað og við
erum alltaf tilbúin til að skoða
magn afslátt.“
Tíminn fyrir framkvæmdir
alveg að koma
„Í gegnum tíðina hefur þjónusta
Gluggasmiðjunnar verið meira
miðuð við verktaka en almenn-
ing, en það hefur breyst og í dag
þjónustum við báða hópa til jafns,“
segir Hafsteinn. „Við vinnum líka
með mörgum góðum verktökum
og ef viðskiptavini okkar vantar
verktaka í gluggaskiptin sem dæmi
getum við bent fólki í rétta átt og
fengið vant fólk í verkin.
Nú er öll starfsemi Glugga-
smiðjunnar undir einu þaki,
bæði söluskrifstofan, lagerinn og
sýningarsalurinn, og engar vörur
eru geymdar úti í veðri og vindi,
allt geymt innanhúss við bestu
aðstæður,“ segir Hafsteinn. „Þetta er
góður tími til að heimsækja okkur
í nýju aðstöðuna til að kynna sér
úrvalið þar sem við erum búnir
að koma okkur vel fyrir og koma
sýningarsalnum í gott horf.
Núna þegar sumarið er að koma
er góður tími til að panta glugga,
svo það sé hægt að nýta góða veðrið
í framkvæmdir,“ segir Hafsteinn.
„Afhendingartíminn hjá okkur er
einn sá stysti á markaðnum. Í maí
og júní erum við líka að bjóða upp á
40% afslátt af öllu einangrunargleri,
svo það er ekki eftir neinu að bíða.“
Gluggasmiðjan – ekki bara gluggar
Gluggasmiðjan
er komin í
glæsilegt nýtt
húsnæði með
mjög flottan
sýningarsal þar
sem hægt er að
skoða stórbætt
vöruframboðið.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Hjá Glugga-
smiðjunni fást
nú líka timbur-
hurðir, álhurðir
og rennihurðir
i nokkrum
útfærslum,
ásamt svala-
handriðum,
svalalokunum,
sturtugleri og
glerveggjum
og skilrúmum
í skrifstofur.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Góður undirbúningur er afar
mikilvægur og sömuleiðis að
velja ábyrgan verktaka þegar fólk
undirbýr viðhaldsframkvæmdir
Mörg dæmi eru um að viðhalds-
framkvæmdir hafi farið illa af stað
og endað illa. Í f lestum tilfellum er
um að kenna slælegum undirbún-
ingi og röngu vali á verktökum.
Það er skammgóður vermir að
spara á undirbúningsstiginu. Þar
er grunnurinn lagður og ef hann
er veikur þá er ekki við góðu að
búast, segir Sigurður Helgi Guð-
jónsson hrl. og formaður Húseig-
endafélagsins.
Hvernig á að standa að undir-
búningi?
„Ekki er til nein einhlít regla
um það. Verk eru mismunandi og
aðstæður sömuleiðis. Í fjöleignar-
húsum þarf að liggja fyrir lögleg
ákvörðum. Þegar hún er komin er
rétt að fá hlutlausan sérfræðing
til að meta ástand hússins og
viðgerðarþörf. Í því ástandsmati
felst yfirleitt gróf lýsing á ástandi
ásamt sundurliðuðum verkliðum
með áætluðum magntölum. Hús-
eigendur eru hvattir til að snúa
sér til tæknimanna og fyrirtækja
sem framkvæma slíkt mat en
framkvæma þau ekki sjálfir eða
fá fúskara til þess. Sé um minni
verk að ræða er hægt að óska eftir
tilboðum frá verktaka, byggðum
á magntölum og verklýsingu sam-
kvæmt ástandsmati. Við stærri
verk eru úttektaraðilarnir jafnan
fegnir til að fullgera útboðs- og
verklýsingu og standa að útboði.
Mikilvægt er fyrir eigendur að
gæta þess að viðurkenndir meist-
arar standi fyrir viðhaldsverkum
þar sem slík verk eru oft mjög
vandasöm. Þá er ekki síður mikil-
vægt að leitað sé til hæfra ráðgjafa
er hafi næga þekkingu til úttekta.
Því miður eru töluverð brögð
að reikningslausum viðskiptum
og virðast sumir húseigendur telja
sig spara á því. Rétt er að ítreka að
yfirleitt ofmetur verkkaupi hag
sinn í þeim viðskiptum. Verkkaupi
Góður undirbúningur er lykilatriði
Að mörgu er að
hyggja þegar
farið er út í
framkvæmdir
eða endurbætur
á húsum.
stendur eftir án nokkurs eða veik-
burða réttar gagnvart verktaka og
ábyrgð á verki er engin. Einnig er
mikilvægt að benda á að virðis-
aukaskattur fæst aðeins endur-
greiddur af vinnu við nýsmíði,
endurbætur og viðgerðir á hús-
næði, ef reikningar frá verktaka
eru fullgildir,“ segir hann.
Heilræði til húsfélaga í fram-
kvæmdaham:
n Fá hlutlausan sérfræðing til að
meta ástand eignarinnar og við-
gerðaþörf.
n Við minni verk er hægt að óska
eftir tilboðum frá verktökum
byggðum á magntölum og
verklýsingu. Við stærri verk fer
yfirleitt fram útboð.
n Meta þarf tilboðin í samhengi
við útboðsgögnin, heildarverð,
einingaverð, uppsetningu til-
boðsins og verktíma.
n Þegar ákveðið hefur verið hvaða
tilboði skal taka, er gengið til
samninga við viðkomandi verk-
taka. Seint verður nægjanlega
brýnt fyrir fólki mikilvægi þess
að gera skriflegan samning við
verktaka hvort sem er um lítil
eða stór verk að ræða.
n Eftirlit með framkvæmd þarf
að vera í vel skilgreindum og
föstum farvegi og oft er ráðinn
til þess óháður aðili.
n Lokauppgjör fer fram eftir að
verki telst lokið. Mikilvægt er
að taka út framkvæmdina og
frágang á verkinu áður en loka-
greiðsla fer fram.
Smiðjuvegi 11
575-0000
Akrýlkítti með góða viðloðun
Yfirmálanlegt eftir 12 klst.
Notkun: Þétting meðfram
hurðum og gluggum, plötuskil,
rifur og fl.
Akrýlkítti hvítt
6 kynningarblað 11. maí 2021 ÞRIÐJUDAGURVIÐHALD FASTEIGNA