Fréttablaðið - 11.05.2021, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.05.2021, Blaðsíða 14
Guðni Valur Guðnason kastar hér kringlu sinni í Split en hann keppti þar á afar langþráðu alþjóðlegu móti um nýliðna helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason vann silfur­ verðlaun á kastmóti sem fram fór í Split í Króatíu um síðast­ liðna helgi. Guðni Valur þarf að bæta sig um tvo metra eða safna nógu mörgum stigum í sarpinn til þess að komast í fámennan en góðmennan Ólympíuhóp Íslands. hjorvaro@frettabladid.is FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Guðni Valur Guðnason tók þátt í sínu fyrsta alþjóðlega móti utanhúss í kringlu­ kasti í tæp tvö ár og kastaði kringl­ unni 63,66 metra á móti sem haldið var í Split um síðustu helgi. Íslandsmethafinn telur sig eiga töluvert inni og er vongóður um að ná að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í ágúst. „Það var mjög gott að komast aftur á alþjóðlegt mót og sjá hvar ég stend með nokkrum af sterkustu kringlukösturum heims. Ég hef verið við æfingar á Tenerife síðasta mánuðinn um það bil og það hefur gert mér mjög gott. Ég er í mjög góðu líkamlegu formi og ég myndi halda að ég væri nokkr­ um vikum á undan áætlun miðað við venjulegt ár hvað form varðar. Þetta var fín kastsería en ég finn það alveg að ég á nóg inni og það var kraftur í líkamanum til þess að kasta lengra,“ segir Guðni Valur en hann ákvað að halda til Tenerife til þess að æfa sökum aðstöðuleysis hér heima og þar sem verið var að skella öllu í lás vegna kórónaveiru­ faraldursins. Hitinn hefur haft góð áhrif „Það hefur verið mjög þægilegt að geta kastað við góðar aðstæður í miklum hita síðustu vikurnar. Nú er bara að komast í takt aftur hvað keppnisform varðar. Fram undan er vinna við að bæta tæknina og það kemur allt. Þetta hafa verið skrýtnir tímar vegna veirunnar síðustu ár og mikið púsluspil að skipuleggja sig hvað mótahald varðar. Það er ekkert stórmót í sumar fyrir Ólympíuleikana og ég er í hálf­ gerðum interrail­fíling að finna góð mót og staði til að æfa í aðdraganda þeirra. Næstu tvö verkefni eru sterk mót í Zagreb og Helsingborg og ég hlakka mikið til þess að keppa þar. Ég þarf annað hvort að ná kasti upp á 66 metra eða safna nógu mörgum stigum til þess að tryggja mér farseðil til Tókýó og það er klár­ lega raunhæft. Ég hugsa að ég hafi aldrei kastað svona langt á þessum tíma árs á ferlinum og það gefur góð fyrirheit um það sem koma skal,“ segir þessi öflugi kringlukastari. Næsta verkefni að finna takt „Það er auðvitað allt annað að vera að kasta kringlu einn á Tenerife en að keppa á mótum og bætingin verður mun örari og meiri þegar maður er að keppa reglulega á mótum. Ég er ekki alveg viss um að hvað ég geri eftir Zagreb og Helsing­ borg en það kemur bara í ljós. Síðustu mánuðir hafa kennt manni það að taka bara einn dag og eina viku í einu og vera snöggur að aðlagast breyttum aðstæðum. Það væri auðvitað þægilegra að vera með fleiri fasta punkta í planinu en svona er þetta bara og maður verður bara að gera það besta úr aðstæð­ unum sem eru til staðar. Svo fer þessi blessaða veira von­ andi að kveðja okkur eða við afreksíþróttamenn að komast í bólusetningu þannig að maður geti verði áhyggjulausari við æfingar og keppni. Jákvæðu tíðindin eru allavega þau að mér líður vel, ég er í góðu formi og er bjartsýnn á gott gengi í næstu mótum,“ segir Guðni um fram­ haldið. n Nokkrum vikum á undan áætlun Ég þarf annað hvort að ná kasti upp á 66 metra eða safna nógu mörg- um stigum til þess að tryggja mér farseðil til Tókýó og það er klár- lega raunhæft. Guðni Valur Guðnason hjorvaro@frettabladid.is FORMÚLA 1 Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hefur í hyggju að fram­ lengja samning við Mercedes­liðið og stefnt er að því að gengið verði frá samningum áður en sumarfrí hefst í Formúlu 1. Þessi 36 ára gamli ökuþór tjáði sig um stöðu samningsmála eftir að hafa komið fyrstur í mark í spænska kappakstrinum á sunnudaginn. „Það er engin ástæða til að flýta sér of hratt í þessum efnum en það væri hins vegar skynsamlegt að fara að ljúka þessum viðræðum sem fyrst,“ segir þessi sjöfaldi heims­ meistari. „Fram undan eru flóknar viðræð­ ur og það er sniðugt að nýta tímann í aðdraganda sumarfrísins til þess að vaða í þetta,“ segir Hamilton en hann og Toto Wolff, eigandi liðsins, hafi viljað fresta viðræðunum á meðan Bretinn væri upptekinn við að jafna met Michaels Schumacher með sjöunda heimsmeistaratitli sínum undir lok síðasta árs. n Hamilton hyggst framlengja við Mercedes-liðið hjorvaro@frettabladid.is ÍSHOKKÍ Íshokkísamband Íslands, ÍHÍ, hefur framlengt samning sinn við Vla dimir Kolek. Fram kemur á heimasíðu ÍHÍ að Kolek, sem verið hefur þjálfari íslenska karlalandsliðsins í íshokkí undanfarin ár, muni f lytja til Íslands og fara í viðameira starf hjá sambandinu. Tékkinn verður einnig af reks­ stjóri ÍHÍ en hann tekur til starfa í ág úst og er með samn ing út apríl 2023. Kolek mun leiða allt starf yngri landsliða Íslands og vera til staðar fyrir félögin í landinu varðandi upp­ byggingu þeirra. n Kolek tekur að sér viðameira starf Tékkinn á góðum degi. MYND/ÍHÍ + + + = 19.990 kr. A L LT ÓTA K M A R K A Ð Fjölskyldupakkinn: ÍÞRÓTTIR 11. maí 2021 ÞRIÐJUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.