Fréttablaðið - 27.05.2021, Síða 4
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
JEEP WRANGLER RUBICON
4XE PLUG-IN HYBRID
FRUMSÝNING
GOÐSÖGNIN RAFMÖGNUÐ
VERÐ FRÁ KR. 9.490.000
LAUNCH EDITION VERÐ FRÁ KR. 10.490.000
LAUGARDAG
Á MILLI KL. 12-16.
Íslendingar eru almennt
hlynntari opinberum rekstri í
heilbrigðiskerfinu, samkvæmt
könnun Félagsvísindastofn-
unar. Prófessor segir bil á milli
vilja almennings og fyrir-
komulags. Læknir segir að
hlusta eigi á fólkið á gólfinu.
arib@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Almenningur hér
á landi er hlynntari opinberum
rekstri í heilbrigðiskerfinu en einka-
rekstri, samkvæmt könnun Félags-
vísindastofnunar HÍ fyrir BSRB og
Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í
félagsfræði við Háskóla Íslands.
Minnstur stuðningur við einka-
rekstur var hjá sjúkrahúsum, þar
vildi rúmt 81 prósent að slík starf-
semi yrði alfarið á vegum hins opin-
bera. Mestur stuðningur við einka-
rekstur var hjá sjúkraþjálfurum og
sálfræðingum. Varðandi einkastof-
ur sérfræðilækna á borð við Lækna-
stöðina Glæsibæ og Domus Medica
telja 42 prósent að slík starfsemi eigi
alfarið að vera á vegum hins opin-
bera, 10 á vegum einkaaðila eins og
staðan er í dag og 48 prósent að það
eigi að vera jafnt á milli hins opin-
bera og einkaaðila.
Rúnar segir að alveg hafi verið
sama hvaða rekstrareiningu var
spurt um, afstaða almennings hall-
aðist alltaf að opinberum rekstri.
„Við getum talað um ákveðið bil á
milli viðhorfa almennings og raun-
verulegs fyrirkomulags heilbrigðis-
þjónustunnar í dag,“ segir Rúnar.
Ragnar Freyr Ingvarsson, fram-
kvæmdastjóri Gigtarmiðstöðvar-
innar, segir einkarekinn stofurekst-
ur hafa verið starfræktan við góðan
orðstír í áratugi. „Þessi sjálfstæði
rekstur er mjög ódýr í samanburði
við kostnað við heimsókn á heilsu-
gæslu, göngudeildir Landspítala
eða borinn saman við sambærilega
starfsemi í Evrópu.
Af fimm vinsælustu heilsugæslu-
stöðvunum á Íslandi samkvæmt
þjónustukönnunum eru þrjár
einkareknar. Ég hef ekkert á móti
opinberum rekstri, alls ekki, ég
starfa einnig á Landspítalanum við
að byggja upp mikilvæga starfsemi.
Það sem við þurfum að átta okkur
á er að það þarf að vera samspil,
blanda af opinberum rekstri við
einkarekstur til að við skattgreið-
endur fái sem mest fyrir peningana
okkar,“ segir Ragnar Freyr.
„Það þarf að tala við fólkið sem
starfar á gólfinu. Það er alltaf talað
við fræðimenn, stjórnendur, for-
stjóra, yfirlækna og millistjórn-
endur, aldrei við fólkið sem raun-
verulega vinnur vinnuna.“
Gísli Páll Pálsson, formaður Sam-
taka fyrirtækja í velferðarþjónustu
og forstjóri Grundarheimilanna, er
ánægður með könnunina. Grundar-
heimilin og Hrafnista eru sjálfs-
eignarstofnanir, stofnuð í almanna-
þágu og rekin fyrir skattfé. „Við
flokkumst þar mitt á milli ríkis og
einkafyrirtækis, ég held að fólk sé
mjög sátt við að Grund, Hrafnista
og fleiri sjái um öldrunarþjónustu
á Íslandi, við höfum gert það síðan
1922,“ segir Gísli.
„Guð forði okkur frá því að ríkið
fari að reka hjúkrunarheimili. Ef þú
lítur á Vífilsstaði, sem eru reknir af
ríkinu, þá taka þeir 55 þúsund krón-
ur á dag á meðan við fáum rúmlega
30 þúsund krónur á dag. Og þar er
minni þjónusta en á hjúkrunar-
heimilum.“
Könnunin var gerð í mars, 842
svöruðu, svarhlutfall var 43 pró-
sent. ■
Meirihluti vill opinberan rekstur
Um 42 prósent landsmanna telja að hið opinbera eigi að reka einkastofur og læknamiðstöðvar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
0
20
40
60
80
100
42%
48%
10%
3% 4%
68%
29%
58%
38%
■ Fyrst og
fremst af hinu
opinbera
■ Jafnt af
einkaaðil-
um og hinu
opinbera
■ Fyrst og
fremst af
einkaaðilum
Einkastofur Heilsu-
gæslu-
stöðvar
Hjúkrunar-
heimili
✿ Spurt um afstöðu
adalheidur@frettabladid.is
DÓMSMÁL Tryggingafélagið Sjóvá-
Almennar ber fulla og óskipta
bótaskyldu vegna tjóns sem varð á
tveimur lögreglubifreiðum í aðgerð-
um lögreglu í júní 2018. Málið höfð-
aði ríkislögreglustjóri í því skyni að
eyða réttaróvissu um ábyrgð á tjóni
sem varð vegna eftirfarar og stöðv-
unar ökumanna sem ekki hlýða
fyrirmælum lögreglu.
Ríkislögreglustjóri telur að tjón á
lögreglubílum vegna slíkra aðgerða
eigi að bæta úr ábyrgðartryggingu
ökumanns en tryggingafélög hafa
hafnað bótaábyrgð á þeim grund-
velli að lögreglan hafi valdið tjóninu
af ásetningi.
Mál þessi hafa ratað f y rir
úrskurðarnefnd vátryggingar-
mála sem talið hefur að lögreglan
eigi sjálf að standa straum af þeim
kostnaði sem hlýst af hlutverki
hennar við að halda uppi lögum og
reglu.
Þessu er héraðsdómur ósammála,
sem kvað upp dóm í málinu í gær.
Tjónið á lögreglubílunum varð
þegar lögreglan freistaði þess að
stöðva för ökumanns sem var á
númerslausum bíl og virti ekki
stöðvunarmerki lögreglu. Hann
hafði ekið á allt að 140 kílómetra
hraða og gerst sekur um fjölda ann-
arra umferðarlagabrota.
Eftir töluverða eftirför var öðrum
lögreglubílnum komið fyrir sem
tálma við miðlínu vegarins fyrir
framan bílinn, sem ók beint inn í
hliðina á lögreglubílnum. Við það
hafnaði hin lögreglubifreiðin óhjá-
kvæmilega aftan á bílnum og við
þetta varð tjón á báðum lögreglu-
bílunum.
Í dómi héraðsdóms segir að lög-
reglu hafi verið fengnar ákveðnar
valdheimildir til að gegna því hlut-
verki að halda uppi lögum og reglu
og stöðva ólögmæta háttsemi. Lög-
reglu beri þó að beita valdheimild-
um sínum af meðalhófi.
Það var mat héraðsdóms að
aðgerðir lögreglunnar hefðu verið
í eðlilegu samhengi við tilefnið og
féllst hann á kröfu ríkislögreglu-
stjóra um viðurkenningu á fullri
og óskiptri bótaskyldu trygginga-
félagsins á grundvelli lögboðinnar
ábyrgðartryggingar. ■
Sjóvá dæmt til að borga tjón á lögreglubílum eftir ofsaakstur
Sjóvá ber fulla og óskipta bóta-
skyldu á tjóni sem varð á tveimur
lögreglubifreiðum í aðgerðum lög-
reglu í júní 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
birnadrofn@frettabladid.is
SAMFÉLAG Íslenska þjóðin mun
eldast á næstu þrjátíu árum sam-
kvæmt áætlun um langtímahorfur
í efnahagsmálum og opinberum
fjármálum sem fjármála- og efna-
hagsmálaráðherra birti í gær. Nú er
sjöundi hver landsmaður 65 ára eða
eldri, en árið 2050 verður fjórði hver
landsmaður á þeim aldri.
Á næstu 30 árum mun hægja á
fólksfjölgun á Íslandi, talið er að
landsmönnum fjölgi um 60 þús-
und. Síðustu þrjátíu ár hefur lands-
mönnum fjölgað um 110 þúsund.■
Þjóðin eldist á
næstu áratugum
Nú er sjöundi hver landsmaður 65
ára eða eldri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
birnadrofn@frettabladid.is
VESTFIRÐIR Efnt hefur verið til kosn-
ingar um nafn fyrir nýjan þjóðgarð
á Vestfjörðum á vegum Umhverfis-
stofnunar. Alls barst 21 tillaga .
Úr tillögunum voru valin fimm
nöfn sem helst þóttu koma til
greina. Þau voru: Vesturgarður,
Þjóðgarðurinn Gláma, Dynjandis-
þjóðgarður, Arnargarður og Vest-
fjarðaþjóðgarður. Hægt er að kjósa
um nafn þjóðgarðsins á ust.is. ■
Kosið um nafn á
nýjan þjóðgarð
4 Fréttir 27. maí 2021 FIMMTUDAGUR