Fréttablaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 16
Forvarnir og fræðsla um lýðheilsu
allra aldurshópa hefur verið fyrir-
ferðarmikil síðustu árin. Við lifum
á upplýsingatímum þar sem flest
er rannsakað og tækninni f leytir
fram. Forvarnir geta verið ýmiss
konar; jafnt í félagslegu skyni sem
og heilsufarslegu.
Ég tel að hér á landi getum við lagt
enn meiri áherslu á forvarnir, því
þær bæði bæta lífsgæði og líðan ein-
staklinga en geta einnig haft mikla
efnahagslega þýðingu. Með mark-
vissu forvarnarstarfi munu útgjöld
til ýmissa félagslegra og heilbrigðis-
tengdra viðfangsefna lækka hjá hinu
opinbera.
Hafnarfjarðarbæ er mjög umhug-
að um forvarnir og hefur tekið
ákveðna forystu á því sviði. Sem
dæmi um þau verkefni má nefna
Hafnarfjarðarmódelið, ,,BRÚNA“
og heilsueflingu eldri borgara.
Hafnarf jarðarmódelið í for-
vörnum barna og ungmenna er
óformlegt heiti á því að bæjarfélagið
leggur mikla áherslu á að börn og
ungmenni stundi íþróttir og tóm-
stundir. Hafnarfjarðarbær var fyrsta
sveitarfélagið til að veita börnum
frístundastyrk og flest sveitarfélög
hafa síðan fylgt því fordæmi. Rann-
sóknir hafa sýnt það og það hefur
einnig sannað sig að ef börn eru í
íþróttum eða öðru skipulögðu tóm-
stundastarfi þá eru þau líklegri til
að fresta því að neyta áfengis, reykja
eða nota vímuefni og það hefur áhrif
á félagslega, andlega og líkamlega
líðan þeirra.
,,BRÚIN“ (Barn, ráðgjöf, úrræði)
er verkefni um snemmtæka íhlutun
í málefnum barna sem Hafnar-
fjarðarbær hóf haustið 2018. Mark-
miðið er að grípa snemma inn í erf-
iðar aðstæður barna og samþætta
þjónustu bæjarins börnum og fjöl-
skyldum þeirra til heilla. Þar vinnur
félagsþjónusta bæjarins og mennta-
sviðið saman með ákveðnum hætti.
Með þessu breytta verklagi er
hægt að koma í veg fyrir að félags-
leg vandamál barna verði þyngri
og erfiðari viðureignar sem kalla
myndi annars á frekari þjónustu á
vegum bæjarins.
,,Fjölþætt heilsuef ling 65 plús“
– leið að farsælum efri árum undir
handleiðslu Janusar heilsueflingar,
hefur verið í boði fyrir eldri borgara
í bænum frá árinu 2016 og er liður
í heilsustefnu Hafnarfjarðar. Hjá
Janusi heilsuef lingu stunda ein-
staklingar styrktarþjálfun undir
handleiðslu þjálfara, fylgst er með
árangri af æfingunum með reglu-
legum mælingum og einnig eru
ýmis fræðsluerindi um almennt
heilbrigði. Hafnarfjarðarbær býður
einnig upp á frístundastyrk fyrir 67
ára og eldri. Það hefur verið sannað
að heilsuefling eldri borgara eykur
lífsgæði þeirra og lengir tímann í
sjálfstæðri búsetu. Kostnaður rík-
isins við rekstur á einu hjúkrunar-
rými er 15 milljónir á ári. Það hafa
500 einstaklingar farið í gegnum
heilsueflingarprógrammið í Hafn-
arfirði síðan það hófst. Ef við gefum
okkur að við höfum náð að lengja
tíma þeirra allra um eitt ár heima þá
hefur ríkið sparað 7,5 milljarða. Ein-
staklingar sem eru eldri en 65 ára á
Íslandi í dag eru 54 þúsund og þeim
hefur fjölgað um 40% á síðustu 10
árum. Heilbrigðiskerfið getur ekki
staðið undir þessari fjölgun og því er
mikilvægara en nokkurn tíma fyrr
að setja aukið fjármagn í heilsu-
eflingu eldri borgara því það hefur
mikinn fjárhagslegan ávinning –
svo ekki sé minnst á að einstakling-
unum líður betur og eru virkari.
Við getum lært margt af Hafnar-
firði og því góða starfi sem hefur
verið unnið í forvörnum þvert á
aldurshópa til að draga úr félags-
legum og heilsufarstengdum vanda-
málum. Sjálfstæðisflokkurinn á að
vera leiðandi í málefnum forvarna
og lýðheilsu. Það hefur sannað sig
í Hafnarfirði að með forvörnum
spörum við pening til framtíðar.
Mörg tækifæri eru til samstarfs
hins opinbera og einkaaðila í þeim
efnum.
Horfum til framtíðar með aukn-
um forvörnum og spörum þannig
fjármuni ríkisins. n
Forvarnir fyrir framtíðina
Guðbjörg Oddný
Jónasdóttir
varabæjarfulltrúi
í Hafnarfirði og
frambjóðandi í
prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins
í Suðvesturkjör-
dæmi.
Næst á eftir því að dæma mál eftir
lögum og virða réttindi borgar-
anna er líklega fátt mikilvægara
fyrir dómara í starfi en að kunna að
taka gagnrýni á störf dómstólanna.
Í ljósi hlutverks dómstóla er eðli-
legt að samfélagið geri ríkar kröfur
til starfa þeirra og að þær kröfur
birtist í opinberri gagnrýni eftir
því sem tilefni gefst til.
Í vikunni sem leið hefur þessi
gagnrýni einkum beinst að þátt-
töku dómara í kennslu og rann-
sóknum við íslenska háskóla og
hugsanlegum áhrifum þess á fræði-
lega umræðu um störf dómstól-
anna. Það er auðvitað áhyggjuefni
ef talið er að dómarar sem sinna
kennslu og rannsóknum í auka-
starfi hafi slík ítök í lagadeildum
að það fæli starfsfólk frá því að
halda uppi málefnalegri umræðu
um störf dómstóla. Fyrir óinnvígða
getur þó verið erfitt að greina í
hverju þessi ítök felast.
Við umf jöllun um aukastörf
dómara er brýnt að hafa í huga
að enginn hópur einstaklinga á
íslenskum vinnumarkaði býr við
eins strangar takmarkanir á því að
taka að sér aukastörf og dómarar.
Dómarar geta ekki tekið að sér slík
störf nema af la fyrirfram leyfis
eftirlitsnefndar um dómarastörf.
Sú nefnd hefur að vísu veitt þá
undanþágu að slíkt leyfi þurfi ekki
til kennslustarfa í takmörkuðum
mæli. Dómara er aftur á móti skylt
að tilkynna um kennslustörf til
nefndarinnar áður en hann tekur
við þeim. Auk þess hefur nefndin
eftirlit með því hvort aukastarfið
leiði af sér hættu á að dómarinn
geti ekki sinnt dómarastarfinu sínu
sem skyldi. Reynslan hefur sýnt að
eftirlitsnefndin hefur þar síður en
svo setið með hendur í skauti. Þvert
á móti hefur hún óhikað haft frum-
kvæði að því að afla upplýsinga frá
dómurum þegar hún telur hættu
á því að viðkomandi hafi færst of
mikið í fang.
Ef horft er til alþjóðlegs saman-
burðar þá lúta íslenskir dómarar
nú einum ströngustu reglum í Evr-
ópu um aukastörf og skráningu
hagsmuna, meðal annars talsvert
strangari reglum en starfssystkini
þeirra í Danmörku og Noregi þar
sem um margt er byggt á sams
konar sjónarmiðum í réttarfari og
hérlendis.
Af opinberum upplýsingum
að dæma gegna nú um tíu af 62
sk ipuðum dómurum landsins
föstum aukastörfum við laga-
deildir háskólanna. Þar af gegna
þrír ótímabundnum hlutastöðum
sem þeir sinna að aukastarfi með-
fram dómstörfum. Tveir eru í
hlutastöðum sem renna út nú í
sumar og tengjast starfslokum
þeirra við Lagadeild Háskóla
Íslands í lok nóvember sl. Aðrir
sinna aðeins kennslu eða fræði-
legum rannsóknum á grundvelli
tímabundinna samninga, sem
aðjunktar eða gestakennarar, sem
ekki fylgja launagreiðslur nema að
því leyti sem þeir taka að sér tilfall-
andi kennslu, líkt og hefðbundnir
stundakennarar.
Það er auðvitað viðbúið og eðli-
legt að einhverjum þyki hér nóg
um. Hins vegar má ekki gleyma að
vinnuframlag dómara til þessara
aukastarfa sætir sjálfstæðu og virku
eftirliti. Á meðan svo er má hugsan-
lega láta sig dreyma um að dag einn
verði íslenskum dómurum helst
fundið það til foráttu að þau sinni
hóflegum kennslu- og rannsókna-
störfum á sviði lögfræði. Líklega er
þó óþarfi að hafa áhyggjur af því á
næstunni. n
Aukastörf dómara
Kjartan Bjarni
Björgvinsson
formaður Dóm-
arafélags Íslands.
Ef horft er til alþjóð-
legs samanburðar þá
lúta íslenskir dómarar
nú einum ströngustu
reglum í Evrópu um
aukastörf og skráningu
hagsmuna, meðal annars
talsvert strangari reglum
en starfssystkini þeirra í
Danmörku og Noregi þar
sem um margt er byggt
á sams konar sjónar-
miðum í réttarfari og
hérlendis.
Hafnarfjarðarbær var
fyrsta sveitarfélagið til að
veita börnum frístunda-
styrk og flest sveitarfélög
hafa síðan fylgt því for-
dæmi.
Til þess að komast inn á vinnumark-
að framtíðar þarf að ganga áfram,
út úr nútímanum. Undirrituð hefur
heyrt orðróm um að með hækkandi
aldri verði erfiðara að finna pláss
fyrir konur á besta aldri, í síbreyti-
legum störfum. Í nýlegum atvinnu-
missi bárust mörg vinaleg skilaboð
með sama innihaldi: Þú ert á besta
aldri og jafnar þig á þessu.
En hvað er það að vera á besta
aldri? Persónulega var minn besti
aldur á sextánda ári og neita ég því
að vinnumarkaður framtíðarinn-
ar ætli sér að fara að þekkja okkar
besta tíma, það er engin til þess
betur búin en við sjálfar.
Stjórnendur þurfa að hætta að
einblína á lífaldur starfsmanna
og einblína mun fremur á vilja og
áhuga eldra fólks til þess að vinna.
Þannig er stuðlað að fjölbreyttara
atvinnuumhverfi þar sem allur
aldur, kyn og kynþættir mætast,
með ólíka sýn og upplifun.
Við búum vel hérlendis, en ekki
nógu vel út frá samsetningu ólíkra
hópa, enda okkar samfélag rótgróið
og barnauppeldi oft eftir bókinni.
Í frjálsu og fjölbreyttu samfélagi
er best að búa, við göngum best
áfram í sameiningu, því saman
erum við sterkari. Þess vegna
hlakka ég til þess að eldast og eiga
sama erindi á vinnumarkað nú sem
og seinna. Ég veit nefnilega að minn
besti aldur á eftir að koma. n
Ég er á besta aldri
Katrín Kristjana
Hjartardóttir
stjórnmála-
fræðingur og
frambjóðandi til
stjórnar FKA
Stjórnendur þurfa að
hætta að einblína á líf-
aldur starfsmanna og
einblína mun fremur á
vilja og áhuga eldra fólks
til þess að vinna. Hverju mannsbarni er kunnugt að
úr innsta valdahring Sjálfstæðis-
f lokks, Framsóknarflokks, Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs
og Miðflokks (sem er reyndar söfn-
uður fremur en stjórnmálaflokkur)
liggja gagnvegir til íslenzka útgerð-
arauðvaldsins. Það auðvald hefur
slíkt steinbítstak á þessum stjórn-
málasamtökum að ókleift virðist
vera enn sem fyrr að festa með
skýrum orðum í stjórnarskrá þá
ályktun alls þorra landsmanna að
íslenzka fiskveiðilögsagan sé annað
og meira en gjöf úr guðs hendi til
Samherja og þeirra hinna, gjöf sem
gangi síðan að erfðum frá kyni til
kyns, ef því er að skipta.
Græðgi útgerðarauðvaldsins er
hemjulaus. Leigugjald af fiskveiði-
auðlind þjóðarinnar er fyrir þeim
óréttlátur, ef ekki lagalaus skattur.
Veiðikóngarnir segja það ef til vill
ekki bláköldum orðum, „en maður
heyrir andardráttinn“ eins og þar
stendur. Og þeim verður aldrei
gert til geðs fyrr en þeir fá að nýta
fiskveiðilögsögu Íslands endur-
gjaldslaust að fullu; og ekki með
loðmullulegri heimild, heldur
samkvæmt sjálfri stjórnarskrá
landsins.
Hliðstæðu þess, þó vitaskuld
að breyttu breytanda, er að finna
sunnar í álfu: þegar gríska hagkerf-
ið fór á hvolf um 2010, mest fyrir
ýmiss konar sviksemi og hróplegan
ójöfnuð heima fyrir um áratugi, og
þrælsnúnir samningafundir tóku
við í því skyni að treysta grískan
efnahag með öllum tiltækum
aðferðum, þá vörpuðu fulltrúar
lánardrottna dag nokkurn fram
spurningu til grískra stjórnvalda.
Hún hljóðaði nokkurn veginn
svona: „Væri ekki ráð að skattleggja
skipakóngana?“ Spurningin vísaði
til þess að einn allra stærsti farm-
skipaf loti heims var og er í eigu
grískra auðjöfra (muna menn eftir
milljarðamæringunum og svilun-
um Aristoteles Onassis og Stavros
Niarchos, svo tveir séu nefndir?).
Þegar áðurgreind spurning f laug
fyrir var Alexis Tsipras orðinn for-
sætisráðherra Grikklands (gegndi
embættinu 2015-19), róttækur
jafnaðarmaður. Hann tók spurn-
ingunni vel að vonum og kvaðst
mundu athuga málið. Síðan þá
hefur litlum sögum farið af þeirri
athugun svo greinarhöfundur viti.
En hvers vegna var þessi spurn-
ing borin upp í miðri skuldakreppu
grísku þjóðarinnar? Jú, vegna þess
að auðjöfrar þeirrar þjóðar, skipa-
kóngarnir, höfðu komið ár sinni
svo vel fyrir borð að samkvæmt
stjórnarskrá landsins bar þeim
ekki að greiða skatt!
Sannið til: íslenzku veiðikóng-
arnir láta sig aldrei fyrr en þeir
hafa að sínu leyti náð fram sömu
fríðindum og grísku skipakóng-
arnir. Og þegar orðalag íslenzku
stjórnarsk rárinnar um f isk irí
verður komið í það horf sem þeim
líkar og ríkiskassinn tæmist næst,
þá spyr kaupmaðurinn á horninu
í mesta sakleysi: „Er ekki einhver
leið til að innheimta auðlinda-
gjaldið sáluga?“ n
Sækonungar
Hannes
Pétursson
rithöfundur
Græðgi útgerðarauð-
valdsins er hemjulaus.
Leigugjald af fiskveiði-
auðlind þjóðarinnar er
fyrir þeim óréttlátur, ef
ekki lagalaus skattur.
16 Skoðun 27. maí 2021 FIMMTUDAGUR