Fréttablaðið - 27.05.2021, Síða 42
thorarinn@frettabladid.is
Vinsældir Spiral: From The Book Of
Saw, nýjustu og níundu myndar-
innar í Saw-hryllingsmyndabálk-
inum, benda eindregið til þess að
blóðþorstinn hafi verið orðinn ansi
mikill í veiruhremmingum kvik-
myndahúsanna.
Aðsóknin á myndina er líka ágæt
vísbending um að allt sé þetta að
ná jafnvægi að nýju, en hún hefur
haldið toppsætinu í miðasölu í
Bandaríkjunum frá því hún var
frumsýnd fyrir tveimur vikum
og hefur í leiðinni komið mynda-
flokknum yfir milljarð í miðasölu.
Býsna góður árangur þegar haft
er í huga að Saw-myndirnar eru
vægast sagt misgóðar, eða -slæmar,
eftir því hvernig litið er á arf leið
morðingjans Jigsaw, sem að vísu
er löngu dauður þótt enn sé verið
að blóðmjólka frumlegar aðferðir
hans í þrautakóngi dauðans.
Vinsældir Spiral eru ekkert
verra tilefni en hvað annað til
þess að minna á að hvað sem um
bálkinn má segja þá hófst hann á
býsna góðum og frumlegum trylli
með Saw 2003. Þau sem vilja rifja
ósköpin upp áður en lagt er í nýj-
ustu myndina ættu því að byrja á
byrjuninni og síðan er óhætt að
kíkja aftur á Saw 5, merkilegt nokk,
og síðan Saw 3 og Saw 2 í þessari
gæðaröð. Restinni er upplagt að
sleppa nema brotaviljinn sé þeim
mun meiri. n
Sögin endalausa
Aldrei þessu vant er Chris Rock ekkert að grínast þegar hann freistar þess að
blása lífi í Saw-bálkinn með Spiral. MYND/SKJÁSKOT
KVIKMYNDIR
Hálfur álfur
Leikstjórn: Jón Bjarki Magnússon
Aðalhlutverk: Trausti Breiðfjörð
Magnússon, Hulda Jónsdóttir
Þórarinn Þórarinsson
Þótt Hálfur álfur, eftir Jón Bjarka
Magnússon, sé f lokkuð sem heim-
ildarmynd, tollir sá merkimiði
ekkert sérstaklega vel við hana þar
sem hún er líka eitthvað allt annað
og meira.
Hálfur álfur hverfist um ömmu
og afa leikstjórans og þá fyrst og
fremst afann, sem undir lok langrar
ævi vill taka upp nafnið Álfur og
meðtaka þannig og fagna sínum
innri álfi, á meðan hann undirbýr
100 ára afmælið sitt eða jarðar-
förina. Allt eftir því hvort kemur á
undan.
Jón Bjarki hefur lýst tilurð mynd-
arinnar þannig að þegar hann fór
að huga að lokaverkefni sínu í
meistaranámi í sjónrænni mann-
fræði í Berlín hafi hugmyndin um
að fylgja ömmu hans og afa eftir
með tökuvélina leitað sterkt á
hann.
Hann lét slag standa enda tíminn
naumur þar sem afi hans, Trausti
Breiðfjörð Magnússon, var 99 ára
gamall og amma, Hulda Jónsdóttir,
var 96 ára, þegar hann hófst handa.
Sannar kvikmyndastjörnur
Trausti var vitavörður og þau
Hulda bjuggu á Sauðanesvita við
Siglufjörð í hartnær fjóra áratugi.
Hálfur álfur er hins vegar rétt rúm-
lega klukkustundarlöng, en þau
heiðurshjón eru svo yndislegur
félagsskapur að þau hefðu hæglega
getað staðið undir lengri mynd.
Slík er útgeislunin og fegurðin í
sambandi þessa roskna andstæðu-
pars; úthverfa náttúrubarnsins,
hálfa álfsins, og bókelskrar, jarð-
bundinnar og innhverfrar kvæða-
konunnar.
Þarna birtast tvær mann-
eskjur sem fulltrúar kyn-
slóðar og gildismats
sem er á hverfanda
hveli. Þau eru eigin-
lega heil þjóð, eða
þjóðir öllu heldur,
þar sem þau gætu
allt eins verið að
syngja og kveð-
ast á í Galway
á Írlandi eins
og Reykjavík á
Íslandi.
Jón Bjarki tók vissulega djarfa
ákvörðun með því að velja jafn per-
sónulegt viðfangsefni og ömmu og
afa í sinni fyrstu mynd. Hins vegar
er auðvelt að skilja þessa ákvörðun
þar sem amma og afi eru kvik-
myndastjörnur í sjálfu sér og taka
hlutverk sín fallega alvarlega.
Vitinn í myrkrinu
Frásögn Jóns Bjarka sveif last með
viðfangsefnunum og er dásamlega
einlæg og blátt áfram, þannig að
ekki er annað hægt en að hrífast
með frá upphafi til enda. Lífsgleði,
bjartsýni og æðruleysi Trausta skín
eins og viti í gegnum myndina og
myrkur ævikvöldsins, þannig að
áhorfandinn sveif last létt milli
trega og gleði.
Barnabarnið og kvikmynda-
gerðarmaðurinn finnur hárfínt
jafnvægi í frásögninni þannig að
ljúfsár afraksturinn stendur full-
komlega fyrir sínu. Þar munar líka
um kvikmyndatónlist meðfram-
leiðandans, Hlínar Ólafsdóttur,
sem fellur ákaf lega vel að stemn-
ingunni í myndinni og hjá gömlu
hjónunum. n
NIÐURSTAÐA: Óðurinn sem
gömlu hjónin Trausti og Hulda
syngja og kveða lífinu í Hálfum álfi
er svo einstakur að hann kemur
við innsta kjarna hins sammann-
lega. Vekur trega og gleði á víxl í
einföldu en um leið margræðu
listaverki, sem er eitthvað annað
og miklu meira en heimildar-
mynd í nokkrum hefðbundnum
skilningi.
Álfagaldur
Framliðin fylking
KVIKMYNDIR
Army of the Dead
Leikstjórn: Zack Snyder
Leikarar: Dave Bautista, Ella
Purnell, Ana de la Reguera, Omari
Hardwick
Arnar Tómas Valgeirsson
Zombí-heimsfaraldurinn náði
hápunkti sínum í poppmenn-
ingu fyrir rúmum áratug. Það var
varla þverfótað fyrir hinum lifandi
dauðu sem ráfuðu gapandi inn í
lesefni, kvikmyndir, sjónvarp og
símaleiki – bókstafurinn z hefur
líklega ekki sést jafn oft hér á landi
síðan hann var lagður niður ’73.
Skiljanlega fékk fólk f ljótt leið á
ormétnum uppvakningum og fór
að beina sjónum sínum að vampír-
unum í Twilight sem verða að telj-
ast meira sexí.
Æðið átti óneitanlega rætur að
rekja til ársins 2004 þegar endur-
gerð leikstjórans Zack Snyder á
Dawn of the Dead kom út. Þar tókst
gríðarlega vel til við að varðveita
arf leifð forverans sem hafði lengi
verið hornsteinn í zombí-menn-
ingunni, en bæta um betur í has-
arnum. Margir telja endurgerðina
bestu zombí-mynd allra tíma og
því vakti það athygli að Snyder væri
með aðra slíka í smíðum.
Sögusvið Army of the Dead er Las
Vegas borg sem hefur orðið zombí-
plágunni að bráð. Ólíkt mörgum
öðrum myndum tókst þó að halda
faraldrinum í skefjum með því að
girða borgina af, sem verður að
teljast óraunverulegt miðað við
frammistöðu Bandaríkjamanna í
sóttvörnum upp á síðkastið. Eftir
stendur afgirt svæði sem morar í
hinum dauðu og pólitíkusar sem
karpa um hvernig best sé að greftra
þá. Að lokum er ákveðið að kjarn-
orkusprengja verði sprengd á þjóð-
hátíðardaginn 4. júlí.
Þá víkur sögunni til fyrrverandi
hermannsins Scott Ward (Bautista)
sem barðist eitt sin við zombíana
í Vegas, en vinnur nú við að elda
hamborgara á skítugri vegabúllu.
Tækifærin drepa á dyr hjá Ward
þegar vafasamur auðkýfingur býður
honum það hættulega verkefni að
fara inn í borgina til að endur-
heimta margmilljónir sem liggja í
hvelfingu undir einu af fjölmörg-
um spilavítum borgarinnar. Ward
smalar í misfrítt föruneyti í þetta
feigðarf lan og allt virðist stefna í
stórskemmtilega vitleysu.
Það er þó ekki raunin. Persónurn-
ar eru flatar og leikurinn er stirður,
sem er kannski ekki skrítið þegar
handritið er jafnslæmt og raun
ber vitni. Söguþráðurinn er klisju-
kenndur og mörg atriði eru allt of
löng, eins og myndin sjálf sem slagar
hátt í þrjá tíma.
Ein helstu vonbrigðin eru hversu
lítið sögusvið Las Vegas-borgar
spilar þar inn í. Myndin hefst á
syrpu þar sem zombíar klæddir
sem Elvis éta fólk í spilakassasölum
við vel útfærða ábreiðu af Viva Las
Vegas. Því miður er þetta hápunktur
myndarinnar sem verður fljótt líf-
lausari en zombíarnir sjálfir.
Þá verður að teljast skrítið hversu
illa myndin er útfærð út frá tækni-
legu sjónarhorni. Burtséð frá því
hvað fólki finnst um Snyder sem
handritshöfund, þá skilar hann
venjulega frá sér ágætis sjónarspili
en hér eru mörg atriði furðulega
blörruð sem kemur bagalega út.
Áhorfandanum ætti að verða óglatt
yfir groddalegu ofbeldi, en hér yrði
það frekar yfir slæmri myndvinnslu.
Það býst enginn við fagurslípaðri
hámenningu þegar kveikt er á
mynd sem heitir Army of the Dead,
en niðurstaðan er samt sem áður
vonbrigði. Zombí-unnendur verða
að bíða um ókominn tíma eftir
töfralækningunni sem glæðir æðið
lífi á ný. n
NIÐURSTAÐA: Misheppnuð
endurkoma Snyder í zombí-
heima.
Dave Bautista sem er þekktastur sem Drax í Guardians of the Galaxy tekur zombíana föstum tökum. MYND/SKJÁSKOT
LÍFIÐ 27. maí 2021 FIMMTUDAGUR