Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2021, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 27.05.2021, Qupperneq 30
Kim Gordon, bassaleikari hljómsveitarinnar Sonic Youth, er sennilega ein svalasta og áhrifamesta tón- listarkona rokksögunnar. hjordiserna@frettabladid.is Kim Althea Gordon er fædd 28. apríl árið 1953 í New York, en ólst upp í Los Angeles frá fimm ára aldri þar sem faðir hennar var prófessor í Kaliforníuháskóla, eða UCLA. Á námsárunum bjó Gordon um skeið í Toronto í Kanada en eftir að kanadíski veturinn skall á með fullum þunga ákvað Gordon að snúa aftur til Los Angeles þar sem hún hóf listnám við Otis-lista- háskólann. Samhliða náminu vann hún á indverskum veitinga- stað og fyrir listaverkasalann Larry Gagosian. Frjálslegur níhilismi Eftir útskrift f lutti Gordon til New York í von um að geta fundið sér atvinnu sem listakona. Hún vann þar við ýmis störf, eins og að skrifa fyrir tímaritið Artforum, endur- gera íbúðir vina sinna og árið 1981 hafði hún umsjón með sýningu í White Columns-listasafninu. Sama ár fékk hún áhuga á svo- kölluðum „no-wave“ hljómsveit- um sem voru eins konar andsvar framúrstefnulegra listamanna við pönkinu og nýbylgjunni sem réð ríkjum á þeim tíma. Gordon, sem þá var 27 ára gömul og hafði aldrei spilað á hljóðfæri, lýsti tónlistinni sem expressjónískri og níhilískri, og hugsaði með sér að þetta væri eitthvað sem hún gæti gert. Ekki leið á löngu þar til hún gekk til liðs við sína fyrstu hljómsveit, hina stuttlífu CKM, en það var í gegnum hana sem hún kynntist þeim Lee Ranaldo og Thurston Moore. Gordon og Moore urðu fljótt par og þau ásamt Ranaldo stofnuðu hljómsveitina Sonic Youth. Þar með voru drögin lögð að einni áhrifamestu hljómsveit tónlistarsögunnar. Fyrsta plata sveitarinnar sem var ónefnd kom út árið 1982 og á eftir fylgdu Confusion is Sex árið 1983 og Bad Moon Rising árið 1985. Árið 1986 kom síðan út platan EVOL, ári seinna platan Sister og árið 1988 kom út meistaraverkið Daydream Nation. Árið 1990 kom út platan Goo og næstu 19 árin gaf sveitin út níu plötur til viðbótar. Sársaukafull endalok Samband Gordon og Moore var lengi vel talið eitt farsælasta hjónaband rokksögunnar, en þau giftu sig árið 1984 og eignuðust dótturina Coco tíu árum síðar. Aðdáendum sveitarinnar var því brugðið þegar fréttir af skilnaði bárust í október 2011 en parið hafði þá verið gift í 27 ár. Í ljós kom að Moore hafði um árabil staðið í framhjáhaldi með aðdáanda sveitarinnar sem Gordon hafði kynnt hann fyrir árið 2005. Í kjöl- farið lagði sveitin upp laupana eftir 30 ára samstarf. Gordon hefur alla tíð vakið athygli fyrir sviðsframkomu sína og útlit en hún þykir eitursvöl, yfirveguð og sjálfsörugg. Sjálf hefur hún þó greint frá því að hún hafi glímt við óöryggi gagnvart ímynd sinni og hlutverki í Sonic Youth. Gordon var oft í stuttum kjólum á sviði eða einfaldlega stuttermabol og öðrum afslöpp- uðum fatnaði. Hér eru nokkrar myndir af þessari stórmerkilegu konu sem kölluð hefur verið „Guð- móðir gruggsins“.. ■ Goðsagnakennd guðmóðir gruggsins FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við: Jóhann Waage Markaðsfulltúi Fréttablaðsins johannwaage@frettabladid.is eða 550-5656 FERÐALÖG INNANLANDS Föstud ginn 4. júní gefur Fréttablaðið út stórt og f ott Ferðaþema. Nú er það undir okkur komið að halda hjólum ferðaþjónustunnar gangandi og vera dugleg að ferðast innanlands í sumar og væntanlega fram á haust. Og þá er það ferðaþjónustunnar að vera dugleg að auglýsa hvað er í boði fyrir hinn almenna ferðamann, tilboð á gistingu, afþreyingu og veitingum. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna da blaði landsins. Geggjuð Gordon í vínrauðri blússu með sólgleraugu og svartan gítar. Í bláum ermalausum kjól á Glaston- bury-tónlistarhátíðinni árið 1998. Hvítklædd Kim Gordon á tón- listarhátíðinni Coachella árið 2003. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY Svartklædd og svöl Kim Gordon á sviði ásamt hljómsveit sinni Sonic Youth í Bretlandi árið 2004. Gordon í vín- rauðri blússu og litríkum buxum á tónleikum í New York. Kim Gordon klædd stuttum rönd- óttum kjól á góðri stundu. 6 kynningarblað A L LT 27. maí 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.