Bændablaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 202118 LANDSJÁ Sú myndlíking að best sé að éta fíl bita fyrir bita hefur löngum þótt góð áminning um það hvernig eigi að ráðast í stór verkefni. Bókstaflega tekið er þetta tæpast pólitískt kórrétt á okkar dögum. Ráðlegging Franz frá Assísi sömu merkingar er á hinn bóginn sígild og stenst tímans tönn: Gerðu fyrst það sem er nauðsynlegt, síðan það sem er mögulegt og áður en varir ertu tekinn að gera hið ómögulega. Stærsta hagsmunamálið næstu ár Flest þekkjum við, sem höfum starfað við landbúnað, hversu mikill árangur hefur náðst í að bæta framleiðsluhætti síðustu ár og áratugi. Tækninýjungar í heyverkun, áburðargjöf, fóðrun og kynbótum. Allt leggst á eitt til þess að gera þetta meira úr minna. Þó að það hafi ekki verið sérstakt takmark fyrr en mjög nýlega að draga úr kolefnisspori matvæla á Íslandi þá hefur það gerst samhliða því að bændur auka framleiðni sína. Hluti af árangrinum hefur náðst vegna þess að bændur hafa þekkt hverjar afurðir sinna skepna og túna eru. Þar af leiðandi geta þeir séð hvort þeir eru að ná árangri frá ári til árs. Minnkun milli áranna 2018 og 2019 Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði hefur farið minnkandi síðustu ár. Samkvæmt nýjustu tölum sem skilað var til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna dróst losun frá landbúnaði saman um 2,1% milli áranna 2018 og 2019. Landnýting og breyting á henni eru ekki með í þessum tölum. Þessar breytur eru hafðar sér vegna þess hversu mikil óvissa er um umfang þeirrar losunar á alþjóðavísu. Óvissan hér á landi er einnig veruleg. Alþjóðlegar skuldbindingar okkar snúast um að losun vegna landnýtingar aukist ekki miðað við viðmiðunarár. Mikilvægt er að draga úr þessari óvissu svo að hægt sé að ná árangri á þessu sviði líka. Til þess að landbúnaðurinn nái markmiðum sínum um kolefnishlutleysi á næstu 20 árum þarf að vinna hratt. Þessi fíll verður ekki gleyptur í einum munnbita. Í stað þess þarf að finna þá strauma losunar sem ódýrast er að minnka og ráðast á þá fyrst. Sé það ekki gert er hætt við því að annað tveggja gerist, afkoma bænda skerðist eða matvælaverð hækki. Og næsta víst er að náist ekki mikill árangur er hætta á því að pólitíkusar reyni að slá sig til riddara með „hókus pókus“! Simsalabimm í vændum hjá Dönum Slík töfralausn er nú í uppsiglingu hjá Dönum. Stjórnvöld þar kynntu nýlega hugmyndir sínar um að leggja kolefnisskatt á losun frá landbúnaði. Skattheimtan á ekki að verða neitt smáræði, um það bil 25 þúsund krónur á hvert tonn kolefnisígilda. Hún myndi gjörbreyta dönskum landbúnaði sem byggir að mestu leyti á útflutningi. Dönsk landbúnaðarframleiðsla yrði ekki samkeppnishæf og því munu sveitir Jótlands, Fjóns og Sjálands verða fátækari sem því nemur. Þetta kalla ég „simsalabimm“ því að framleiðslan mun sennilegast flytjast til landa þar sem skattheimta af þessu tagi er ekki til staðar. Því gæti heildarniðurstaðan orðið sú að losun gróðurhúsalofttegunda ykist. Danir eru drengir góðir, eins og Benedikt Gröndal sagði í Heljarslóðarorrustu, en þeir munu örugglega kaupa sínar pylsur og beikon frá Þýskalandi og Svíþjóð – af því að það verður ódýrara en að kaupa danskt kjöt. Mæla þarf árangur niður á hvert bú Sem betur fer þá eru fyrir hendi lausnir til að draga úr losun. Efni eru þegar tiltæk hér á landi til að draga úr losun frá hauggeymslum, iðragerjun og jafnvel úr losun hláturgass vegna áburðarnotkunar. En þar komum við aftur að bókhaldinu. Í dag er ekki nein leið til þess að mæla útblástur niður á hvert bú nema með ærnum tilkostnaði. Slíkt verður að vera hægt svo unnt sé fyrir einstaka bændur að sýna fram á árangur. Með því móti væri einnig mögulegt að laga losunarbókhaldið að raunveruleikanum hverju sinni. Eins og er byggir það að mestu leyti á töflugildum og magntölum um fjölda búfjár og tonn af áburði. Þær tölur gefa sennilega rétta stærðargráðu en til þess að forgangsraða aðgerðum og til þess að árangur sjáist svart á hvítu í loftslagsbókhaldinu þarf umbætur á þessu sviði. Ef að kúabóndinn vissi bara að kýrnar mjólkuðu 1000-10.000 lítra á ári væri erfitt að velja þær leiðir sem hagkvæmastar væru við að auka nytina! Betlimunkurinn frá Assisi sem uppi var á þeim árum þegar við Íslendingar hófum að skrifa handritin, sem komu heim frá Danmörku fyrir 50 árum, var með þetta allt á hreinu: Með því að gera það sem er nauðsynlegt og mögulegt verður ekkert ómögulegt. Kári Gautason, sérfræðingur hjá BÍ Ekkert er ómögulegt Kári Gautason. Mynd 1. Losun frá landbúnaði skv. loftslagsbókhaldi Íslands til UNFCCC árin 1990-2019. Tölur um framleiðslu landbúnaðarafurða frá Hagstofu Íslands. LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS Skeifudagur. Allir nemendur ásamt Randi Holaker reiðkennara og Eyjólfi Kristni Örnólfssyni brautarstjóra. Skeifudeginum á Hvanneyri streymt á vefnum vegna COVID-19 Skeifudagurinn var haldinn hátíð­ legur í ár en vegna samkomu tak­ mark ana var honum streymt á vefnum. Skeifu dagurinn á sér langa sögu en Morgunblaðs­ skeifan var fyrst veitt við skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri þann 4. maí 1957. Vildi Morgunblaðið með þessu framtaki sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþrótt­ ar, hestamennskunnar. Skeifudagurinn er sannkölluð uppskeruhátíð nemenda í reið- mennskuáföngum skólans og sýna nemendur afrakstur vetrar- ins á tamningu og þjálfun tveggja hrossa. Þá eru veitt þar verðlaun auk Morgunblaðsskeifunnar, Gunnarsbikarinn, sem fer til þess nemanda sem fær hæstu einkunn í fjórgangskeppni, ásetuverð- laun Félags tamningamanna, Framfara verðlaun Reynis. Morgunblaðskeifan fer til þess nemanda sem hlýtur hæstu meðal- einkunn úr verklegum reiðmennsku- prófum. Morgunblaðsskeifan hefur verið veitt árlega síðan 1957, en mikill heiður þykir að hljóta Skeifuna og hafa sumir handhafar hennar seinna meir orðið einhverjir ástsælustu hestamenn landsins. Dagurinn hófst með opnunar- atriði þar sem nemendur ásamt kennara sínum, Randi Holaker, riðu fánareið og síðan flutti Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, brautarstjóri búfræðibrautar, ávarp. Þá sýndu nemendur trippin sem þau hafa tamið í vetur. Að lokinni þeirri sýn- ingu var keppt um Gunnarsbikar þar sem nemendur riðu reiðhrossum sínum í fjórgangskeppni. Að lokinni þeirri keppni flutti formaður Grana, Steindóra Ólöf Haraldsdóttir, ávarp og voru svo veitt verð- laun dagsins. Þau veittu Randi Holaker reið kennari og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson brautarstjóri. Dagskránni lauk svo með ávarpi Ragnheiðar I. Þórarinsdóttur rekt- ors. Þulur var Þráinn Ingólfsson. Morgunblaðsskeifan Morgunblaðsskeifan var fyrst veitt við skólaslit Bændaskólans á Hvanneyri 4. maí 1957. Vildi Morgunblaðið með þessu framtaki sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennsk- unnar. Morgunblaðsskeifan nú er veitt þeim nemanda sem náð hefur bestum samanlögðum árangri í frumtamningaprófi og í reið- mennskuhluta knapamerkis III. 1. sæti: Laufey Rún Sveinsdóttir með einkunnina 9,1 2. sæti: Steindóra Ólöf Haraldsdóttir með einkunnina 8,9 3. sæti: Helga Rún Jóhannsdóttir með einkunnina 8,5 4. sæti: Elínborg Árnadóttir með einkunnina 8,4 5. sæti: Björn Ingi Ólafsson með einkunnina 8,3 Gunnarsbikar Gunnarsbikarinn sem hefur verið veittur síðan 2008 og er gefinn af Laufey Rún Sveinsdóttir hlaut Morgunblaðsskeifuna 2021, með einkunnina 9,1. Helga Rún Jóhannsdóttir hlaut Gunnarsbikarinn 2021. Bikarinn er gefinn af Bændasamtökum Íslands til minningar um Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossaræktarráðunaut og kennara á Hvanneyri. Elínborg Árnadóttir hlaut Eiðfaxabikarinn fyrir bestu einkunn í bóklegum áfanga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.