Bændablaðið - 29.04.2021, Side 57

Bændablaðið - 29.04.2021, Side 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 29.apríl 2021 57 Mér þykir alltaf gott að eiga fal- lega heimaprjónaða sokka að skella á fæturna. Einfaldir sokkar en pífan gefur þeim sparilegt útlit. DROPS Design: Mynstur no-046 Stærðir: Skóstærð: 35/37 (38/40) 40/42 Lengd fótar: ca 22 (24) 27 cm. Garn: DROPS NORD (fæst hjá Handverkskúnst) 100 gr í allar stærður Prjónfesta: 26 lykkjur x 34 umferðir = 10x10 cm. Prjónar: Sokkaprjónar nr 2,5. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 7 (8) 8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 7 (8) 8 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugð- ið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til 6 (7) 7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til 6 (7) 7 lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku alveg eins með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til 14 (14) 16 lykkjur eru eftir á prjóni. STROFF: Fitjið upp 180 (198) 216 lykkjur með 2 þráðum Nord á sokkaprjóna 2,5. Takið frá annan þráðinn, prjónið áfram með 1 þræði. Tengið í hring og prjónið 1 umferð þannig: *lyftið yfir 1 lykkju á hægri prjón án þess að prjóna hana, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð*, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 90 (99) 108 lykkjur. Prjónið mynsturteikningu A.1 (= 10 (11) 12 mynstureiningar). Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka eru 60 (66) 72 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 2½ cm. Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkjuna í síð- ustu umferð sem var prjónuð, prjónamerkið er notað síðar til að mæla frá. Prjónið stroff með 2 lykkjur slétt og 1 lykkja brugðið þar til stykkið mælist 5 cm frá prjónamerki. Nú á að gera kant fyrir uppábrot þannig: Brjótið uppá byrjun á stykki að röngu á stykki, þannig að lykkjur eru teknar upp í fyrstu umferð í stroffi eftir A.1 (stykkið liggur nú uppábrotið að röngu á móti röngu og bylgjukanturinn snýr upp yfir prjónana). Prjónið 1 umferð slétt jafnframt sem hver lykkja slétt frá fyrstu umferð í stroffi er prjónuð slétt saman með næstu lykkju í umferð (þ.e.a.s. 3. hver lykkja frá fyrstu umferð í stroffi er fest við umferð sem nú er prjónuð). Snúið stykkinu, þannig að bylgjukanturinn komi nú utan á stykki, þetta verður núna réttan á sokknum. Prjónið 1 umferð slétt (þar sem umferðin er nú snúin getur myndast lítið gat í skiptingunni, þetta gat er saumað saman í lokin). Prjónið 1 umferð slétt og fækkið janframt um 6 (8)10 lykkjur jafnt yfir = 54 (58) 62 lykkjur. Setjið 1 nýtt prjónamerki í stykkið mælt er frá. Prjónið áfram í sléttprjóni (þ.e.a.s. sléttar lykkjur frá þessari hlið á sokkum) þar til stykkið mælist 3 cm frá seinna prjónamerki (= prjónamerkið sem var sett í eftir að stykkinu var snúið við). HÆLL: Haldið nú eftir fyrstu 26 (28) 30 lykkjum á prjóni fyrir hæl og síðustu 28 (30) 32 lykkjurnar eru settar á þráð (= mitt ofan á fæti). Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hællykkjurnar í 5 (5½) 6 cm. Setjið 1 nýtt prjónamerki í stykkið til að mæla lengdina á sokknum frá. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan. Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 13 (14) 16 lykkjur hvoru megin við hæl og þær 28 (30) 32 lykkjur af þræði eru settar til baka á prjóninn = 68 (72) 80 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við 28 (30) 32 lykkjur á fæti. FÓTUR: Haldið áfram í sléttprjóni hringinn, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu lykkjur á undan fyrra prjónamerki á fæti snúnar slétt saman og prjónið 2 fyrstu lykkjur á eftir síðasta prjónamerki á fæti slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð alls 8 (8) 10 sinnum = 52 (56) 60 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 18 (19) 21 cm frá prjónamerki sem var sett í hæl (= 4 (5) 6 cm eftir til loka máls). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, þannig að það verða 26 (28) 30 lykkjur bæði ofan á fæti og undir fæti. Haldið áfram í sléttprjóni, JAFNFRAMT er lykkjum fækk- að fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin þannig: Á undan prjónamerki: 2 lykkjur slétt saman. Á eftir prjónamerki: 2 lykkjur snúnar slétt saman. Endurtakið úrtöku í hvorri hlið í annarri hverri umferð alls 4 (7) 9 sinnum og síðan í hverri umferð 6 (3) 2 sinnum = 12 (16) 16 lykkjur eftir á prjóni. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar saman 2 og 2 = 6 (8) 8 lykkjur. Klippið þráðinn frá, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Prjónið annan sokk alveg eins. FRÁGANGUR: Saumið nokkur spor ef það hefur myndast gat í stroffi þar sem stykkinu var snúið við. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst www.garn.is Bænda 12. maí Rosy Ruffles-sokkar HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 1 2 1 6 8 4 7 2 5 4 8 3 9 7 1 8 3 6 2 1 4 5 9 Þyngst 9 6 7 1 2 3 3 8 1 7 9 8 1 8 1 7 1 6 2 3 6 5 9 3 2 5 2 4 2 6 5 8 2 8 6 9 8 5 3 1 4 9 7 9 2 7 7 5 7 1 8 6 1 9 2 8 3 1 9 8 5 6 8 9 1 7 1 9 6 8 2 7 4 3 2 7 5 Folaldakjöt og kartöflur er í uppáhaldi hjá Aroni FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Aron Gabríel elskar að spila fót- bolta og veiðiferðir. Nafn: Aron Gabríel Samúelsson. Aldur: 9 ára, bráðum 10 ára. Stjörnumerki: Ljón. Búseta: Sauðárkrókur. Skóli: Árskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Folaldakjöt og kartöflur. Uppáhaldshljómsveit: Daði og gagnamagnið. Uppáhaldskvikmynd: Raya og síð- asti drekinn. Fyrsta minning þín? Þegar ég var 2 ára og var að horfa á myndbandið við Eurovision lagið Ég á líf og Eyþór stökk í sjóinn. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og frjálsar. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnufótboltamaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að skoða eldgosið í Geldingadal. Hvað gerðir þú skemmtilegt um páskana? Ég spilaði, fór í páska- eggjaleit og labbaði að eldgosinu. Næst » Ég skora á Dagrúnu vinkonu mína að svara næst. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 SÍUR Í DRÁTTARVÉLAR

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.