Bændablaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 29.apríl 2021 41 um, hvort sem þeir sem stjórna eru á staðnum eða víðs fjarri. Það verða engin aukaefni í okkar afurðum eða skordýraeitur, þetta verður bara gott og ferskt íslenskt grænmeti sneisafullt af næringu,“ segir Daníel. Afurðir úr kálverinu verða í aðal- hlutverki í þeim mat sem framreiddur verður á hótelinu eftir að það verð- ur tekið í gagnið. Að auki verður íslenskt gæðahráefni í öndvegi, skyr, ostar, hangikjöt, hráskinka, reyktur silungur, svo dæmi séu tekin. Daníel segir synd að berjum og öðru íslensku góðgæti sé ekki í meira mæli haldið að erlendum ferðamönnum. Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið styrkti verkefnið og þá er Hótel Akureyri í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Eim, sem sinnir þróun og nýsköpun á sviði sjálfbærni, grænnar orku og betri nýtingu auðlinda. Starfsemi hótelsins verður sjálfbærari Daníel segir að ástand sem skapaðist í kjölfar kórónuveirufaraldursins hafi reynst afar krefjandi, en einnig gefið ráðrúm til að yfirfara alla starfsemi félagins og skýra sýn á það hvert skuli stefna og fyrir hvað Hótel Akureyri standi. „Hugmynd okkar snýst um að gera starfsemi hótelsins sjálfbær- ari og að þjónusta samfélag okkar betur. Stærsta áskorun hótela nú fyrir utan allt sem viðkemur tækni- framförum, er að vera gildandi hluti í samfélagi sínu og ferðalagi gesta okkar. Það er mikilvægt að geta boðið þjónustu og upplifun sem er viðeigandi fyrir stað og stund og skilur eitthvað sérstakt eftir sig í hugum viðskiptavina. Flestir okkar gesta nefna náttúru, friðsæld, litríkt samfélag og menningu sem helstu ástæðu þess að þeir ferðist að norð- urhjara veraldar,“ segir hann. Í námunda við heimsskautsbaug Að vera aðeins 95 kílómetra frá heimskautsbaugi setur tilveru gest- anna í nýstárlegt samhengi. „Við erum berskjölduð gagnvart náttúrunni og hennar öflum og erum þar af leiðandi í kjöraðstæðum til að fræða gesti um umhverfisvæna sambúð við náttúruna og hvernig við getum tekist á við áskoranir hennar með nýsköpun að vopni,“ segir Daníel. Kappkostað er að hafa andrúmsloft hótelsins eins heimil- islegt og hægt er. „Við reynum að sem flestir þætt- ir í starfsemi okkar endurspegli íslenska þjóðhætti og menningu,“ segir hann. /MÞÞ Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÍUGRINDUR 1,23m og 1,84m Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði og lögbýli á Íslandi Verð kr. 13.500.000 án vsk. Austurvegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is LANDBÚNAÐARDEILD AFLVÉLA G135 ACTIVE Ve rð m iða st við ge ng i E UR 15 0 Helsti búnaður: • Valtra Powershift: 6PS 24+24 • Rafskiptur með 4 gírum og 6 milligírum. • Vökvavendigír • 135 hestafla 4.4L mótor, hámarks afl 145 hestöfl • Sigma Power aflauki • 3ja hraða aflúrtak 540/540E/1000 • Húsfjöðrun • Fjaðrandi framhásing • G5S ámoksturstæki Euro, SMS • Rafstýrður stýripinni fyrir ámoksturstæki innbyggður í armhvílu • Fjöðrun á ámoksturstæki • Premium vinnuljósapakki - 4 framan, 6 aftan • Sjálfvirk bakk flóðlýsing • Auka ökuljós í hústoppi • 3 vökvasneiðar load sensing að aftan • Power Beyond vökvatengi fyrir LS tæki • 2 vökvasneiðar að framan 2ja slöngu • Vökva vagnbremsuloki • Miðstöð með loftkælingu og auka miðstöð niðri • High visability roof, glerþak að hluta fyrir aukið útsýni • Loftsæti fyrir ökumann • Farþegasæti með sætisbelti • Aflúrtaksrofi á afturbretti • 600/65 R38 + 480/65 R28 Continental dekk Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsækjendum vegna stuðnings við aðlögun að lífrænum framleiðsluháttum í samræmi við ákvæði V. kafla reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 430/2021 Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. framangreindrar reglugerðar og hafa byrjað lífræna aðlögun í landbúnaði undir eftirliti faggildrar vottunar- stofu og í samræmi við gildandi reglugerð um lífræna framleiðslu og merk- ingu lífrænna vara, með síðari breytingum, geta sótt um aðlögunarstuðning. Skilyrði fyrir stuðningi eru fullnægjandi skil á skýrsluhaldi í þeim búgreinum sem við á hverju sinni. Nauðsynleg fylgiskjöl með umsókn eru eftirfarandi: 1. Kostnaðaráætlun unnin af fagaðila. 2. Afrit af áætlun um aðlögun að lífrænni landbúnaðarframleiðslu, staðfest af faggildri vottunarstofu. 3. Staðfesting faggildrar vottunarstofu um að umsækjandi hafi undirritað samning við hana um reglubundið eftirlit með framleiðslunni samkvæmt reglum um lífræna framleiðslu. Nánari upplýsingar um nauðsynleg fylgiskjöl má finna í framangreindri reglugerð. Opið er fyrir rafrænar umsóknir á AFURÐ (afurd.is) greiðslukerfi land­ búnaðarins. Umsóknum skal skila inn eigi síðar en 15. maí nk. Stjórnarráð Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Auglýst eftir umsóknum um stuðning við lífræna framleiðslu Eitt af því sem stefnt er að framleiðslu á eru æt blóm. Ostrusveppir verða framleiddir í kálverinu. Afurðir úr kálveri verða í öndvegi á matseðli Hótels Akureyri en einnig íslenskt gæðahráefni, skyr, ostar og fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.