Fréttablaðið - 27.05.2021, Page 28
Það er ekki amalegt að liggja í róleg-
heitum á Balí. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Fyrir þá sem dreymir um að
komast um heimsins höf og gista á
lúxushótelum er ótrúlega gaman
að fylgjast með theluxurytravel
expert.combloggi og Youtube
myndböndum. Í þáttunum dvelur
höfundur síðunnar á glæsilegum
hótelum um víða veröld og leyfir
áhorfendum að skyggnast inn í
veröld sem fæstir hafa upplifað.
Hægt er að lesa um ferðir hans á
blogginu.
Höfundurinn sem nafngreinir
sig ekki er með sérstaka ástríðu
fyrir ferðalögum og starfi sínu,
en hann er læknir. Hann byggir
síðuna á eigin ferðalögum og gætir
sín að segja rétt og satt frá því sem
hann upplifir. Læknirinn hefur
verið á stöðugum ferðalögum um
heiminn í 20 ár og byggir síðuna á
langri reynslu sinni.
Á síðunni er hægt að nálgast
ýmis góð ráð og leiðbeiningar um
bæði frábær hótel, f lug og f leira
nytsamlegt. Á hverjum laugar
degi setur hann inn nýtt You
tubemyndband. Læknirinn lætur
ekkert stöðva sig, hvorki Covid19
né annað. Hann er einnig með
Instagramsíðu þar sem hann er
með yfir eitt hundrað þúsund
fylgjendur.
Þeir sem gerast áskrifendur að
blogginu fá ýmis tilboð og frétta
bréf um ferðalög. n
Ferðast í lúxus um alla veröld
Brian Chesky, forstjóri og meðstofn-
andi Airbnb. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Airbnb er nú að kynna ýmsar
breytingar á starfsemi sinni sem
Brian Chesky, forstjóri og með
stofnandi Airbnb, segir að búi það
undir nýtt tímabil í millilanda
ferðalögum.
Chesky telur að fólk sé sífellt
að verða sveigjanlegra og minna
bundið. Hann segir að fólk hafi
áttað sig á að það þurfi ekki að búa
í borg og vera svona nálægt öðrum
og geti nú búið, unnið og ferðast
víðar. Hann segir að þetta valdi því
að fólk ferðist hvenær sem er og
mun meira en áður.
Hann segir að ferðalög verði
aldrei eins og þau voru árið 2019
og ferðalög og búseta eigi eftir
að blandast saman í auknum
mæli, fólk fari að leigja húsnæði í
skemmri tíma í einu og lifa meira
flakkaralífi. Hann telur líka að
ein af stærstu breytingunum sem
séu í vændum sé að ferðalög vegna
vinnu minnki.
Hann telur að þrjár meginbreyt
ingar verði ráðandi löngu eftir
faraldurinn; að fólk ferðist meira
til yndisauka og minna vegna
vinnu, að fleiri ferðamenn leiti til
minna þekktra áfangastaða og að
ferðamenn fái meiri áhuga á ferða
lögum sem hafa þýðingu, frekar
en túristastöðum. Chesky segir að
þetta séu stærstu breytingarnar á
ferðalögum frá heimsstyrjöldinni
síðari. n
Airbnb spáir
þáttaskilum
í ferðalögum
595 1000 . heimsferdir.isBókaðu þína ferð á
– fáðu meira út úr fríinu
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th
. a
ð v
er
ð g
etu
r b
re
yst
án
fy
rir
va
r
Áfangastaður Önnur leið Báðar leiðir
Alicante Frá 14.900 Frá 39.800
Malaga Costa del Sol Frá 14.900 Frá 39.900
Las Palmas Gran Canaria Frá 39.950 Frá 77.900
Chania Krít Frá 38.950 Frá 73.900
Lissabon Frá 39.950 Frá 79.900
Ljubljana Frá 37.050 Frá 74.100
Porto Frá 37.450 Frá 74.900
Róm Frá 44.950 Frá 89.900
Tenerife Frá 16.900 Frá 36.800
Verona Frá 19.950 Frá 39.900
á vit ævintýranna
Fljúgum
Það er ekki að ástæðulausu að L’arc
de triomphe í París sé svona vinsælt
kennileiti. Sigurboginn er einfald-
lega gullfallegur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY.
Setningar eins og „Ekki falla í
túristagildruna“ eða „Besta leiðin
til að ferðast er að ferðast eins og
heimamaður“ hljóma víða þegar
fólk ætlar til útlanda. En þegar
upp er staðið; hvað gerir heima
maður í sinni eigin borg? Hvað
gerum við Íslendingar til dæmis
dagsdaglega? Viltu í alvöru ferðast
þúsundir kílómetra til þess eins að
horfa á sjónvarpið, fá þér Subway
í kvöldmat og eyða löngum
stundum á Instagram og Twitter?
Heimamenn njóta þess sjaldan
líkt og ferðamenn að vafra um á
þúsund ára gömlum steinilögðum
strætum, skoða kirkjur og liggja á
ströndinni og borða kirsuber.
Því loksins þegar við getum
klætt okkur í kargóbuxurnar sem
má renna í stuttar, prýtt okkur
með sjúskuðum sólhatti og smellt
af hundruðum sjálfsmynda fyrir
framan Eiffelturninn, ættum við
að njóta þess að vera bara jafn
miklir túristar og okkur lystir. n
Láttu þig falla
í gildruna
8 kynningarblað 27. maí 2021 FIMMTUDAGURUTANLANDSFERÐIR