Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2021, Síða 10

Víkurfréttir - 13.01.2021, Síða 10
Daníel Arason staðgengill bæjarstjóra Daníel Arason, forstöðu- maður stjórnsýslu í Sveit- arfélaginu Vogum, verður staðgengill Ásgeirs Eiríks- sonar bæjarstjóra sem verður í veikindaleyfi til 1. mars 2021. Þá hefur Róbert Ragn- arsson, ráðgjafi , verið fenginn t i l að s inna ákveðnum verkefnum fyrir sveitarfélagið samkvæmt nánara samkomulagi þar um. Róbert hefur mikla reynslu úr Vogum, þar sem hann var bæjar- stjóri um tíma. Fjallað var um breyt- ingar á yfirstjórn sveit- arfélagsins vegna leyfis bæjarstjóra í bæjarráði á dögunum þar sem bæjarráð samþykkti m.a. samkomulag við RR ráðgjöf. Auglýst eftir sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs í Vogum – Aukin umsvif og framkvæmdir á næstu árum. Íbúafjöldi mun tvöfaldast á næsta áratug. Sveitarfélagið Vogar auglýsir nú eftir sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Sveitarfélagið hefur keypt þjónustu á þessu sviði frá fyrirtæki á Suðurnesjum en mun nú ráða starfsmann vegna aukinna umsvifa en miklar framkvæmdir standa nú yfir í sveitarfélaginu á Grænuborgarsvæðinu. Þar stendur til að byggja um 800 eignir og hófust framkvæmdir á síðasta ári. Daníel Arason, staðgengill bæjar- stjóra í Vogum, segir að nú standi yfir vinna við endurskoðun aðal- skipulags en einnig sé þörf á því að auka framboð sveitarfélagsins á lóðum í sveitarfélaginu. Samhliða ráðningu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs þarf að gera skipu- lagsbreytingar í stjórnkerfinu með stofnun nýs sviðs, umhverfis- og skipulagssviðs. Í auglýsingu sem birt er í Víkurf- réttum í þessari viku kemur fram að viðkomandi beri ábyrgð á daglegri starfssemi umhverfis- og skipulags- sviðs og gegni jafnfram leiðandi hlut- verki við stefnumótum í umhverfis-, skipulags- og byggingarmálum í sam- ráði við viðeigandi nefndir. Þá gegni sviðsstjóri einnig hlutverki bygg- ingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2021. Í Vogum búa um 1.330 íbúar en sveitarfélagið er næstlandstærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum. Í upp- byggingu nýs hverfis mun íbúafjöldi tvöfaldast á næsta áratug. Daníel Arason. Það má segja að andrúmsloftið í Vogunum hafi verið ævintýralegt á þrettándanum. Börn söfnuðust saman í Aragerði sem í hjarta bæjarins, aðeins þau máttu mæta vegna samgöngutakmarkana. Við þeim tók Lionsfólk og bauð þeim upp á smákökur og heitt kakó. Einnig var hægt að grilla sykurpúða við opin eld. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og mátti heyra gleðihlátur um allan skóg og langt út fyrir svæðið ef lagt var við hlustir. Grýla og jólasveinninn héldu svo uppi fjörinu þangað til að björgunarsveitin Skyggnir var með tilkomumikla sýningu sem setti punktinn yfir i-ið í þessari upplifun barnanna og vonandi allra bæjarbúa. HJÓLREIÐASTÍGUR FYRIR 63% AF KOSTNAÐARÁÆTLUN Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt að taka tilboði GÓ verk ehf. í lagningu hjólreiðastígs meðfram Vatnsleysustrandarvegi en það hljóðar upp á 47.181.535 og er 62,84% af kostnaðaráætlun. Í afgreiðslu bæjarráðs kemur fram að fyrir liggi álit byggingarfulltrúa um að fyrirtækið hafi lagt fram full- nægjandi gögn um getu sína til að vinna verkið. Frá skóflustungu í Grænuborg í Vogum sumarið 2020. Það var skemmtileg stemmning í Aragerði í Vogum á þrettándanum. Ævintýri í Aragerði Víkurfréttir sýndu beint frá formlegri opnun. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar kveikti ljósin á gafli hótelsins, til marks um formlega opnun. Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Akðaltorgs t.h og Hans Prins, hótelstjóri Courtyard by Marriott í Reykjanesbæ. Fáir, vegna Covid-19, en nokkrir gestir fögnuðu með eigendum og starfsfólki hótelsins við formlega opnun. 10 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.