Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Page 9

Skessuhorn - 28.04.2021, Page 9
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 2021 9 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ Frumherji hf. Þarabakki 3 109 Reykjavík www.frumherji.is S K E S S U H O R N 2 02 1 Óskast í 60–70% starf Við leitum að starfskrafti sem hefur góða þjónustulund, er áreiðanlegur, getur starfað sjálfstætt og hafið störf sem fyrst. Starfið Móttaka viðskiptavina• Almenn afgreiðsla við skoðun og skráning bíla• Skráningar í tölvu• Símsvörun • Almenn þrif í afgreiðslu• Hæfniskröfur Hæfni í mannlegum samskiptum• Góð þjónustulund• Almenn tölvukunnátta• Góð íslenskukunnátta• Umsóknir sendist á netfangið starf@frumherji.is Öllum umsóknum verður svarað og þær meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Sigríður verkefnastjóri / starfsmannamál í s. 570 9144. Frumherji hf. var stofnað árið 1997 og starfar fyrirtækið við ýmiskonar skoðanir og prófanir ásamt annarri tengdri þjónustu. Frumherji starfar nú á átta mismunandi sviðum á um 30 stöðum á landinu og eru flest starfssvið fyrirtækisins rekin samkvæmt viðurkenndum gæðastöðlum. Starfskraft vantar í afgreiðslu í Borgarnesi Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Minnum á að Kjölur og fleiri félög verða með dagskrá á RÚV kl. 13. á baráttudeginum 1. maí Bæjarstjórn Akraness samþykkti árið 2019 að innleiða verkefnið Heilsueflandi samfélag í samstarfi við embætti Landlæknis og Íþrótta- bandalag Akraness. Meginmark- mið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélagið á Akranesi við að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarhátt- um, heilsu og vellíðan allra íbúa. Markmið Heilsueflandi samfélags á Akranesi eru einnig að sveitarfé- lagið verði sjálfbærara, skilvirkara og eftirsóknarverðara til búsetu, t.d. með því að auka jöfnuð meðal íbúa þess. Heilsueflandi samfélag á Akra- nesi stendur nú fyrir hreyfingar- átaki Skagamanna sem kallast „Skagamenn umhverfis jörðina.“ Brottför í ferðina umhverfis jörð- ina verður 3. maí næstkomandi og heimkoma væntanleg 30. maí. Teknar hafa verið saman gagn- legar upplýsingar fyrir þátttakend- ur: Hversu langt er ferðalagið? Já það er ekki nema 40.075,017 km. Hvernig ferðast ég? Þú reimar á þig góðan skóbún- að og klæðir þig eftir veðri og ferð út að ganga, hlaupa eða hjóla. Öll hreyfing utandyra telur! Hvernig skrái ég hreyfinguna? Þú skráir hreyfinguna inn á Strava. Þar er hópur sem heitir „Skagamenn umhverfis jörðina”. Stillir forritið á „run” og leggur af stað. Saman söfnum við kílómetr- um! Hvert er markmiðið? Það er að ganga frá Akranesi og umhverfis jörðina í því markmiðið að efla lýðheilsu skagamanna. Taktu þátt í skemmtilegu ferða- lagi og förum SAMAN umhverfis jörðina! frg Skagamenn ferðast umhverfis jörðina

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.