Fréttablaðið - 11.05.2021, Síða 12

Fréttablaðið - 11.05.2021, Síða 12
Dómarinn verður að gera upp við sig hvort hann vill búa til lög eða dæma eftir þeim. Jón Þórisson jon@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is n Halldór n Frá degi til dags K enningin um skiptingu ríkisvaldsins er rakin aftur til 18. aldar heimspekinga og fræðimanna. Einkum þeirra Montes-quieus, sem setti fram hugmyndir sínar þess efnis í bók sinni Andi laganna, og Johns Locke. Kenningin gerir ráð fyrir að ríkisvaldinu sé skipt í jafn réttháa þætti, oftast þrjá: löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald. Hverjum þætti er svo ætlað að takmarka og tempra hinn, með það að markmiði að minnka líkur á ofríki og geðþóttastjórn. Þannig er þetta hér á landi. Alþingi setur lög. Framkvæmda- valdið framkvæmir, en þó aðeins í samræmi við lögin. Dómstólar skera úr um lagaleg álitaefni sem lögð eru fyrir þá. Þrígreining ríkisvalds er því mjög þýðingarmikil og grundvöllur stjórnskipunarinnar. Þar sem hér er þing- ræði eru það jafnan fulltrúar löggjafarvaldsins sem fara með framkvæmdavaldið. Líki fulltrúum löggjafar- valdsins ekki hvernig farið er með framkvæmdavaldið, á framkvæmdavaldið undir því að missa traust og getur glatað umboði sínu. Því er verið að rekja þetta að nú hefur héraðsdómari einn ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri stjórnmála- flokks með það fyrir augum að verða á framboðslista hans í komandi alþingiskosningum. Það er fremur sjaldgæf staða og gefur tilefni til að staldra við og íhuga hvað það í reynd þýðir þegar maður með dómsvald hyggst láta reyna á fylgi sitt og freista þess að komast á þing. Nú bendir reyndar margt til þess að það muni honum ekki takast en það er aukaatriði í málinu. Dómarinn hefur þá sérstöðu að hann hefur opinber- lega og ítrekað tekið þátt í umræðu um samfélagsmál. Fremur fátítt er að dómarar geri það og félagar hans í dómarafélaginu hafa að því er virðist amast við þessu háttalagi. Við það hefur hann ekki fellt sig og sagði sig úr þeim félagsskap. Það er ástæða til að amast við þessum skrifum dómarans. Auðvitað hefur hann rétt til að tjá sig en þegar hann sóttist eftir dómaraembætti vissi hann eða mátti vita að embættisfærslan setti honum skorður og takmarkaði frelsi hans. Þátttaka dómarans í umræðu um samfélagsmálefni hefur bent til að hann hefði í hyggju að láta frekar til sín taka á þeim vettvangi. Áformin um prófkjörsfram- boð komu því ekki alls kostar á óvart. Haft hefur verið eftir dómaranum að hann hyggist fara í leyfi á meðan á framboðinu stendur. Ekki er að skilja annað en að hljóti hann ekki viðunandi fram- göngu í baráttunni um sæti á lista muni hann snúa úr leyfinu og taka til við að dæma á ný. Þetta er ófært. Dómarinn verður að gera upp við sig hvort hann vill búa til lög eða dæma eftir þeim. Undir hann sem dómara verða borin álitaefni og við megum ekki við því að tilefni sé gefið til að efast um óhlut- drægni hans, hvort sem það er undir rekstri máls fyrir dómi, eða þegar niðurstaða er fengin. Dómarinn á að sjálfsögðu stjórnarskrárvarinn rétt til að sækjast eftir sæti á lista en sá réttur getur ekki trompað stjórnarskrárvarinn rétt hinna til að bera mál sín undir óháðan og óhlutdrægan dómstól. Það ætti dómarinn að vita. n Villigötur Hjálpaðu okkur að bjarga mannslífum Vertu Bakvörður Landsbjargar landsbjorg.is Bólusetningar gegn kórónaveirunni ganga afar vel og er nú farið að hilla undir að við sjáum fram á að daglegt líf komist í samt lag á ný. Við höfum barist við veiruna og afleiðingar hennar í á annað ár og margir fært miklar fórnir. Það sem hefur skipt sköpum og án nokkurs vafa komið okkur í gegnum þetta er samstaðan í samfélag- inu. Íþróttahreyfingin hefur unnið ótrúlega þétt og vel saman til að vernda starfið um allt land, sérstaklega hefur hún staðið vörð um skipulagt íþróttastarf barna og ungmenna ásamt stjórnvöldum sem hafa stutt gríðarlega vel við starfið. En þótt lífið sé að komast í samt lag þá megum við ekki slaka á. Þvert á móti verðum við að vera vakandi og horfa til framtíðar með það fyrir augum að halda áfram að styrkja íþróttastarf á Íslandi. Það er nefnilega alltaf hægt að gera betur og fjölmörg tækifæri til staðar. Fjármögnun er lykilþátturinn í því að halda úti starfi íþróttafélaga. Íþróttahreyfingin á með fleirum fyrir- tækin Íslenska getspá og Íslenskar getraunir. Afkoma þessara fyrirtækja skilar mánaðarlegum greiðslum til íþróttafélaga um allt land og aukagreiðslum þegar vel gengur. Þetta er ómetanlegur stuðningur. Á sama tíma stafar fyrirtækjunum okkar og íþrótta- starfinu ógn af erlendum veðmálasíðum, fyrirtækjum sem eru ekki heimil hér á landi og styrkja ekki íþrótta- starf á Íslandi með neinum hætti. Eins og fram kemur í nýjasta tölublaði Skinfaxa, tímariti UMFÍ, er talið að Íslendingar verji um sjö milljörðum króna í veðmál á erlendum síðum. Það er óásættanlegt. Þetta eru fjár- munir sem íslensk íþróttafélög verða að stórum hluta af. Ef brot af þeirri upphæð væri nýtt hér á landi myndi það styðja við íslenskt íþróttastarf. Eins og staðan er nú gera þeir sem veðja á leiki erlendra veðmálafyrirtækja það ekki. Styðjum við íslensk íþróttafélög! Það er samfélagi okkar til góða. n Styðjum saman við íþróttastarfið En þótt lífið sé að komast í samt lag þá megum við ekki slaka á. Haukur Valtýsson formaður UMFÍ Jóhann Steinar Ingimundarson varaformaður UMFÍ toti@frettabladid.is Valdamesti Framsóknarmaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, for- maður Framsóknarflokksins, skellti á skeið á Sprengisandi Bylgjunnar á sunnudaginn þegar hann upplýsti að þessi dægrin talaði Framsóknarfólk, sér til skemmtunar, um Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sem „valdamesta Framsóknarmann í heimi“ og ítrekaði þá skoðun sína að Biden væri samvinnu- maður sem væri nú að reyna að gera það sem „við í Framsókn höfum mikið oft talað um, oft framkvæmt í gegnum tíðina.“ Það er að segja fjárfesta í fólki og innviðum. X-Bergþórshvoll Framsóknarfólk hefur í gegnum tíðina átt það til að freistast til þess að tengja sig við samtímann með því að teika þekkt nöfn úr hinum stóra heimi alþjóða- stjórnmála. En römm er hún þó alltaf taugin til sauðkindarinnar og sveitarinnar og slagkraftur- inn mestur þegar þekktar per- sónur úr sögu þjóðarinnar eru skráðar, að þeim forspurðum, í f lokkinn. DV greindi frá því að Guðni Ágústsson hefði tekið sig til sumarið 2002 og lýst Njál á Bergþórshvoli fyrsta Fram- sóknarmanninn. Þá merkti hann einnig X-B við Þorgeir Ljós- vetningagoða þar sem úrskurður hans árið 1000, var „mjög í anda okkar Framsóknarmanna“. n SKOÐUN 11. maí 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.