Fréttablaðið - 11.05.2021, Síða 60

Fréttablaðið - 11.05.2021, Síða 60
BÍTIÐ Í LOFTINU VIRKA DAGA 06:50-10:00 Sækja frá SÆKTU NÝJA APPIÐ! Garpur Ingason Elísabetarson er tilbúinn með handritið að stuttmyndinni Mamma mín, geðsjúklingurinn og vonast til þess að geta byrjað tökur með haustinu. toti@frettabladid.is Handritið byggir hann á eigin reynslu af því að alast upp hjá geð- veikri móður og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann sækir efnivið í fjölskyldusögu sína en stuttmynd- ina Frú Regína frá 2018 spann hann upp úr dramatískri sögu af sam- drætti foreldra sinna, Elísabetar Jökulsdóttur og Inga Bæringssonar. „Þetta er harður titill og byrjaði sem vinnutitill þegar ég var að skrifa þetta. Vegna þess að mér fannst Mamma mín, geðsjúkl- ingurinn lýsa þessu svo vel,“ segir Garpur sem hafði hugsað sér að finna verkinu annan titil síðar. Ótrúlegir atburðir „En svo er þetta bara einhvern veg- inn titillinn. Þetta er sagan. Hvort sem þetta er mín saga eða þessi saga og ég held hún stuði alveg en samt bara á skemmtilegan hátt,“ segir Garpur og bætir við að þótt hann höggvi í sama knérunn þá verði Mamma mín, geðsjúklingur- inn um margt mjög ólík Frú Regínu. „Hún verður kannski ekki allt öðruvísi en Frú Regína er náttúr- lega samt svona þjóðsaga í fjöl- skyldunni og þetta stendur mér miklu nær. Þetta er meira mín saga eða í rauninni einhvers konar af bökun á minni sögu. Við getum alveg kallað þetta skáldverk þótt það byggi á sönnum atburðum,“ segir Garpur og áréttar að hann styðjist beint við hluti og atburði sem áttu sér stað í barnæsku hans. „Þetta eru hlutir sem eru eigin- lega það ótrúlegir að ég veit ekki hvort fólk myndi raunverulega kaupa þetta ef það myndi bara sjá þetta í venjulegri bíómynd en ég tek þessa hluti og hnoða þá saman og breyti. Það er engin persóna þarna raunveruleg þótt ég vinni með marga atburði í handritinu sem gerðust í raun og veru.“ Vertu bara eðlilegur Garpur segir sjónarhornið aðallega vera hjá barninu en þó sé hann um leið að vinna með ákveðið þema sem hverfist um hversu þungt and- legu meinin geta lagst á hinn veika og umhverfi hans. „Þótt sagan sé um tíu eða ellefu ára strák sem er að díla við þessar aðstæður og skilur ekki alveg hvað er að gerast þá finnst mér að maður þurfi að sýna hversu máttug þessi veikindi geta verið,“ segir Garpur og tiltekur þekktar og innihalds- litlar klisjur sem fólki hættir til að grípa til. „Ég fer svolítið inn á þennan þráð: Af hverju hættirðu ekki að drekka? Af hverju hættirðu ekki að vera þunglyndur? Af hverju ferðu ekki bara fram úr rúminu? Eða af hverju ertu ekki bara eðlilegur? Vegna þess að maður hugsar bara oft svona um geðsjúkdóma, hvort sem það er alkóhólismi eða eitt- hvað annað.“ Sögur sem brúa bil Garpur heldur áfram og segir að þótt umræðan um geðsjúkdóma hafi opnast mikið sé í raun enn langt í land. „Það var náttúrlega einhvern veginn enginn að tala um þetta þegar mamma mín byrjaði að tala um þetta opinberlega fyrir tutt- ugu eða tuttugu og fimm árum og þótt margt hafi breyst þá erum við samt einhvern veginn komin rosa- lega stutt. Ég held að meðferðin við þessu öllu saman sé orðin miklu betri en fordómarnir í fólki og upplifun fólks á þessu öllu er eins. Eða ekkert eins en hún er komin allt of stutt. Þannig að ég held það sé ótrúlega mikilvægt að halda áfram að segja þessar sögur. Sýna aðeins raunveru- leikann og hvernig þetta er. Vegna þess að það er alls konar hræðsla við geðsjúkdóma og hún býr til þetta bil sem sögur eins og þessi brúa von- andi.“ Úff, hvað ætli mamma segi? Móðir þín hefur skrifað og talað ákaf lega opinskátt um veikindi sín þannig að hún hefur varla hrokkið í kút við þetta? „Nei. Bara alls ekki,“ svarar Garp- ur án þess að hugsa sig um. „Þegar ég byrjaði að skrifa þetta hugsaði ég samt einmitt alveg bara: Úff, hvað ætli mamma segi?“ Hann segist þó ekki hafa haft neinar áhyggjur af því að Elísabet yrði reið eða sár. Heldur frekar að hún myndi einfaldlega hafna hugmyndinni. „Eða finnast þetta asnalegt. Of langt, eða að ég væri að reyna að segja of sanna sögu og þá hefði þetta ekki verið nákvæm- lega svona. Og eitthvað svoleiðis. Af því að ég hugsaði bara að ég ætti alveg inni að tala um hvað sem er eftir allt sem hún hefur talað um,“ segir Garpur glettinn. „Þú veist. Hún er búin að segja sína sögu núna í ég veit ekki hvað mörg ár. Og innvinkla alla í þær sögur. Foreldra sína og börnin sín og alla bara og ég hugsaði bara: Ég á bara minn rétt á að segja mína sögu.“ Mamma er númer eitt Garpur ber öll sín skrif undir móður sína þannig að í þessu máli var allt uppi á borðum frá upphafi. „Hún er bara minn lesandi númer eitt og fer alltaf yfir allt og er örugglega búin að lesa þetta hundrað sinnum. Fyrstu skiptin sem hún var að lesa þetta þá hringdi hún eiginlega bara í mig grátandi. Bæði hrærð yfir hvað henni fannst þetta sterkt og flott og líka svolítið bara …“ segir Garpur og hugsar sig aðeins um. „Ég ætla ekki að segja að hún hafi verið að hringja til þess að biðjast afsökunar en hún upplifði þetta svona einhvern veginn upp á nýtt. Allt þetta sem við höfðum gengið í gegnum þegar ég var barn og þótt þetta sé auðvitað afbökun á sann- leika þá er þetta samt byggt á okkar sögu. Þá náttúrlega sér hún þetta kannski allt í einu út frá einhverju öðru en sjálfri sér sem hún hefur kannski ekki þurft að gera áður. En hún er náttúrlega bara eins og hún er. Opin með sitt líf og finnst bara frábært að heyra aðrar hliðar á því,“ segir Garpur sem á stuðning mömmu sinnar alltaf vísan. „Síðan er hún bara þannig að hún styður allt sem ég og börnin hennar gera. Þannig að hún er náttúrlega bara í skýjunum. Sérstaklega með að maður sé að skrifa. Henni finnst það náttúrlega bara geggjað. Þú veist. Eins og lögfræðingur vill að barnið sitt verði lögfræðingur þá finnst henni geggjað þegar maður tekur upp pennann. Þannig að það er bara flott.“ ■ Ætlar að filma mömmu sína, geðsjúklinginn Leikstjórinn Garpur Ingason Elísabetarson sækir aftur í ættarsögu sína í handriti stuttmyndar sem byggir á reynslu sinni af því að alast upp hjá móður sem glímdi við andleg veikindi. Sjálf hefur mamma hans skrifað margt og mikið um veikindi sín en nú er komið að sjónarhorni barnsins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Elísabet skrifaði um veikindi sín í verðlaunabók- inni Aprílsólar- kuldi. Hún er búin að segja sína sögu núna í ég veit ekki hvað mörg ár. Og innvinkla alla í þær sögur. Foreldra sína og börnin sín og alla bara og ég hugsaði bara: Ég á bara minn rétt á að segja mína sögu. LÍFIÐ 11. maí 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.