Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 11
Árið 2020 markaði nýtt upphaf hjá Kadeco. Eftir að síðustu eignir varnar liðsins voru seldar settu stjórn völd nýja stefnu fyrir félagið. Kadeco gegnir nú mikil vægu hlut­ verki við að leiða framtíðar þróun svæðis ins um hverfis Keflavíkur­ flugvöll. Vitaskuld hafði heimsfaraldurinn sem nú sér loks fyrir endann á veru leg áhrif á starf semi Kadeco. Að stæður í sam félag inu hafa verið krefjandi, ekki síst fyrir þau sem starfa í flug tengdum greinum eða reiða sig á flug starf semi. Þessar áskoranir hafa á sama tíma haft áhrif á hvernig við viljum hugsa þróun flug vallar svæðisins til fram­ tíðar. Í mótlæti leynast tæki færi og við hjá Kadeco höfum meðal annars nýtt þetta óvenju lega ár til að hugsa hlutina upp á nýtt með það að leiðar ljósi að nálgast breyttan veru leika á skap andi hátt. Á nýju ári munum við setja enn meiri kraft í þá vinnu og leita lið­ sinnis færustu sérfræðinga á því sviði. Í upphafi árs 2021 verður efnt til alþjóð legrar hug mynda­ og hönnunar sam keppni fyrir sjálf bært þróunar svæði við Kefla víkur­ flugvöll. Sam keppnin verður ein sú stærsta sinnar tegundar sem efnt hefur verið til hér lendis. Keppninni er ætlað að svara mörgum stórum spurningum um fram tíð Suður nesja og festa enn frekar í sessi hlut verk svæðis ins sem þunga miðju atvinnu­ lífs og verð mæta sköpunar á Íslandi með fjöl breyttum atvinnu tæki­ færum og blóm legu mannlífi. Á liðnu ári höfum við átt í frábæru samstarfi við fjölda fólks sem við erum þakk lát fyrir og margar góðar hug myndir hafa fæðst. Við höfum fulla trú á að við spyrnan í flug starf semi verði hröð og höldum inn í nýtt ár full bjart sýni með trú á þeim fjöl mörgu tæki færum sem bíða þess að raun gerast á Suður­ nesjum. Fyrir hönd Kadeco óskum við ykkur öllum gleði legs nýs árs, með þökk fyrir það liðna og von um áfram hald andi gott sam starf og samskipti. Pálmi, Anna Steinunn, Gréta og Guðmundur. Kæru vinir! MARRIOTT FÆR GÓÐAR MÓTTTÖKUR Nýja Marriott hótelið við Aðaltorg í Reykjanesbæ opnaði formlega 7. janúar en fram að því hafði það verið opið í nokkra mánuði fyrir gistingu. Nýr veitingastaður og bar, The Bridge, opnaði núna. Upphaflega átti að opna hótelið fyrir ári síðan eða um það leyti sem heimsfaraldur skall á. Víkurfréttir sýndu frá opnuninni í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni en Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, tendraði ljós á merki hót- elsins á gafli þess og opnaði það þannig formlega. Forráðamenn hótelsins með Ingvari Eyfjörð og Rósu Ingvarsdóttur hjá Aðaltorgi, einum af aðaleigendum þess, voru að sjálfssögðu í eldlínunni ásamt fleiri starfsmönnum sem hafa beðið eftir þessum degi. Hótelstjórinn er hollenskur og heitir Hans Prins og hann sagði allt tilbúið og bauð Suður- nesjamenn og aðra velkomna í mat og drykk og gistingu og þjónustu af bestu gerð. Miklu færri voru við formlega opnun vegna veirureglna en fjölmargir heimsóttu hótelið og veitingastaðinn heim næstu daga á eftir. Meðfylgj- andi myndir voru teknar við formlega opnun. vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár // 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.