Fréttablaðið - 27.05.2021, Side 11

Fréttablaðið - 27.05.2021, Side 11
Langþráð Menningarnótt Þann 21. ágúst næstkomandi höldum við langþráða Menningarnótt hátíðlega í Reykjavík. Við óskum eftir skemmtilegum og fjölbreyttum hugmyndum frá listafólki, íbúum, félagasamtökum, rekstraraðilum og öllum öðrum sem hafa áhuga á að lífga upp á borgina á Menningarnótt. Góðum hugmyndum verða veittir styrkir á bilinu 100.000-500.000 kr. úr Menningarnæturpottinum. Umsóknarfrestur er til 18. júní. Menningarnætur- potturinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Landsbankans sem hefur verið máttarstólpi hátíðarinnar frá upphafi. Sæktu um á menningarnott.is Menningarnótt fer fram með fyrirvara um breytingar vegna sóttvarna. hordur@frettabladid.is Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Skinney-Þinganes var rekið með um 833 milljóna króna tapi á síðasta ári borið saman við rúmlega milljarð króna hagnaði á árinu 2019. Tekjur félagsins jukust hins vegar um nærri 1.200 milljónir á milli ára og námu 11,69 milljörðum. Aukna veltu má einkum rekja til gengis- veikingar krónunnar og aukinnar afkastagetu félagsins í bæði veiðum og vinnslu á bolfiski, að því er fram kemur í skýrslu stjórnar í nýbirtum ársreikningi Skinneyjar-Þinganess. Það sem skýrir tap samstæðunnar, sem er með höfuðstöðvar á Höfn í Hornafirði, er neikvæður gengis- munur upp á 2,4 milljarða og 470 milljóna sölutap þegar búrekstur og tengdar eignir Selbakka ehf. var selt til Flateyjarbúsins í árslok 2020. Heildareignir Skinneyjar-Þinga- ness, sem er á meðal stærri útgerðar- fyrirtækja landsins, nema ríflega 41 milljarði króna. Þar munar mestu um aflaheimildir félagsins sem voru bókfærðar á 27 milljarða í lok síðasta árs. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er um 30 prósent. Langtímaskuldir við lánastofnanir stóðu í 16,3 milljörðum en í ársbyrj- un voru lán að fjárhæð 6,5 milljarðar, sem voru á gjalddaga síðar á árinu, endurfjármögnuð. Í skýrslu stjórnar segir að Skinney- Þinganes hafi haldið áfram að auka við sig í hlutafé í fiskeldisfyrirtækinu Löxum. Eignarhlutur Skinneyjar- Þinganess í Löxum er bókfærður á 1.050 milljónir í árslok 2020. Stærstu hluthafar fyrirtækisins eru Ingvaldur Ásgeirsson, Gunnar Ásgeirsson, Ingólfur Ásgrímsson og Birgir Sigurðsson, með samanlagt um 70 prósenta beinan og óbeinan eignarhlut. ■ Skinney-Þinganes tapaði yfir 830 milljónum í fyrra 27 Aflaheimildir útgerðar- félagsins eru bókfærð- ar á 27 milljarða króna í árslok 2020. hordur@frettabladid.is Ný útlán bankanna, umfram upp- og umframgreiðslur, til atvinnu- fyrirtækja námu um 10 milljörðum í aprílmánuði. Þetta er sjötti mán- uðurinn í röð sem hrein ný lán til fyrirtækja eru að vaxa en frá því í desember nemur útlánaaukningin meira en 40 milljörðum króna. Þetta má lesa út úr nýjum hag- tölum Seðlabankans um banka- kerfið, sem birtust í fyrradag, en til samanburðar voru ný útlán bankanna til atvinnulífsins aðeins um 8 milljarðar á öllu árinu 2020. Mestu munaði um aukin útlán til fyrirtækja í þjónustu í síðasta mánuði, sem jukust um tæplega 11 milljarða, en auk þess til fyrirtækja í samgöngum og flutningum. Samtals námu ný útlán banka- kerfisins í liðnum mánuði tæplega 55 milljörðum króna. Á sama tíma og verðtryggð lán voru greidd upp fyrir um 13 milljarða var útlána- aukningin í óverðtryggðum lánum nærri 63 milljarðar króna og hefur aldrei verið meiri í einum mánuði. Þar af námu hrein, ný óverðtryggð lán til heimilanna 38 milljörðum en þau voru að langstærstum hluta, eða sem nemur 30 milljörðum, á breyti- legum vaxtakjörum. Frá áramótum hafa ný óverð- tryggð lán til heimilanna, með veði í fasteign, vaxið um rúmlega 135 milljarða króna. ■ Lánað 40 milljarða til fyrirtækja frá því í desember Bankarnir juku útlán sín til fyrirtækja um 10 milljarða í apríl. 38 Hrein, ný óverðtryggð lán bankanna til heimila námu 38 millj- örðum í aprílmánuði, en langstærstur hluti þeirra var á breyti- legum vaxtakjörum. Markaðurinn 11FIMMTUDAGUR 27. maí 2021

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.