Bændablaðið - 29.04.2021, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 29.apríl 2021 27
Nýlega var skrifað undir samþykkt
ir fyrir „Sjálfseignarstofnunina
Njálurefill ses“ og hún þar með
stofnuð.
Í stjórninni eru þau Gunnhildur
E. Kristjánsdóttir, formaður, f.h.
Njálurefilsins, Lilja Einarsdóttir,
gjaldkeri og ritari, f.h. Rangárþings
eystra, Anton Kári Halldórsson,
f.h. Rangárþings eystra og Þuríður
Vala Ólafsdóttir, f.h. Hollvinafélags
Njálurefilsins.
„Tilgangurinn með að setja þessa
sjálfseignarstofnun á laggirnar er að
varðveita, viðhalda og standa fyrir
sýningu á Njálureflinum sem sýnir
Brennu-Njálssögu handsaumaða
með refilsaum í 90 m langan hör-
dúk. Með varðveislu og sýningu
Njálurefils er það markmið stofn-
unarinnar að standa vörð um menn-
ingarlegt og sögulegt gildi Brennu-
Njálssögu, efla og varðveita hið
forna listform refilsaum og standa
fyrir kynningu og miðlun þekkingar
á Brennu-Njálssögu og refilsaum,“
segir Gunnhildur um leið og hún
bætir því við að það sé mikil gleði að
loksins sé búið að stofna félagið og
á fyrsta stjórnarfundinum var skálað
fyrir góðri framtíð Njálurefilsins,
eins og sést á myndinni. Gunnhildur
er lengst til hægri, þá Lilja og Anton
og loks Þuríður Vala. /MHH
MS er stoltur styrktaraðili
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Hjálpaðu okkur að bjarga mannslífum.
Vertu bakvörður björgunarsveitanna.
Landsbjorg.is
Á Íslandi eru starfræktar 93 björgunarsveitir og 37 slysavarnadeildir sem búa yfir
nauðsynlegum búnaði til björgunarstarfa. Bakverðir styðja við starf björgunarsveita með
mánaðarlegum stuðningi og tryggja að vel þjálfað björgunarsveitarfólk sé ávallt
reiðubúið þegar á þarf að halda.
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
GRAFAGRINDUR
GOTT ÚRVAL
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Á fyrsta stjórnarfundinum var skálað fyrir góðri framtíð Njálurefilsins, eins og sést á myndinni. Gunnhildur er lengst
til hægri, þá Lilja og Anton og loks Þuríður Vala. Mynd / MHH
Njálurefillinn á Hvolsvelli hefur fengið sitt eigið félag
LÍF&STARF
Hafnarfjörður:
Styðjandi samfélag
fyrir fólk með heila-
bilun
Hafnarfjarðarbær og Alzheimer
samtökin skrifuðu nýlega undir
samstarfsyfirlýsingu um innleiðingu
á samfélagi sem er vinveitt, styðjandi
og meðvitað um þarfir fólks með
heilabilun og aðstandendur þeirra.
Þannig mun Hafnarfjarðarbær,
með faglegri aðstoð og öflugum
stuðningi Alzheimersamtakanna,
markvisst varða leið þeirra sem eru
með heilabilun með því að ýta undir
vitund og þekkingu hvort tveggja
starfsfólks og íbúa sveitarfélagsins.
Aukin vitund allra ýtir undir vellíðan
og öryggi þessa viðkvæma hóps en
talið er að 4.000-5.000 einstaklingar
búi við heilabilunarsjúkdóma á
Íslandi, þar af u.þ.b. 250 manns
undir 65 ára aldri. Búast má við
verulegri fjölgun samhliða hækkandi
aldri þjóðarinnar. Á myndinni
eru þau Rósa Guðbjartsdóttir,
bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og
Árni Sverrisson, formaður
stjórnar Alzheimersamtakanna,
eftir að þau höfðu undirritað
samstarfsyfirlýsinguna í Bæjarbíói.
/MHH
Á myndinni eru þau Rósa Guðbjartsdóttir,
bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Árni
Sverrisson, formaður stjórnar
Alzheimersamtakanna, eftir að þau
höfðu undirritað samstarfsyfirlýsinguna
í Bæjarbíói.
Bænda
12. maí