Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2021, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 27.05.2021, Qupperneq 10
18 Skattabreytingar 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 20 19 20 20 20 21 sa m ta ls n Lækkanir n Hækkanir 5 7 2 3 4 3 5 8 9 3 4 6 11 8 19 8 341 88 14 16 21 28 29 19 19 19 18 18 17 253 HEIMILD: VIÐSKIPTARÁÐ 1990 2000 2010 2020 Hlutfall háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði (%) n Í öðrum störfum n Í störfum háskólamenntaðra 2 3 7 11 9 12 22 27 HEIMILD: VIÐSKIPTARÁÐ Alþjóðageirinn hefur ein- ungis vaxið að meðaltali um 2,7 prósent á ári á tíu árum til ársins 2020. Hefði þurft að vaxa um tíu prósent. Það er ekki augljóst að við náum að byggja upp alþjóðageirann sem lykilstoð í hagkerfinu ef fram fer sem horfir. Þetta segir Sveinn Sölvason, formaður alþjóðahóps Viðskiptaráðs og fjármálastjóri Össurar, í samtali við Fréttablaðið. Alþjóðageirinn hefur einungis vaxið að meðaltali um 2,7 prósent á ári á tíu árum til ársins 2020. Ráð- gjafarfyrirtækið McKinsey benti á árið 2012 að vöxturinn yrði að vera tíu prósent á ári til að ná fram kröftugum hagvexti, að því er fram kemur í skýrslu Viðskiptaráðs sem alþjóðahópurinn stóð að, Hugsum stærra, Ísland í alþjóðasamkeppni. Rétt er að nefna að sprenging í ferðamennsku, sem hófst um það leyti sem McKinsey-skýrslan birt- ist, gerði það að verkum að mikill hagvöxtur varð hér á landi. Þegar McKinsey-skýrslan birtist var hag- kerfið í sárum eftir bankahrunið 2008. Undir alþjóðageirann falla hug- vitsdrifin fyrirtæki sem treysta ekki á náttúruauðlindir. Auðlinda- geirinn samanstendur af ferða- þjónustu, sjávarútvegi, stóriðju og landbúnaði en náttúruauðlindir setja starfsemi þeirra skorður. „Við sem þjóð þurfum að taka ák vörðun um að byg gja upp alþjóðageirann. Lönd eins og Dan- mörk og Finnland tóku þá ákvörð- un,“ segir Sveinn og nefnir að þau hafi framfylgt stefnunni með skyn- sömum hætti. Að hans sögn þarf að setja málið á oddinn. Það slái tóninn fyrir grunnstoðirnar svo alþjóðageir- inn fái blómstrað. „Við þurfum að hugsa málið heildstætt enda snertir það alls kyns málaf lokka,“ segir Sveinn. „Það þarf markmið sem sendir skýr skilaboð í gegnum allt kerfið um að hugsa út frá alþjóða- geiranum,“ segir hann. Fram kemur í skýrslunni að starfsumhverfi fyrirtækja á Íslandi hafi lengi verið sveipað óstöðug- leika, hvort sem litið sé til hagrænna þátta eða laga- og reglugerðarum- hverfis. Skortur á fyrirsjáanleika í starfsumhverfi fyrirtækja geti haft fjölmargar neikvæðar afleiðingar í för með sér, til að mynda fælandi áhrif á erlenda fjárfesta. Athygli vekur að skattar hafa hækkað 253 sinnum frá árinu 2008 til 2021 en einungis lækkað 88 sinnum á sama tíma, að því er Við- skiptaráð bendir á. Eins hafa laun Þurfum að setja alþjóðageirann á oddinn Helgi Vífill Júlíusson helgivifill @frettabladid.is Þörf á sjálfstæðu regluráði Þörf er á sjálfstæðu regluráði á Íslandi sem metur afleiðingar löggjafar, segir í skýrslu Við- skiptaráðs, og hætta þarf inn- leiðingu EES-regluverks með óþarflega íþyngjandi hætti. Í nágrannalöndum Íslands eru starfrækt svonefnd reglu- ráð (e. Better regulation com- mittee) sem njóta sjálfstæðis frá stjórnvöldum og greina áhrif lagafrumvarpa fyrir- fram en með stofnun slíks ráðs hérlendis dregur úr líkum á því að óþarflega íþyngjandi reglur verði að veruleika. Slíkt ráð gæti gefið út skýrslur sem stjórnvöld þyrftu að bregðast við. „Greining á af leiðingum reglusetningar er nauðsynleg svo markmiðum stjórnvalda um einföldun regluverks náist og óhóf legar kvaðir séu ekki innleiddar sem skerða mögu- leika íslenskra fyrirtækja til að keppa á alþjóðagrundvelli þar sem fyrirtæki í helstu við- skiptalöndum okkar þurfa ekki að lúta slíkum óþarflega íþyngjandi kvöðum,“ segir í skýrslunni. EES-reglugerðum sé ætlað að samræma reglu- verk. Séríslenskar kvaðir við innleiðingu vinna gegn því markmiði. Með auknum fjölda þeirra er hætt við því að Íslendingar sitji uppi með ósamkeppnis- hæft regluverk. Þá er mikil- vægt að Ísland innleiði EES- reglur tímanlega. Dráttur á innleiðingu þeirra getur verið bagalegur fyrir þá sem vinna á alþjóðlegum mörkuðum, segja skýrsluhöfundar. ■ Fjölga þarf útskrifuðum úr tæknigreinum Til að stuðla að uppbyggingu fyrirtækja í hugvitsdrifinni starfsemi þarf að fjölga útskrif- uðum nemendum úr tæknigreinum. Í skýrslunni segir að hlutfall nemenda sem útskrifist úr svokölluðum STEM-fögum (vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði) sé einn mæli- kvarði á samkeppnishæfni ríkja. Því sé mikið áhyggjuefni að Ísland standi illa að vígi hvað þetta varðar. Draga þurfi úr miðstýringu og auka sveigjanleika skóla til að mæta betur þörfum nem- enda. Jafnframt þurfi að gefa kennurum frjálsari hendur til að móta námskrá og kennslu út frá almennum grunnviðmiðum. Það hafi skilað góðum árangri í Finnlandi sem útskrifi f lesta STEM-menntaða á meðal Norðurlanda. ■ hækkað tíu sinnum á undanförnum ellefu árum umfram svigrúm. Að meðaltali er hækkunin meira en tveimur prósentum umfram getu hagkerfisins. „Ef fram fer sem horfir mun eitthvað láta undan með meira atvinnuleysi eða verðbólgu en nú er,“ segir í skýrslunni. Verkalýðshreyfingin tók þátt í samráðsvettvangi þar sem reynt var að bæta fyrirkomulag kjara- samninga. Reynt var að skapa sátt um forsendur kjarasamninga út frá samkeppnisstöðu, framleiðni og verðstöðugleika. Sú vinna hófst en síðan hafa orðið vatnaskil og við blasir hörð andstaða verkalýðs- hreyfingarinnar við slíkar breyt- ingar, segja skýrsluhöfundar. Stöðugt gengi er mikilvæg for- senda þess að tryggja alþjóðageir- anum tækifæri til vaxtar. Í skýrsl- unni segir að líkt og í ýmsu öðru er varði hagstjórn hafi það þróast til betri vegar síðustu ár sem birt- ist í óvenjulitlum gengissveif lum samhliða yfirstandi kreppu. Það megi meðal annars þakka minni verðbólguvæntingum, viðskipta- afgangi, stórbættri eignastöðu þjóðarbúsins og miklum gjald- eyrisforða. Aukinheldur er vakin athygli á því í skýrslunni að skattheimta á Íslandi sé næsthæst á meðal OECD- ríkja og að skattkerfið sé í ofanálag óskilvirkt. Það sé áhyggjuefni í ljósi þess að skattkerfið hafi afgerandi áhrif á samkeppnishæfni og lífs- kjör landsmanna. Skattheimta sé meðal helstu atriða sem alþjóðleg og innlend fyrirtæki horfi til við staðsetningu ólíkra hluta starfsemi. Tækifæri séu til staðar til að auka skilvirkni og hvata til verðmæta- sköpunar til dæmis með því að gefa fyrirtækjum meira svigrúm til að flýta afskriftum og minnka umfang skattbyrði. Fram kemur í skýrslunni að það sé áhyggjuefni ef stuðningur við nýsköpun með skattaafsláttum minnki á næstu árum, einkum í ljósi þess að stuðningur íslenska ríkisins til rannsókna og þróunar sé almennt lítill í norrænum saman- burði. En sterk staða hvað varðar rannsóknir og þróun sé forsenda þess að hægt sé að byggja upp fyrir- tæki í alþjóðageiranum. ■ Lítill stuðningur er á Íslandi við nýsköpun miðað við hin Norðurlöndin. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Við sem þjóð þurfum að taka ákvörðun um að byggja upp alþjóða- geirann. Sveinn Sölva- son, formaður alþjóðahóps Viðskiptaráðs og fjármála- stjóri Össurar. MARKAÐURINN 27. maí 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.