Fréttablaðið - 11.05.2021, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.05.2021, Blaðsíða 46
Stærstu íþróttafélögin í Reykjavík hafa sinn eigin íþróttafulltrúa, en starfið er styrkt af Reykjavíkur- borg. Það er hann Gunnar Örn Arnarson sem sinnir þessu hlut- verki fyrir Val. „Íþróttafulltrúi Vals hefur yfirumsjón með starfsemi barna- og unglingasviðs hjá félaginu,“ útskýrir hann. „Við erum með þrjár deildir, fótbolta, handbolta og körfubolta. Við höldum úti æfingum í fótbolta allan ársins hring fyrir ungmenni á aldrinum 4-20 ára og svo eru körfuboltinn og handboltinn greinar sem eru sífellt að teygja sig lengra inn í árið og ég held að þær verði heilsárs- sport áður en langt um líður. Þegar ég byrjaði árið 2015 voru æfingar einungis fram í maí en núna byrjar þetta og endar á sama tíma og grunnskólinn.“ Mikil fjölgun iðkenda „Við stefnum markvisst að því að fjölga iðkendum á barna- og unglingasviði, en í kjölfarið á framkvæmdunum við Hlíðarenda eins og við þekkjum hann í dag átti félagið undir högg að sækja hvað iðkendafjölda varðar,“ segir Gunnar. „Það var til dæmis lítill stöðugleiki í iðkendafjöldanum í fótbolta yfir vetrartímann því æfingar voru hér og þar um bæinn. Þannig að við erum linnulaust að vinna að því að fjölga iðkendum og þeir hafa um það bil tvöfaldast síðan árið 2013. Við viljum byggja upp burðugri flokka og fylla í glufur í starf- inu, þannig að allir aldurshópar hafi keppnisflokka við hæfi,“ segir Gunnar. „Í körfuboltanum þurftum við áður að keyra æfingar Öflugt barnastarf hjá Val Gunnar Örn Arnarson er íþróttafulltrúi Vals og hefur yfirumsjón með starf- semi barna- og unglingasviðs hjá félaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Það er fínt að fagna þegar vel er gert. Hlaupið af miklum móð til að hita upp fyrir æfinguna. Ekkert er slegið af á Hlíðarenda í spretthlaupinu. Það eru fínar æfingar sem krakkarnir gera á vellinum. Þjálfarinn setur reglurnar á vellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Stelpurnar eru öflugar og fara létt með að færa til tækin á vellinum. Frábært skot hjá þessum unga knattspyrnumanni. Valur hefur lagt áherslu á að fjölga iðkendum síðustu ár með góðum árangri og nú er barna- og unglingastarfið umsvifamikið og fjölbreytt. Félagið býður líka upp á námskeið og heilsdags- vistun yfir sumartímann. með blönduðum aldurshópum því iðkendur voru svo fáir, en núna erum við með burðuga körfubolta- flokka í nánast öllum aldurs- flokkum og iðkendur eru næstum 300, sem er næstum þreföldun frá árinu 2015.“ Fjölbreytt og öflugt sumarstarf „Fyrir utan æfingarnar í þessum þremur greinum býður Valur líka upp á íþróttaskóla á vor- og haust- önn og mjög öflugt sumarstarf,“ segir Gunnar. „Sumarstarf Vals hefst um leið og grunnskólinn klárast í júní. Við bjóðum upp á alls konar námskeið og heilsdags leikjanámskeið sem við köllum Sumarbúðir í borg. Það hefur verið í gangi í meira en 30 ár og er alltaf mjög vinsælt,“ segir Gunnar. „Þar erum við ekki bara í leikjum, heldur er til dæmis farið í vettvangsferðir á söfn og bóka- söfn og heimsóknir á varðskipið Óðin. Við nýtum líka nærum- hverfið í Nauthólsvík og Öskjuhlíð mikið. Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Við samtvinnum líka æfingar, knattspyrnuskólana og sumar- búðirnar,“ segir Gunnar. „Sex ára barn getur þannig t.d. mætt kl. 9, farið á fótboltaæfingu og svo tekur knattspyrnuskóli við til hádegis. Síðan er heitur heimilismatur í hádeginu og svo er hægt að klára daginn í sumarbúðum í borg. Við erum líka með heilsdags- vistun. Við opnum kl. 8 og þá er gæsla í klukkutíma og svo er starf- semin í gangi frá kl. 9-16 og svo er aftur gæsla milli kl. 16-17,“ útskýrir Gunnar. „Það sem er helst á döfinni hjá Val núna er að koma æfingum aftur af stað eftir stoppið sem var í gangi og þetta sérstaka ár,“ segir Gunnar, en æfingar hjá Val voru ekki í gangi þegar viðtalið fór fram vegna samkomutakmarkana. „Við vonumst til að krakkarnir geti komið aftur að stunda sínar íþróttir og farið að keppa.“ 14 11. maí 2021 ÞRIÐJUDAGURVALUR 110 ÁR A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.