Bændablaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 29.apríl 2021 57 Mér þykir alltaf gott að eiga fal- lega heimaprjónaða sokka að skella á fæturna. Einfaldir sokkar en pífan gefur þeim sparilegt útlit. DROPS Design: Mynstur no-046 Stærðir: Skóstærð: 35/37 (38/40) 40/42 Lengd fótar: ca 22 (24) 27 cm. Garn: DROPS NORD (fæst hjá Handverkskúnst) 100 gr í allar stærður Prjónfesta: 26 lykkjur x 34 umferðir = 10x10 cm. Prjónar: Sokkaprjónar nr 2,5. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7 (8) 8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7 (8) 8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugð- ið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6 (7) 7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6 (7) 7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 14 (14) 16 lykkjur eru eftir á prjóni. STROFF: Fitjið upp 180 (198) 216 lykkjur með 2 þráðum Nord á sokkaprjóna 2,5. Takið frá annan þráðinn, prjónið áfram með 1 þræði. Tengið í hring og prjónið 1 umferð þannig: *lyftið yfir 1 lykkju á hægri prjón án þess að prjóna hana, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð*, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 90 (99) 108 lykkjur. Prjónið mynsturteikningu A.1 (= 10 (11) 12 mynstureiningar). Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka eru 60 (66) 72 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 2½ cm. Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkjuna í síð- ustu umferð sem var prjónuð, prjónamerkið er notað síðar til að mæla frá. Prjónið stroff með 2 lykkjur slétt og 1 lykkja brugðið þar til stykkið mælist 5 cm frá prjónamerki. Nú á að gera kant fyrir uppábrot þannig: Brjótið uppá byrjun á stykki að röngu á stykki, þannig að lykkjur eru teknar upp í fyrstu umferð í stroffi eftir A.1 (stykkið liggur nú uppábrotið að röngu á móti röngu og bylgjukanturinn snýr upp yfir prjónana). Prjónið 1 umferð slétt jafnframt sem hver lykkja slétt frá fyrstu umferð í stroffi er prjónuð slétt saman með næstu lykkju í umferð (þ.e.a.s. 3. hver lykkja frá fyrstu umferð í stroffi er fest við umferð sem nú er prjónuð). Snúið stykkinu, þannig að bylgjukanturinn komi nú utan á stykki, þetta verður núna réttan á sokknum. Prjónið 1 umferð slétt (þar sem umferðin er nú snúin getur myndast lítið gat í skiptingunni, þetta gat er saumað saman í lokin). Prjónið 1 umferð slétt og fækkið janframt um 6 (8)10 lykkjur jafnt yfir = 54 (58) 62 lykkjur. Setjið 1 nýtt prjónamerki í stykkið mælt er frá. Prjónið áfram í sléttprjóni (þ.e.a.s. sléttar lykkjur frá þessari hlið á sokkum) þar til stykkið mælist 3 cm frá seinna prjónamerki (= prjónamerkið sem var sett í eftir að stykkinu var snúið við). HÆLL: Haldið nú eftir fyrstu 26 (28) 30 lykkjum á prjóni fyrir hæl og síðustu 28 (30) 32 lykkjurnar eru settar á þráð (= mitt ofan á fæti). Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjurnar í 5 (5½) 6 cm. Setjið 1 nýtt prjónamerki í stykkið til að mæla lengdina á sokknum frá. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan. Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 13 (14) 16 lykkjur hvoru megin við hæl og þær 28 (30) 32 lykkjur af þræði eru settar til baka á prjóninn = 68 (72) 80 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 28 (30) 32 lykkjur á fæti. FÓTUR: Haldið áfram í sléttprjóni hringinn, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjur á undan fyrra prjónamerki á fæti snúnar slétt saman og prjónið 2 fyrstu lykkjur á eftir síðasta prjónamerki á fæti slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð alls 8 (8) 10 sinnum = 52 (56) 60 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 18 (19) 21 cm frá prjónamerki sem var sett í hæl (= 4 (5) 6 cm eftir til loka máls). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, þannig að það verða 26 (28) 30 lykkjur bæði ofan á fæti og undir fæti. Haldið áfram í sléttprjóni, JAFNFRAMT er lykkjum fækk- að fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin þannig: Á undan prjónamerki: 2 lykkjur slétt saman. Á eftir prjónamerki: 2 lykkjur snúnar slétt saman. Endurtakið úrtöku í hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 4 (7) 9 sinnum og síðan í hverri umferð 6 (3) 2 sinnum = 12 (16) 16 lykkjur eftir á prjóni. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2 = 6 (8) 8 lykkjur. Klippið þráðinn frá, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Prjónið annan sokk alveg eins. FRÁGANGUR: Saumið nokkur spor ef það hefur myndast gat í stroffi þar sem stykkinu var snúið við. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Bænda 12. maí Rosy Ruffles-sokkar HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 1 2 1 6 8 4 7 2 5 4 8 3 9 7 1 8 3 6 2 1 4 5 9 Þyngst 9 6 7 1 2 3 3 8 1 7 9 8 1 8 1 7 1 6 2 3 6 5 9 3 2 5 2 4 2 6 5 8 2 8 6 9 8 5 3 1 4 9 7 9 2 7 7 5 7 1 8 6 1 9 2 8 3 1 9 8 5 6 8 9 1 7 1 9 6 8 2 7 4 3 2 7 5 Folaldakjöt og kartöflur er í uppáhaldi hjá Aroni FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Aron Gabríel elskar að spila fót- bolta og veiðiferðir. Nafn: Aron Gabríel Samúelsson. Aldur: 9 ára, bráðum 10 ára. Stjörnumerki: Ljón. Búseta: Sauðárkrókur. Skóli: Árskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Folaldakjöt og kartöflur. Uppáhaldshljómsveit: Daði og gagnamagnið. Uppáhaldskvikmynd: Raya og síð- asti drekinn. Fyrsta minning þín? Þegar ég var 2 ára og var að horfa á myndbandið við Eurovision lagið Ég á líf og Eyþór stökk í sjóinn. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og frjálsar. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnufótboltamaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að skoða eldgosið í Geldingadal. Hvað gerðir þú skemmtilegt um páskana? Ég spilaði, fór í páska- eggjaleit og labbaði að eldgosinu. Næst » Ég skora á Dagrúnu vinkonu mína að svara næst. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.