Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Síða 1

Skessuhorn - 28.04.2021, Síða 1
Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 17. tbl. 24. árg. 28. apríl 2021 - kr. 950 í lausasölu MATSTOFA GAMLA KAUPFÉLAGSINS HÆGT AÐ BORÐA HJÁ OKKUR OG TAKA MEÐ Opið alla virka daga frá 11:30 - 14:00 Sími: 431 4343 / Kirkjubraut 11 www.matstofa.is KÍKTU VIÐ Í HJARTA BÆJARINS Ef þú klippir út þessa auglýsingu 20% afslátt í matstofunni og kemur með til okkar færðu Grilled sandwich meal 1.395 kr. Máltíð Tilboð gildir út apríl 2021 Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes: Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með Hjartað slær í kjördæminu Í lok síðasta mánaðar var kynntur til leiks nýr oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi en það er Guðmundur Gunnarsson sem mun leiða listann fyrir kosn- ingarnar næsta haust. Uppstill- ingarnefnd Viðreisnar á þó enn eftir að kynna listann í heild sinni. Guðmundur þekkir kjördæmið vel frá störfum sínum og uppvexti í Bolungarvík. Skessuhorn heldur áfram kynningu á væntanlegum frambjóðendum til kjörs í haust. Sjá bls. 20-21 Safnað fyrir torfæruhjóli Sumardagurinn fyrsti fyrir rúmu ári hverfur Sveinbirni Reyr Hjaltasyni á Akranesi seint úr minni. Þann dag lenti hann í óhappi á motocrossbrautinni við rætur Akrafjalls, hendist á hjóli sínu út fyrir braut og lá þar um tíma eða þar til félagi hans finnur hann eftir nokkra leit. Sveinbjörn Reyr brotnar við 6. hryggjarlið og er lamaður eftir slysið. Næst- komandi laugardag standa jafn- aldrar Svenna fyrir áheitastökkum í Akraneshöfn. Safnað verður fyrir torfæruhjóli. Sjá bls 16-17 Við hesta- þjálfun og reiðkennslu Á Oddsstöðum í Lundarreykjadal býr hin sænska Denise Michaela Weber ásamt manni sínum Sigurði Hannesi Sigurðssyni og tveimur börnum þeirra. Denise hefur verið á Íslandi síðan 2012 og starfar við hestaþjálfun og reið- kennslu. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til Denise, en hún er þessa dagana mest heima enda nýbúin að eignast sitt annað barn. Sjá bls. 22 Heyrist vel í henni Sigrún Ríkharðsdóttir gefur venjulega allt í það sem hún tekur sér fyrir hendur. Það fer ekki framhjá nokkrum manni þegar hún er mætt á völlinn að styðja Skagamenn í boltanum. Hvatn- ingahróp hennar bergmála frá stúkunni, inn á völlinn og í næsta nágrenni. Hún og þéttur kjarni stuðningsmanna hafa haldið hóp- inn til margra ára og láta vel í sér heyra á öllum leikjum. Nú þegar boltinn fer að rúlla á Íslands- mótinu er ekki úr vegi að heyra í stuðningsmanni ÍA nr. 1. Sjá bls. 18 arionbanki.is Hraðþjónusta fyrir eldri borgara Þú hringir í þjónustuverið í síma 444 7000 og velur 4 Íslandsmótið í knattspyrnu fer af stað um næstu helgi í Pepsí Max deild karla. Skagamenn sækja Val heim á Hlíðarenda á föstudaginn klukkan 20 í opnunar- leik mótsins. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð2 Sport. Mjólkurbikarinn heldur sömuleiðis áfram um helgina með fjölda leikja þar sem t.d. Kári tekur á móti Skallagrími í sannkölluðum Vesturlandsslag. Meðfylgjandi mynd var hins vegar tekin á Hellissandsvelli á mánudaginn. Þar tók Reynir á móti Afureldingu í tímamótaleik. Reynir tekur í fyrsta sinn þátt í Íslandsmóti meistaraflokks karla og jafnframt var þetta vígsluleikur á velli heimamanna þar sem umgjörðin er vissulega í dýrari kantinum. Sjá nánar bls. 26. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.