Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Víkurfréttir í 40 ár fimmtudagurinn 14. janúar 1982 Það eru liðin 40 ár síðan Gamla búð við Duusgötu í Keflavík varð eldi að bráð. Í Víkurfréttum þann 14. janúar 1982 var birt mynd af brunarústunum og þeirri spurningu velt upp hvort húsið verði endurbyggt. Það þótti ekki sjálfsagt í þá daga að endurbyggja hús. Gamla búð er hins vegar menn- ingarverðmæti sem er ein af perlum Reykjanesbæjar í dag. Nutu þrettándans í Reykjanesbæ í bílum Hátíðarhöld þrettándans í Reykjanesbæ voru með óhefðbundnu sniði að þessu sinni vegna kórónuveirufaraldurs. Í stað dagskrár við Hafnargötu var boðið upp á útvarpstónleika með Ingó veðurguði og flugeldasýningu á efra Nikkelsvæðinu. Gestir voru beðnir um að vera í bílum sínum og hlusta á tónleikana þar og horfa á flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Suðurness úr bílnum. Púkar og tröll voru þó á sveimi innan um bílana. Myndina hér að neðan tók Hilmar Bragi, ljósmyndari blaðsins, með flygildi yfir þetta óhefðbundna hátíðarsvæði. Þarna má sjá bílafjölda á einu af skipulögðum bílastæðum svæðisins og meðfram Þjóðbraut og Reykjanesbrautinni. Það er óhætt að segja að kvenfólkið á Suðurnesjum hafi skinið skært á árinu 2020, veiruárinu mikla. Þær Sólborg Guðbrandsdóttir, tónlistarkona, áhrifavaldur og laganemi, og knattspyrnukonan Sveindís Jane Jóns- dóttir voru í eldlínunni, hvor á sínu sviði. Þær fengu báðar margar tilnefningar til Suðurnesjamanns ársins 2020 en að endingu var það Sólborg sem hlaut útnefn- inguna og er hún vel að henni komin. Sveindís kvaddi Suðurnesin í bili þegar hún fór á vit fótboltaævintýra í Svíþjóð sem atvinnumaður í greininni og á framtíðina fyrir sér, aðeins nítján ára gömul. Sólborg kemst í ansi skemmtilegan hóp á Suðurnesjum en Víkurfréttir hafa valið Mann ársins allar götur síðan árið 1990. Þetta var í 31. skipti sem valið fer fram en sá fyrsti sem fékk þessa nafnbót var Grindvíkingurinn og útgerðarmaðurinn Dagbjartur Einarsson. Það hefur hallað á konur á þessum lista en síðasta áratuginn hefur sú þróun breyst og allt frá árinu 2012 hafa fjórar konur hlotið nafnbótina en eitt árið fékk Stopp hópurinn, sem vinnur að hagsmunum Reykjanesbrautar, útnefningu. Í honum voru tvær konur. Auk Sólborgar hafa þær El- enora Rós Georgesdóttir, bakari, Fida Abu Libdeh, frum- kvöðull, og Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, tónlistarkona, fengið nafnbótina en sú síðastnefnda var valin með Brynjari Leifssyni. Þau voru og eru meðlimir hinnar heimsfrægu hljómsveitar Of Monsters and Men. Listinn yfir okkar besta fólk er glæsilegur og hægt er að sjá hann inni í blaðinu. Már Gunnarsson, sundkappi og tónlistar- maður, var kjörinn í fyrra og var á leiðinni á Ólympíuleika en ónefnd heimsveira stoppaði það eins og svo margt annað á árinu sem einkenndist mikið af heimsfaraldri. Sólborg er aðeins 24 ára og var þekkt fyrir hæfileika sína í söng og tónlist áður en hún fór að láta til sín taka á allt öðrum vettvangi. Hún var í lok árs tilnefnd af mennta- málaráðherra til formennsku í stýrihópi um kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum en það er mál sem hefur brunnið á henni síðustu árin. Hápunkturinn hjá henni var á síðasta ári þegar hún gaf út bókina Fávitar sem byggð er á spurningum sem ungmenni hafa sent henni um kynfræðslu og kynferðislegt ofbeldi á netinu. Því er skemmst frá að segja að bókin sló í gegn og Sólborg var nýliði ársins meðal rithöfunda. Hún fékk m.a. ungan listamann úr Keflavík til að hjálpa sér með teikningar í bókina og gaf svo út bókina sjálf án aðkomu bókaútgáfu. Bókin endaði í 11. sæti yfir mest seldu bækur landsins á síðasta ári. Hún segir í skemmtilegu viðtali í blaðinu að hún hafi alls ekki á von á þessum viðtökum en leynir því þó ekki að hún hafi átt von á því að ungmenni myndi taka bókinni vel. Sólborg hóf nám í lögfræði fyrir stuttu síðan og vonast til að geta einbeitt sér betur að náminu eftir erilsamt ár í bókaútgáfunni. Einnig hefur hún hug á því að gera meira á tónlistarsviðinu. Við óskum henni góðs gengis með verkefnin sem bíða hennar. Veiruárið var öðruvísi hjá flestum, meðal annars hjá okkur á Víkurfréttum. Við áttum 40 ára útgáfuafmæli og stóran hluta ársins var mikil áskorun að halda úti starfseminni. Auglýsingamarkaðurinn laskaðist mikið en undirritaður vill þakka öllum þeim sem studdu okkur í jólablaðinu, þeir voru margir. Við viljum auðvitað þakka öllum sem hafa stutt útgáfu VF með ýmsum hætti í ára- tugi. Með stuðningi Suðurnesjamanna, hvort sem er með kaupum á auglýsingum í okkar miðla eða annarri þjónustu okkar, fer fyrirtækið nú inn í 39. starfsárið en Víkurfréttir ehf. hófu rekstur í janúar 1983 með kaupum á prentútgáfu Víkurfrétta af Prentsmiðjunni Grágás sem stofnaði blaðið í ágúst 1980. Með ykkar stuðningi höldum við áfram að gefa út blaðið, reka fréttavef og golfvef og gerð sjónvarpsþáttarins Suðurnesjamagasíns. Fyrir það viljum við þakka. Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á liðnum áratugum! Páll Ketilsson. Kvenfólkið á Suðurnesjum FRÉTTAVAKT VÍKURFRÉTTA 898 2222 6 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.