Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Page 2

Skessuhorn - 28.04.2021, Page 2
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 20212 Á laugardaginn er 1. maí sem er baráttudagur verkalýðsins. Vegna heimsfaraldurs verða engar kröfu- göngur í ár. Þá stendur árgangur 1971 á Akranesi fyrir áheitasöfnun þennan dag á Akraneshöfn þar sem fólk er hvatt til að hoppa í sjóinn og safna áheitum. Safnað verður fyrir sérsmíðuðu reiðhjóli fyrir Sveinbjörn Reyr sem slasaðist alvarlega á síð- asta ári. Sjá nánar um það í Skessu- horni í dag. Á morgun verður hæg vestlæg eða breytileg átt. Víða bjart norðantil á landinu en sumsstaðar dálítil væta fyrir sunnan. Hiti 4-9 stig að degin- um. Á föstudag gengur í norðaustan 8-15 m/s og él norðan- og austan- lands, rigning eða slydda um landið sunnantil, en þurrt fyrir vestan. Hiti frá frostmarki fyrir norðan upp í 8 stig fyrir sunnan. Á laugardag er út- lit fyrir norðaustan 8-13 m/s og él á Norður- og Austurlandi, en þurrt um landið suðvestantil og kólnar heldur. Á sunnudag er spáð norðaustlægri og austlægri átt 5-13 m/s og lítils- háttar snjókomu austast á landinu og hiti um frostmark. Bjart um land- ið vestanvert og hiti að 7 stigum yfir daginn. Á mánudag á að vera norð- austanátt og lítilsháttar él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað í öðrum landshlutum og hiti breytist lítið. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns hvaða sóttvarnarráðstafanir fólk hlakki mest til að losna við. Flest- ir, eða 63%, eru spenntastir fyrir að losna við grímuskylduna, 22% hök- uðu við fjöldatakmarkanir, 6% sögðu takmarkanir á íþrótta- og tóm- stundastarfi, 4% hlakkar mest til að losna við nálægðarregluna, og svar- möguleikarnir „sóttkví“ og „annað“ fengu 3% hvor. Í næstu viku er spurt: Hvernig viltu hafa kaffið þitt? Þeir Vestlendingar sem fóru út að plokka rusl í tilefni Stóra plokkdags- ins eru Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Stærsta bólu- setningarvikan LANDIÐ: Í þessari viku munu um 23.000 einstak- lingar fá fyrri bólusetningu við Covid-19 með bóluefni pfizer, AstraZeneca og Jans- sen. Í heildina verða gefnir um 25.000 skammtar. Þetta verður því stærsta vikan í bólusetningum hér á landi vegna veirunnar frá upphafi. Í vikulokin höfðu 80.721 ein- staklingar fengið að minnsta kosti einn skammt bóluefnis eða um 29% af heildarfjölda þeirra sem verða bólusett- ir. Um mánaðarmótin næstu hafa því um 104.000 ein- staklingar fengið að minnsta kosti einn skammt bóluefnis. -mm Fjörleg fast- eignaviðskipti VESTURLAND: Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsing- ar um veltu á fasteignamark- aði eftir landshlutum í mars 2021 samkvæmt þinglýst- um gögnum. Fjöldi fasteigna sem gekk kaupum og sölum á landinu öllu var 1.648 og var upphæð viðskiptanna um 85 milljarðar króna. Þegar mars 2021 er borinn saman við mánuðinn á undan fjölgar kaupsamningum um 25,2% og velta eykst um 29,1%. Á höfuðborgarsvæðinu fjölg- aði samningum um 21,4% á milli mánaða og velta jókst um 28%. Hér á Vesturlandi voru alls 82 kaupsamning- ar um húsnæði í marsmán- uði. Þeir skiptast þannig að 35 íbúðir í fjölbýli skiptu um eigendur, 25 eignir í sérbýli, fimm atvinnuhúsnæði voru seld, 15 sumarhús og annars- konar eignir voru tvær. Með- alverð seldra eigna í þessum viðskiptum var 44,8 millj- ónir fyrir sérbýli, 36,8 millj- ónir í fjölbýli og meðalverð sumarhúsa var 28,9 milljónir króna. -mm Tíu milljarðar í tekjufallsstyrki LANDIÐ: Ríkissjóður hafði undir lok síðustu viku greitt út hátt í tíu milljarða króna í tekjufallsstyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þ.m.t. einyrkja, sem orð- ið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,3 milljarðar til viðbót- ar hafa verið greiddir í við- spyrnustyrki. Skattinum, sem fer með framkvæmd úr- ræðanna, höfðu þá borist um 4.700 umsóknir og var búið að afgreiða um 85% um- sóknanna. -mm Jörvagleði var haldin í Dölum á laugardaginn og var hátíðin rafræn í ár. Ákveðið var að tilnefna Dala- mann ársins á hátíðinni og gátu íbúar sent inn tilnefningar. Þor- grímur Einar Guðbjartsson for- maður menningarmálanefndar Dalabyggðar kynnti niðurstöður og sagði hann fjölda manns hafa tek- ið þátt í að tilnefna samferðamenn sína. Einnig var fjöldi Dalamanna sem hlutu tilnefningar en Bragi Þór Gíslason hlaut yfirburða fjölda tilnefninga og var það einróma álit menningarmálanefndar að útnefna hann sem Dalamann ársins 2021. Með tilnefningunum voru færð rök fyrir valinu og var Bragi Þór sagður vera bjartsýnn, dugleg- ur, hugmyndaríkur og góð fyrir- mynd fyrir unga fólkið auk þess sem hann er sagður leggja sig fram við að þjónusta fólk með gleði og létta lund. „Hann hefur á stuttum tíma komið sér fyrir hér í Búðar- dal, keypt sér hús og byggt upp fyr- irtæki,“ sagði Þorgrímur í ávarpi sínu. Þá þykir það aðdáunarvert hversu góður Bragi Þór er að finna lausnir til að láta fyrirtækið sitt ganga þó lítið sé um ferðamenn og treysta þurfi á viðskipti heima- manna. Bragi Þór rekur sem kunn- ugt er veitingastaðinn Veiðistaðinn og ísbúð í sama húsnæði í Búðar- dal. arg Eitt af því sem einkennt hef- ur Snæfellsnes síðustu ár er mik- il og góð samvinna þvert á sveit- arfélög. Má segja að samstarf og samvinna í hinum ýmsu birtingar- myndum sé orðin ein af sérstöðum Snæfellsness. Samstarf á sér langa sögu en sífellt er verið að auka þar í. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var til að mynda stofnaður árið 2014 af sveitarfélögunum fimm sem og félögum úr atvinnulífi og stéttar- félagi. Svæðisgarðurinn er sá eini sinnar tegundar á landinu enn sem komið er og því má segja að Snæ- fellingar séu frumkvöðlar í sam- starfi sveitarfélaga. Það er á veg- um Svæðisgarðsins sem tengiliðir allra sveitarfélaganna, þjóðgarðs- ins Snæfellsjökuls, byggðasafns- ins og Umhverfisvottunarverkefn- is Snæfellsness hittast alla mánu- dagsmorgna á snörpum fjarfundi og segja góðar fréttir af Snæfells- nesi. Þannig skapast einstakt rými fyrir samvinnu og samtal sem og að tryggja upplýsingaflæði milli sveitarfélaga og stofnana. Aðspurð segir Ragnhildur Sig- urðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins, að svona sam- tal skili miklu. „Oft sér fólk ekki fréttapunktinn í því sem er að ger- ast fyrir framan nefið á því sjálfu en í samtalinu koma oftast fram fréttir sem við viljum segja og svo hjálpumst við að við að finna þeim rétta farveginn. Þó að dagskráin sé stutt er farinn fréttahringur hjá þátttakendum. Ef eitthvað sérstakt samvinnuverkefni er á döfinni er kafað nánar ofan í það og svo er örlítill gluggi fyrir önnur mál. Rauði þráðurinn er að þessi fund- ur er fyrir tilbúin verkefni sem við viljum segja frá, um góðar fréttir af Snæfellsnesi,“ segir Ragnhildur. hs Síminn hefur með bréfi til not- enda talsímaþjónustu í dreifbýli til- kynnt um fyrirhugaða lokun á tal- símasambandi yfir koparlínur. Í bréfi til ábúenda á jörð á Mýrum, sem Skessuhorn hefur undir hönd- um, kemur fram að eftir um mán- uð muni Síminn loka gamla heima- símakerfinu sem styðst við kopar- línur og hefur þjónað landsmönn- um í yfir 35 ár. Í einhverjum til- fellum mun þessi breyting ekki koma að sök, þar sem víða er búið að leggja ljósleiðara, en það á þó alls ekki við á öllum stöðum t.d. í Borgarbyggð þar sem ekki er búið að leggja ljósleiðara í allar sveitir dreifbýlisins. Þar sem þannig háttar til er sumsstaðar hægt að treysta á 4G samband en því fer fjarri að það eigi við á öllum stöðum. Óskar Þór Óskarsson á Tröðum á Mýrum er einn þeirra sem feng- ið hafa fyrrnefnt bréf frá Símanum. Hann segir í samtali við Skessu- horn að þessi niðurlagning á þjón- ustu Símans sé engan veginn tíma- bær. „Þetta er afar bagalegt þar sem fastlínusambandið hér í sveit um jarðsíma er eina sambandið sem raunverulega virkar. Hér er far- símasambandið mjög lélegt og ekki verið lagður ljósleiðari,“ segir Ósk- ar. Svipaða sögu er að segja víðar á svæðinu, til að mynda í Hítardal þar sem símafyrirtækjunum hafa verið afar mislagðar hendur að koma á fjarskiptasambandi; ekkert farsíma- samband og stopult netsamband. „Það er ekki verið að mylja undir okkur sveitavarginn,“ sagði Ósk- ar sem kveðst ósáttur. Hann segist ætla að setja sig í samband við for- svarsmenn Símans og leita nánari skýringa á þessari ótímabæru nið- urlagningu lífsnauðsynlegrar þjón- ustu. mm Loka gömlu símalínunum þrátt fyrir stopult fjarskiptasamband Óskar Þór á Tröðum segist núna taka hvert langlínusamtalið á fætur öðru og muni halda því áfram næstu fimm vikurnar áður en lokað verður á hann. Hann bókstaflega hangi í símanum! Bragi Þór Gíslason er Dalamaður ársins Bragi Þór Gíslason, Dalamaður ársins 2021, og Þorgrímur Einar Guðbjartsson, formaður menningarmálanefndar Dalabyggðar. Ljósm. Jóhanna María Sigmundsdóttir Skjáskot af streymisfundi sem fram fór 19. apríl síðastliðinn. Góðar fréttir af Snæfellsnesi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.