Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Side 4

Skessuhorn - 28.04.2021, Side 4
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Þvagleki fyllti mælinn Nýverið færði ég mikilvægi húmors í tal á þessum vettvangi og spaugi- legan misskilning. Trú mín er að líklega gæti verið til bóta að vera á létt- ari nótunum eitthvað lengur, allavega fram á vorið þegar búið verður að sprauta þorra fólks. Nóg er af þungum fréttum þessa dagana og engu við þær að bæta. Á öldum samfélagsmiðla sá ég bráðgóða færslu fyrir skömmu. Um var að ræða samantekt á fleygum setningum sem brugðið hefur fyrir í sjúkraskrám íslenskra lækna. Í lok langra vakta á heilbrigðisstofnunum geta ambögur vissulega ratað í skrárnar, einkum ef skrifað er niður í flýti. Eru læknaritararnir ekki öfundsverðir. Misheyra jafnvel það sem talað er óskýrt inn á bandið. Hér eru nokkur sýnishorn: Fékk aðsvif, man ekkert þar til hann vaknar í rúminu með tvær hjúkkur. Fær stundum blæðingar úr vinstra nefi. Hægðirnar hafa sama lit og hurðin á deild 9. Stundum líður sjúklingi betur, stundum verr, stundum ekki neitt. Uppköstin hurfu síðdegis, sömuleiðis makinn. Sjúklingi er aftur orðið illt í verknum. Eitillinn sendur sama dag og sjúklingurinn í leigubíl til Reykjavíkur. Sjúkl. er ekki alltaf ill, bara oftast nær. Mat fær hann frá syni sínum sem er í frystinum. Fékk hjólastól og ekur héðan til Hafnarfjarðar. Sjúkl. er upplýstur um niðurstöðu krufningar. Sjúklingur vegur 78 kg heima áður en hann kemur hingað án klæða. Ekkja, býr með frískum eiginmanni. Dó af kransæðastíflu, síðan lungnabjúg. Andnauð á Spáni, gengur yfir. Nýkominn til landsins frá Egilsstöðum. Grunur vaknaði um vöðvabólgu í Borgarnesi. Ástæða komu: Öndun. Það vottast hér með að XXXX er handarbrotin og getur ekki sinnt sínum eiginmanni eins og áður. Þungun í legi, óvíst hvað veldur. Það eru engir útlimir á fótum. Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa. Við skoðun á sjúklingi kemur fram áberandi kyndeyfð. Það sem fyllti mælinn var þvagleki. Þessi maður veit ekkert um skyldleika í ætt. Sjúklingur er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert. Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niður úr. Sjúklingur fékk vöfflur í morgunmat og kominn með lystarstol í hádeg- inu. Sjúklingur fær verki í bringuna ef hún liggur á vinstri hlið lengur en eitt ár. Sjúklingur hefur aldrei fundið fyrir þessum verkjum nema þegar hann vaknar upp í sumarbústað. Sjúklingur hefur við gott heilsufar að stríða. Á öðrum degi var hnéð betra en á þriðja degi var það alveg horfið. Hún rann til á svelli og virðist sem lappirnar á henni hafi farið í sitthvora áttina í byrjun desember. Skoðun við komu leiðir í ljós unglingspilt. Magnús Magnússon Ríkissjóður hefur selt Dalabyggð neðri hæð hússins við Miðbraut 11 í Búðardal en þar hafði sýslu- mannsembættið aðstöðu áður en það var lagt niður. Sveitarstjórn staðfesti kaup á húsnæðinu á fundi sínum 15. apríl síðastliðinn og er kaupverðið 3,5 milljónir króna. Áður hafði sveitarstjórn falast eft- ir því við Fasteignir ríkisins að fá að nota húsnæðið endurgjaldslaust og koma þar upp nýsköpunarsetri. Þeirri beiðni var hafnað en hús- næðið boðið til kaups gegn vægu verði. Heildar eignarhluti sem um ræðir er 238,4 fermetrar samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu. Fermetra- verðið er því tæpar 14.700 krónur. mm Skessuhorni berast reglulega ábendingar um bíla sem verða fyr- ir tjóni af völdum hrossa við rætur Akrafjalls. Þegar ekið er að Akra- fjalli er farið í gegnum land sem er í einkaeigu þar sem oft eru hross á beit. Hrossin eiga þar heima, eru fremur mannelsk, taka bílum gjarn- an fagnandi og hafa sóst í að naga á þeim lakkið. Því er mikilvægt að minna göngugarpa á þessu svæði á að leggja bílunum alltaf innan af- girts bílastæðis við rætur fjallsins og sömuleiðis að leggja ekki það ná- lægt girðingunni að hestarnir geti náð til bílanna. arg/ Ljósm úr safni Stykkishólmsbær greinir frá því á vef sínum að tímabundið skýli fyr- ir sjósundskappa, til að hafa fata- skipti í, hafi verið reist við Móvík og jafnframt að stigi með hand- riði hafi verið lagður niður í fjör- una. Jafnframt segir að bænum hafi borist ábending frá íbúa þar sem at- hygli hafi verið vakin á því að hópur fólks í bæjarfélaginu stundi sjósund af miklu kappi. Hópurinn hafi fyrst komið saman í ágúst 2019 og kall- að sig Sjósundsfélag Stykkishólms. Hópurinn hafi alla jafnan haldið til sjós úr Móvík en einnig úr Nesvog- inum, en að samkvæmt skýrslu um hreinleika sjávar umhverfis Stykk- ishólm sé ljóst að Móvíkin henti einkar vel til sjósunds. Þá segir að Móvíkin sé skjólsæl en eftir þungan vetur hafi víkin fyllst af þangi og grjóti sem hafi gert sjósundsfélögum erfitt fyrir. „Í maí 2020 var óskað eftir því að Stykkishólmsbær kæmi til aðstoðar við hreinsun fjörunnar af þangi og grjóti og sú beiðni lögð fyrir bæ- jarráð, sem svo óskaði eftir fundi með Sjósundsfélagi Stykkishólms. Í ágúst 2020 mættu fulltrúar sjó- sundsfélagsins á 617. fund bæjar- ráðs Stykkishólmsbæjar þar sem þær gerðu grein fyrir starfsemi fé- lagsins og óskum sínum um lag- færingar á aðstöðu í Móvík. En hópurinn gekk strax um með stóra drauma hvað varðar aðstöðu, lítið hús við Móvík svo hægt væri að klæða sig í skjóli og sauna til að ylja sér eftir sundsprettinn. Í fréttinni á vef Stykkishólmsbæ- jar er vakin athygli á að um sé að ræða tímabundna ráðstöfun sem verði endurskoðuð þegar opnað verður á úthlutun lóða í Víkurh- verfinu, en ekki er útilokað að slík aðstaða og íbúabyggð geti farið vel saman sem myndi leiða af sér skip- ulagsbreytingar á svæðinu. frg Dalabyggð kaupir húsnæði sýslumannsskrifstofunnar Hestar gætu nagað bíla fjallgöngufólks Nýja sjósundsskýlið er komið í notkun. Ljósm. sá. Sjósundsskýli reist í Stykkishólmi Bætt aðstaða til sjósunds í Móvík

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.