Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2021, Síða 9

Víkurfréttir - 13.01.2021, Síða 9
Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 420 4000 https://www.studlaberg.is/ NÝJAR ÍBÚÐIR VIÐ SJÁVARSÍÐUNA REYKJANESBÆ OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN KL. 15 - 16. PÓSTHÚSSTRÆTI 5 Grensásvegur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090 Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 420 4000 OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 17. JAN. KL. 13- 4. ÝJ R ÍB IR VI SJ V RSÍ EY J ES OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN KL. 15 - 16. I Grensásvegur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090 Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 420 4000 Kristinn Harðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Kristinn starfaði áður sem forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku Náttúrunnar en þar áður starfaði hann í 14 ár sem framkvæmdstjóri hjá Alcoa bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Kristinn er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í rekstrar- verkfræði frá DTU í Dan- mörku auk B.Sc. gráðu í iðnaðartæknifræði frá Tækniskóla Íslands. Hann mun stýra allri framleiðslu HS Orku í jarðvarmavirkjununum í Svartsengi og á Reykja- nesi auk vatnsaflsvirkjunarinnar á Brú í Tungufljóti. Þá er hafin stækkun á virkjuninni á Reykjanesi um 30 MW sem áætlað er að komi í rekstur í lok árs 2022. Kristinn er kvæntur Hildi Briem og saman eiga þau þrjú börn. „Það er mikið gleðiefni að fá Kristinn til liðs við HS Orku. Hann er gríðar- lega reynslumikill stjórnandi með víðfeðma þekkingu á rekstri. Hann kemur með ferska sýn á verkefnin og ég er sannfærður um að hann mun reynast okkur öflugur liðsstyrkur,“ segir Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS Orku. HS Orka hefur verið leiðandi í framleiðslu á endurnýjanlegri orku í 45 ár. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræð- inga með mikla reynslu á sínu sviði. Fyrirtækið á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið Svartsengi og Reykjanesvirkjun auk einnar vatnsaflsvirkjunar í Brúará í Tungufljóti. Fyrirtækið er að hefja vinnu við stækkun Reykjanesvirkj- unar um 30 MW. Nýsköpun og frjó hugsun hefur ætíð verið grunnurinn í starfsemi fyrirtækisins og er grunn- urinn að Auðlindagarðinum, þar sem áhersla er lögð á að allir auðlinda- straumarnir séu nýttir. Kristinn Harðarson nýr framkvæmda- stjóri hjá HS Orku Tómas fær nýja Toyotu í Bláa herinn Toyota á Íslandi hefur í mörg ár verið aðal styrktaraðili hins umhverfisvæna Bláa hersins. Tómas Knútsson, höfuðpaur og foringi Bláa hersins, hefur fengið árlega nýjan bíl frá fyrirtækinu til afnota. Tómas fékk nýjan og glæsilegan Hilux frá Toyota fyrir nokkrum dögum og hann er með skemmtilegt bílnúmer. Tómas sagði við það tækifæri á Facebook-síðu sinni: „Velkominn til starfa EVA 87, núna verður hvergi slegið af frekar en fyrri daginn. Mikið er ég stoltur merkisberi hjá Toyota á Íslandi.“ Á myndinni að ofan tekur Tómas Knútsson við lyklum að nýja bílnum. Skip með útgerðarsögu frá Suðurnesjum rifið í Njarðvík Nú er unnið að því að rífa fiskiskipið Hannes Andrésson SH hjá Skipa- smíðastöð Njarðvíkur. Skipið verður klippt niður í brotajárn. Dráttarbátur kom með skipið til Njarðvíkur fyrir viku síðan en það var síðast gert út frá Grundarfirði. Þetta fiskiskip á sér sögu frá Suður- nesjum. Sigurður Friðriksson gerði það út á sínum tíma sem Guðfinn KE og síðar gerði Nesfiskur það út undir nafninu Bergur Vigfús GK. Á síðunni Gömul íslensk skip á fésbókinni kemur fram að þetta sé annað skipið með þessu heiti sem er rifið með þessum hætti í Skipasmíða- stöð Njarðvíkur. Hér hvílir Hannes Andrésson SH á hliðinni í slippnum í Njarðvík. Niðurrif skipsins er hafið. VF-mynd: Hilmar Bragi vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár // 9

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.