Fréttablaðið - 27.05.2021, Side 8
Skotbyrgi og aðrar herminjar
hafa ekki náð hundrað ára
aldri og eru því ekki friðuð
mannvirki. Þeim hefur ekki
verið haldið við í þrjá aldar-
fjórðunga. Safnstjóri Borgar-
sögusafns telur rétt að hlífa
herminjum í skipulagsvinnu.
kristinnhaukur@frettabladid.is
SAMFÉLAG Skotbyrgjum frá her-
námsárunum og ýmsum öðrum
herminjum hefur lítið sem ekkert
verið haldið við í þrjá aldarfjórð-
unga. Eru sum illa farin og jafnvel
slysahætta af þeim. Minjarnar eru
f lestar í Öskjuhlíðinni og Vatns-
mýrinni, en einnig víðar í borgar-
landinu, svo sem við Elliðaárnar,
Seljahverfi, Engey og við Ægisíðuna.
Einnig á Seltjarnarnesi, Hafnarfirði
og víðar.
Herminjarnar falla utangarðs
þegar kemur að friðun því þær hafa
ekki náð hundrað ára aldri. Hefur
því til dæmis bröggunum verið
kerfisbundið útrýmt í Reykjavík og
aðeins örfáir standa eftir. Borgar-
sögusafn hefur skrásett þær her-
minjar sem standa í Reykjavík og
veitt ráðgjöf við skipulagsvinnu.
„Við höfum talað fyrir að þessar
minjar séu ekki rifnar þótt þær séu
ekki friðaðar,“ segir Guðbrandur
Benediktsson safnstjóri. Meðal
þeirra eru skotbyrgin í Breiðholtinu
sem fá hverfisvernd og verða ekki
rifin með nýju skipulagi hverfisins.
Þau byrgi eru þó illa farin og íbúar
hafa bent á að það sé af þeim slysa-
hætta. Á einu er þriggja metra steypt
þakplata nokkuð heilleg en hlaðnir
veggirnir eru mikið molnaðir.
Guðbrandur segir að ef herminjar
eru ekki fyrir ættu þær að fá að
standa eins og þær eru og helst að
merkja þær og ryðja að þeim veg. „Ef
hætta er á að minjar séu slysagildra
ætti að tilkynna það til borgarinn-
ar,“ segir hann.
Byrgjunum hefur ekkert verið
haldið við síðan í stríðslokum og
eðlilega hefur tíminn tekið sinn toll
af þeim. Eitt byrgi í Faxaskjóli var
fyllt með garðaúrgangi eftir stríðið
og árið 1975 fundust þar mannabein.
Í einu byrginu í Öskjuhlíð höfðu
nokkrir hjólabrettamenn steypt sér
ramp árið 2019.
Sá rampur var hins vegar tekinn
niður. „Þarna voru á ferðinni elju-
samir ungir menn og ég verð að
hrósa þeim fyrir framtakið, að bera
þangað sementspoka og hræra,“
segir Guðbrandur kíminn. „Það var
hálfgerð synd að þurfa að taka þetta
niður.“
Aðspurður um hvað safnið telji
réttast að gera segir Guðbrandur að
áherslan ætti að vera á þann stað
þar sem minjarnar eru f lestar og
þéttastar, það er Öskjuhlíðina. Þar
ætti að halda utan um og viðhalda
þessari sögu. Gildi annarra herminja
ætti að meta í hvert skipti við skipu-
lagsvinnu.
„Við höfum sett upp söguskilti í
Öskjuhlíð og verið með leiðsagnir
um svæðið sem reyndust mjög vin-
sælar,“ segir Guðbrandur. Þó að
minjarnar séu ekki orðnar hundrað
ára hafi þær menningarlegt gildi og
fólk hafi áhuga á þeim. ■
Slysahætta vegna skotbyrgja sem
ekki hefur verið haldið við í áratugi
Skotbyrgið við Gróttu er eitt af fjölmörgum óvernduðum herminjum á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Við höfum talað fyrir
að þessar minjar séu
ekki rifnar þó þær séu
ekki friðaðar
Guðbrandur
Benediktsson,
safnstjóri
Borgarsögu-
safnsins
námskeið
Skráning í síma
581 1281
"Crash course"
í júní
Einkatímar
2x í viku í 4 vikur
Skráning er hafin
www.gitarskoli.is
birnadrofn@frettabladid.is
KÍNA Kínverskur fjárhirðir, Zhu
Keming, bjargaði lífi sex maraþon-
hlaupara í norðausturhluta Kína
um liðna helgi. Óveður skall á í
miðju hlaupi og var hlé gert á hlaup-
inu er 172 hlauparar voru horfnir. 21
hlaupari lét lífið. BBC greinir frá.
Zhu leitaði skjóls í helli er óveðrið
skall á. Er hann sá hlaupara í vanda
leiddi hann hlauparann í hellinn,
kveikti eld og hlúði að honum.
Fimm hlauparar bættust við og er
Zhu fagnað sem hetju. Hann segist
aðeins vera „venjuleg manneskja
sem gerði venjulegan hlut“. ■
Fjárhirðir bjargar
sex hlaupurum
arib@frettabladid.is
COVID-19 Almannatengslafyrirtæki
tengd rússneskum stjórnvöldum
bjóða áhrifavöldum á samfélags-
miðlum í Evrópu mikið fé til að tor-
tryggja bóluefni Pfizer við Covid-19.
Breski fjölmiðillinn Independent
hefur eftir Leo Gasset, áhrifavaldi
með yfir milljón fylgjendur á You-
Tube, að almannatengslafyrirtækið
Fazze hafi boðið honum fé fyrir
myndband þar sem kæmi fram að
bóluefni Pfizer væri skaðlegt. Fleiri
áhrifavaldar segja sömu sögu.
Samkvæmt AP fréttaveitunni
bendir síða Fazze til að það sé í Rúss-
landi. Fyrir mánuði sökuðu Evr-
ópuþjóðir Rússa og Kínverja um að
grafa undan vestrænum bóluefnum
til að koma sínum eigin á markað. ■
Buðu fé fyrir að
tala illa um Pfizer
Bóluefni Pfizer hefur verið notað
hér á landi með góðum árangri.
Búnaður til lækninga sendur frá Tyrklandi til Indlands
Þessir menn unnu hörðum höndum þegar þeir tóku á móti búnaði til lækninga við COVID-19 sem sendur hafði verið til Nýju-Delí í Indlandi frá Ankara í Tyrk-
landi. Alls hafa verð greind yfir 27 milljón tilfelli af sjúkdómnum í Indlandi og yfir 315 þúsund manns hafa látið lífið þar vegna COVID-19. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
8 Fréttir 27. maí 2021 FIMMTUDAGUR