Fréttablaðið - 11.05.2021, Síða 46

Fréttablaðið - 11.05.2021, Síða 46
Stærstu íþróttafélögin í Reykjavík hafa sinn eigin íþróttafulltrúa, en starfið er styrkt af Reykjavíkur- borg. Það er hann Gunnar Örn Arnarson sem sinnir þessu hlut- verki fyrir Val. „Íþróttafulltrúi Vals hefur yfirumsjón með starfsemi barna- og unglingasviðs hjá félaginu,“ útskýrir hann. „Við erum með þrjár deildir, fótbolta, handbolta og körfubolta. Við höldum úti æfingum í fótbolta allan ársins hring fyrir ungmenni á aldrinum 4-20 ára og svo eru körfuboltinn og handboltinn greinar sem eru sífellt að teygja sig lengra inn í árið og ég held að þær verði heilsárs- sport áður en langt um líður. Þegar ég byrjaði árið 2015 voru æfingar einungis fram í maí en núna byrjar þetta og endar á sama tíma og grunnskólinn.“ Mikil fjölgun iðkenda „Við stefnum markvisst að því að fjölga iðkendum á barna- og unglingasviði, en í kjölfarið á framkvæmdunum við Hlíðarenda eins og við þekkjum hann í dag átti félagið undir högg að sækja hvað iðkendafjölda varðar,“ segir Gunnar. „Það var til dæmis lítill stöðugleiki í iðkendafjöldanum í fótbolta yfir vetrartímann því æfingar voru hér og þar um bæinn. Þannig að við erum linnulaust að vinna að því að fjölga iðkendum og þeir hafa um það bil tvöfaldast síðan árið 2013. Við viljum byggja upp burðugri flokka og fylla í glufur í starf- inu, þannig að allir aldurshópar hafi keppnisflokka við hæfi,“ segir Gunnar. „Í körfuboltanum þurftum við áður að keyra æfingar Öflugt barnastarf hjá Val Gunnar Örn Arnarson er íþróttafulltrúi Vals og hefur yfirumsjón með starf- semi barna- og unglingasviðs hjá félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Það er fínt að fagna þegar vel er gert. Hlaupið af miklum móð til að hita upp fyrir æfinguna. Ekkert er slegið af á Hlíðarenda í spretthlaupinu. Það eru fínar æfingar sem krakkarnir gera á vellinum. Þjálfarinn setur reglurnar á vellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Stelpurnar eru öflugar og fara létt með að færa til tækin á vellinum. Frábært skot hjá þessum unga knattspyrnumanni. Valur hefur lagt áherslu á að fjölga iðkendum síðustu ár með góðum árangri og nú er barna- og unglingastarfið umsvifamikið og fjölbreytt. Félagið býður líka upp á námskeið og heilsdags- vistun yfir sumartímann. með blönduðum aldurshópum því iðkendur voru svo fáir, en núna erum við með burðuga körfubolta- flokka í nánast öllum aldurs- flokkum og iðkendur eru næstum 300, sem er næstum þreföldun frá árinu 2015.“ Fjölbreytt og öflugt sumarstarf „Fyrir utan æfingarnar í þessum þremur greinum býður Valur líka upp á íþróttaskóla á vor- og haust- önn og mjög öflugt sumarstarf,“ segir Gunnar. „Sumarstarf Vals hefst um leið og grunnskólinn klárast í júní. Við bjóðum upp á alls konar námskeið og heilsdags leikjanámskeið sem við köllum Sumarbúðir í borg. Það hefur verið í gangi í meira en 30 ár og er alltaf mjög vinsælt,“ segir Gunnar. „Þar erum við ekki bara í leikjum, heldur er til dæmis farið í vettvangsferðir á söfn og bóka- söfn og heimsóknir á varðskipið Óðin. Við nýtum líka nærum- hverfið í Nauthólsvík og Öskjuhlíð mikið. Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Við samtvinnum líka æfingar, knattspyrnuskólana og sumar- búðirnar,“ segir Gunnar. „Sex ára barn getur þannig t.d. mætt kl. 9, farið á fótboltaæfingu og svo tekur knattspyrnuskóli við til hádegis. Síðan er heitur heimilismatur í hádeginu og svo er hægt að klára daginn í sumarbúðum í borg. Við erum líka með heilsdags- vistun. Við opnum kl. 8 og þá er gæsla í klukkutíma og svo er starf- semin í gangi frá kl. 9-16 og svo er aftur gæsla milli kl. 16-17,“ útskýrir Gunnar. „Það sem er helst á döfinni hjá Val núna er að koma æfingum aftur af stað eftir stoppið sem var í gangi og þetta sérstaka ár,“ segir Gunnar, en æfingar hjá Val voru ekki í gangi þegar viðtalið fór fram vegna samkomutakmarkana. „Við vonumst til að krakkarnir geti komið aftur að stunda sínar íþróttir og farið að keppa.“ 14 11. maí 2021 ÞRIÐJUDAGURVALUR 110 ÁR A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.