Bændablaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 29. apríl 20214 FRÉTTIR Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.lci.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ZETOR VARAHLUTIR LS sameinast Bændasamtökum Íslands 1. júlí næstkomandi. Landssamtök sauðfjárbænda: Sameinast Bænda- samtökum Íslands Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), sem haldinn var með fjarfundarfyrirkomulagi 19.–20. apríl, var samþykkt að sameinast Bændasamtökum Íslands og tekur sameiningin gildi 1. júlí næstkomandi. Var tillaga um sameiningu samþykkt með 37 atkvæðum gegn tveimur mótatkvæðum. Tveir fulltrúar sátu hjá. LS verður þó ekki slitið. Á vef LS er markmið sameiningarinnar sagt vera að ná fram aukinni skilvirkni og eflingu hagsmunagæslu fyrir íslenskan landbúnað. Sjóðir og eignir LS munu áfram verða í eigu samtakanna en öll starfsemi færist undir búgreinadeild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Almennum aðalfundarstörfum var frestað Á fundinum var boðað til framhaldsaðalfundar með dagskrá þegar samkomutakmarkanir leyfa að slíkir fundir verði haldnir. Þar er ætlunin að ganga frá breytingum á samþykktum vegna fyrirhugaðra breytinga og ljúka almennum aðalfundarstörfum. /smh Aðalfundur Sambands íslenskra loðdýrabænda: Samþykkt samhljóða sameining við BÍ Aðalfundur Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL) var haldinn 19. apríl þar sem sameining við Bændasamtök Íslands var sam­ þykkt samhljóða. SÍL verður því hluti af nýju félagskerfi bænda um mitt sumar þegar stefnt er að form­ legri sameiningu Bændasamtaka Íslands og búgreinafélaganna. Einar Eðvald Einarsson á Syðra- Skörðugili verður áfram formaður SÍL og með honum í stjórn þeir Björn Harðarson, Holti ritari og Þorbjörn Sigurðsson, Ásgerði meðstjórnandi. Einar segir að mikil samstaða hafi verið um málið, en tíu loðdýrabú eru nú á landinu. „Þeim fjölgaði um eitt um síðustu áramót eftir stöðuga fækk- un frá 2018 til 2019. Þau voru áður rúmlega 20,“ segir hann. /smh Matvælastofnun leiðbeinir dýraeigendum vegna eldgosa á Reykjanesi: Flytja þarf búfé ef efna- mengun eykst mikið Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar til dýraeigenda vegna eldgosa á Reykjanesi. Þar kemur fram að stofnunin fylgist með niðurstöðum efna­ mælinga Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar í úrkomu og stöðuvötnum í nágrenni gos­ stöðvanna á Reykjanesi og metur á grundvelli þeirra hvort grípa þurfi til ráðstafana vegna nýtingar beitarhólfa til að tryggja heilsu og velferð dýra. Dýraeigendum er bent á að varð- andi loftmengun hefur hún sam- bærileg áhrif á dýr og fólk. Þá getur margvísleg hætta stafað af því að fara með dýr að gosstöðvunum. Flutningur búfjár ef efnamengun eykst mikið Í leiðbeiningunum kemur fram að dýraeigendur gætu þurft að flytja búfé sitt á brott ef efnamengun eykst mikið. MAST muni meta reglulega hvort ástæða sé til að takmarka nýtingu beitarhólfa og gefa út til- kynningu ef til þess kemur. „Einfalt ætti að vera fyrir hrossaeigendur að finna hagabeit á öðrum stöðum en komi til þess að flytja þurfi sauðfé af svæðinu þarf að hafa í huga að vegna riðu má ekki flytja það í önnur varnarhólf nema með aðkomu Matvælastofnunar. Svæðið tilheyrir Landnámshólfi, sem skiptist í sýkt og ósýkt svæði hvað varðar riðu. Innan sýkta svæðisins eru sveitarfélögin Ölfus, Hveragerði og Grímsnes- og Grafningshreppur en í ósýkta hlutan- um eru sveitarfélögin á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Fé má ekki flytja frá sýktu svæði til ósýkts. Ef nauðsynlegt reynist að flytja fé af svæðinu vegna mengunar, þurfa fjáreigendur á Reykjanesi að leitast við að finna heppilegan stað í ósýkta hluta hólfsins, til að flytja það á. Sé enginn kostur innan ósýkts svæðis mögulegur, skal hafa samband við Matvælastofnun sem mun þá meta þau úrræði sem völ er á. Annar kostur er að gefa fénu ómengað hey en það getur ekki talist góð lausn nema í stuttan tíma. Loftmengun hefur sambærileg áhrif á dýr og fólk Loftmengun hefur sambærileg áhrif á dýr og fólk. Því er mikilvægt að dýraeigendur verji dýrin sín fyrir loftmengun svo sem kostur er eða haldi álagi í lágmarki að öðrum kosti. Að lokum er dýraeigendum ein- dregið ráðið frá að fara með dýrin sín á gosstöðvarnar. Þar er ýmislegt að varast, svo sem bruna- og hrunhættu frá hrauninu, loftmengun, skaðleg efni sem dýrin geta fengið í sig úr vatni og snjó, og saltsýru og önnur efni á jörðinni sem geta sært þófa á hundum og þeir fengið í sig við að sleikja feld og þófa,“ segir í leiðbein- ingum Matvælastofnunar. /smh Mynd / Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra FOSSAR EINBÝLISHÚS Viltu lækka byggingar- kostnað?Fossar einbýlishús eru útfærð í einingakerfi Landshúsa. Eininga- kerfið okkar hefur undanfarin ár fengið afar góðar viðtökur og hafa húsin okkar risið um allt land með góðum árangri. Markmið okkar er að bjóða upp á lausn sem gerir fólki kleift að byggja traust hús á einfaldan og hagkvæman hátt. Val á gluggum: Timbur Ál/timbur PVC Hús á mynd er Foss 5 - 211 fm - Verð kr. 28.341.000.- Efla verkfræðistofa sér um tæknilega hönnun á öllum húsunum okkar samkvæmt íslenskri byggingarlöggjöf. STYRKUR - HAGKVÆMNI - HÖNNUN LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is Fuglaflensutilvikum fer fækkandi í Bretlandi og Þýskalandi Þann 16. apríl síðastliðinn var ekki vitað um nein ný til­ felli fuglaflensusmits af H5N8 stofni (highly pathogenic avian influenza ­ HPAI) í alifuglum í Bretlandi. Þá hafði aðeins verið tilkynnt um eitt nýtt til­ felli í villtum fugli í Englandi samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar sem fer með málefni matvæla­ og dreifbýlis­ mála. Þykja það trúlega gleðitíð­ indi í ljósi aragrúa farfugla sem nú eru komnir til Íslands. Frá 3. nóvember til 16. apríl hafði verið tilkynnt um 19 tilvik í alifuglum í Bretlandi, þar af 15 í Englandi, eitt í Wales, eitt í Skotlandi og tvö á Norður-Írlandi. Þá voru staðfest fimm tilvik í öðrum tegundum fugla sem haldið er í búrum. Tilfellum smita af HPAIV H5 fuglaflensuveiru í villtum fuglum hefur farið fækkandi á undan- förnum vikum. Síðasta staðfesta fuglaflensu smitið í villtum fugli var af HPAI H5N1 stofni sem getur líka smitast í menn. Fannst smitið í rán- fuglstegundinni Mivus milvus sem líka er kölluð „Red Kite“. Alls 317 smittilfelli í villtum fuglum í Bretlandi Þann 16. apríl síðastliðinn hafði verið tilkynnt um samtals 317 til- vik af fuglaflensu í villtum fuglum í Bretlandi. Þar af voru 11 smit af HPAI H5N1 stofni, 6 smit af H5N5 stofni, 290 af H5N8, 1 tilfelli af H5N3 og 9 smittilfelli af H5Nx stofni. Á sama tíma hafði verið tilkynnt um 87 smittilfelli af H5N8 í ali- fuglum í Þýskalandi. Þar af voru 46 tilfelli vegna hænsna og annarra alifugla sem fólk er með í sínum bakgörðum. Þá voru 32 smittil- vik í alifuglaeldi í Póllandi og 11 í Tékklandi auk 15 tilvika þar í landi í fuglum í bakgörðum fólks. Í villtum fuglum hafði þá verið tilkynnt um fuglaflensu af HPAI H5N8 stofni í Tékklandi, Frakklandi, Grikklandi, Noregi, Póllandi og í Svíþjóð. Þá hafði verið tilkynnt umsmit af HPAI H5N5 veirustofni í Rússlandi og Svíþjóð. Eins hafði verið tilkynnt um smita af HPAI H5 stofni í villtum fuglum í Úkraínu. Þar að auki hafi smit af HPAI H7N7 stofni fundist í svani í Litháen. Smitum í villtum fuglum fækkar í Þýskalandi Samkvæmt upplýsingum Friedrich Loeffler-stofnunarinnar í Þýskalandi hafði verið tilkynnt um 50 smit í villtum fuglum í Þýskalandi og þá aðallega í norðanverðu landinu á tímabilinu 1. til 12. apríl síðastliðinn. Á tíu dögum þar á undan hafði verið tilkynnt um 121 smittilvik. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.