Fréttablaðið - 11.05.2021, Qupperneq 40
Miðbær Reykjavíkur hefur
heillað ófáa vegna einstaks bygg-
ingarstíls og gífurlegrar litagleði.
Þá hefur eitt þótt einkenna hinn
ríkjandi húsastíl og það er frökk
notkun bárujárnsins, hvort
heldur er á þök eða í klæðningu
húsa.
johannamaria@frettabladid.is
Galvanhúðað bárujárn er enn í dag
eitt algengasta klæðningarefnið
á Íslandi og síðari ár hafa bæst
við fleiri gerðir, eins og litað ál og
stál sem og álsink. Fyrsta báru-
járnið var hins vegar flutt hingað
til lands á árunum 1870-80 af
Slimmons-versluninni. Þótti það
bæði þungt og þykkt og fylgdu því
vandkvæði að sníða þriggja metra
langar plöturnar eins og þurfti.
Árið 1870 var fyrsta húsið lagt með
bárujárni en um var að ræða hús
í Krísuvíkurnámum. Fyrsta húsið
í Reykjavík sem bárujárn var svo
sett á var í eigu kaupmannsins og
útgerðarmannsins Geirs Zoëga, en
hann klæddi viðbyggingu hjá sér
með galvaníseruðu bárujárni. Þá
varð frægt að árið 1876 lagði W. Ó.
Breiðfjörð bárujárn á þak og veggi
húss síns.
Tískubylgjan hefst
Notkun hins bylgjaða járns á hús
fór þó ekki að verða almenn fyrr
en eftir 1880 og eftir 1890 var
orðið algengt að það væri jafnvel
einnig notað til að klæða veggi
timburhúsa. Árið 1894 birtist
grein í tímaritinu Reykvíkingi
sem nefndist „Bárótta þakjárnið“
og kom þar fram að þetta bygg-
ingarefni, það er bárujárnið, væri
nú farið að ryðja sér til svo rúms
hér í Reykjavík á seinni árum að
á hvert hús sem þá væri byggt úr
timbri væri bárujárnið brúkað
bæði á þak og jafnvel veggi. Einnig
kemur þar fram að mjög stutt væri
síðan menn fóru að nota þetta
þakjárn og veltir greinarhöfundur
fyrir sér hvort það sé unnt að bera
um af reynslunni hve endingargott
það sé.
Óglámskyggn almenningur
Kostir bárujárnsins voru augljósir
enda breiddist notkun þess um
land allt á fáum árum. Gallarnir
komu hins vegar í ljós nokkru síðar
enda ekki sama hvernig járnið er
lagt, með hvaða efnum og í hvaða
þykkt. En í ofangreindri grein
kemur fram að varast skyldi að
nota ógalvaníseraða nagla við
verkið „því nái ryð að festa sig á
einhverjum hluta af galvaniser-
ingunni á járninu, þá jetur það
sig út um járnið, og í gegnum það
á fáum árum.“ Einnig voru menn
farnir að nota þynnri plötur sem
stóðust engan veginn þær kröfur
sem íslenskt loftslag gerir. Fimm
árum síðar birtist grein eftir sama
höfund þar sem greinarhöfundur
ítrekar að það megi „… öldungis
ekki brúka á þök þynnra járn en
Nr. 24 og ekki þynnra járn á veggi
eða gafla en Nr. 26.“ Í greininni er
orðið ljóst að þessi fyrrverandi efa-
semdamaður er farinn að flytja inn
bárujárn sjálfur. Þá fagnar hann
því að almenningur sé nú farinn
að verða skynsamari og óglám-
skyggnari en áður og sé farinn að
styðjast við leiðbeiningar þeirra
sem vilja honum vel.
Bárujárnsbraggar
Bárujárnið einkenndi mjög íslensk
timburhús allt fram til ársins 1935
eða þar til steinsteypa tók við
sem helsta byggingarefni. Þá var
efnið áfram notað í braggahverf-
unum sem Bretar reistu í seinni
heimsstyrjöldinni. Þess má geta
að nafnið „braggi“ er talið koma
frá orðinu „barracks“ sem erlendu
hermennirnir nefndu þessi hús.
Alls risu um 6.000 breskir braggar
en þegar Bandaríkin tóku við
hernáminu reistu þeir til viðbótar
1.500 bragga. Lengi eftir heims-
styrjöldina voru braggahúsin
nýtt sem heimili fyrir efnaminni
fjölskyldur en árið 1943 fór hús-
næðisnefnd Reykjavíkur að falast
eftir hermannaskálum til að leysa
húsnæðisvanda Reykvíkinga,
til bráðabirgða í fyrstu. Það var
ekki fyrr en á sjöunda áratug 20.
aldar að bröggum hafði að mestu
verið útrýmt sem húsnæðiskosti í
Reykjavík.
Miðbærinn gengur í bylgjum
Iðnó er eitt glæsilegasta húsið í miðbæ Reykjavíkur og alklætt auðmjúku bárujárni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Hér má sjá friðlýstu húsin við Aðalstræti 7, Austurstræti 3 og Austurstræti 4
sem öll eru klædd bárujárni í rauðum og kremuðum lit. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN.
Braggarnir við Hvalstöðina í Hval-
firðinum eru klæddir bárujárni og
taka sig vel út. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI.
Húsið við
Óðinsgötu 5
er fagurlega
klætt bárujárni.
Myndin er tekin
árið 2006 þegar
húsið var enn í
eigu Björgólfs
Thors. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/VILHELM.
Smiðjuvegi 11
575-0000
Sílikon til notkunar inni og úti.
Myglu-, gerla-,sveppa- og
vatnsþolið. Ekki er hægt að
mála yfir silíkon. Flöturinn
þarf að vera hreinn og laus við
fitu. Margir litir í boði.
Sílikon
MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
Hafðu samband
info@husavidgerdir.is
Sími 565-7070
Finndu okkur á
ALHLIÐA MÚRVERK
ÞAKVIÐGERÐIR
GLUGGASKIPTI
SKRÁÐU ÞIG Á
PÓSTLISTANN
Fáðu blað dagsins
sent rafrænt
8 kynningarblað 11. maí 2021 ÞRIÐJUDAGURVIÐHALD FASTEIGNA