Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 12
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 202112 Síðdegis á sunnudaginn lá fyrir nið- urstaða í forvali hjá Vinstri hreyfing- unni grænu framboði í Norðvestur- kjördæmi. Valið var í fimm efstu sætin á framboðslista hreyfingarinnar fyrir kosningarnar í haust og var kosningin rafræn. Á kjörskrá voru 1.454 og nýttu 72% kosningarétt sinn. Í fyrsta sæti varð Bjarni Jónsson varaþingmaður og fiskifræðingur á Sauðárkóki. Felldi hann því Lilju Raf- neyju Magnúsdóttur sem verið hefur þingmaður kjördæmisins síðustu tvö kjörtímabil en Lilja gaf kost á sér til forystu áfram. Hún hafnaði hins veg- ar í öðru sæti. Þetta er í annað skipti á fimm árum sem Bjarni og Lilja takast á í forvali. Árið 2016 bar Lilja Rafney sigur úr býtum með litlum mun, en fyrir fjórum árum var stillt upp á lista. Niðurstaðan úr forvalinu varð þessi: 1. sæti Bjarni Jónsson með 543 at- kvæði í 1. sæti 2. sæti Lilja Rafney Magnúsdóttir með 565 atkvæði í 1.-2. sætið 3. sæti Sigríður Gísladóttir með 444 atkvæði í 1.-3. sæti 4. sæti Þóra Margrét Lúthersdóttir með 622 atkvæði í 1.-4. sæti 5. sæti Lárus Ástmar Hannesson með 679 atkvæði í 1.-5. sæti. mm Engin kröfuganga verður farin á Vesturlandi þann 1. maí í ár vegna samkomutakmarkana, annað árið í röð. Þetta staðfestu Vilhjálm- ur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness, og Signý Jóhann- esdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands, í samtali við Skessu- horn. Miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum 17. mars að slagorðið fyrir 1. maí 2021 yrði „Það er nóg til.“ Í samþykktinni segir m.a.: „Það er nóg til“ er orðatiltæki sem allir Ís- lendingar þekkja og nota gjarnan þegar gest ber að garði. Fólki er boðið að njóta veitinga með við- kvæðinu „fáðu þér, það er nóg til“. „En undirliggjandi meining er ekki síður „ekki vera feimin við að fá ykkur, við viljum deila með ykk- ur.“ Afkoma samfélagsins á Íslandi á fyrri hluta 21. aldarinnar er þrátt fyrir allt með því allra besta sem þekkt er í sögunni. Við búum í landi sem er ríkt af auðlindum – bæði af hendi náttúrunnar og mannauði. Með góðum vilja og réttum ákvörð- unum getum við öll notið mann- sæmandi lífskjara á Íslandi. Hægur er vandinn, það er nóg til.“ Formennirnir minna á útsend- ingu RÚV frá sérstakri skemmti- og hvatningardagskrá, Byggjum réttlátt þjóðfélag, sem flutt er í Hörpu í tilefni baráttudags verka- lýðsins. Landsþekktir tónlistar- menn, skemmtiatriði og hvatning- arorð frá forystu verkalýðshreyf- ingarinnar einkenna þennan sögu- lega viðburð. Að dagskránni standa eftirfarandi heildarsamtök launa- fólks: ASÍ, BHM, BSRB og kÍ. Út- sendingin hefst kl. 17:10. frg Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjör- dæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september var sam- þykktur með öllum greiddum atkvæðum á fjölmennu, en rafrænu, aukakjördæmisþingi 20. apríl síðastliðinn. póstkosning um fimm efstu sæti listans fór fram síðla vetrar þar sem röðun í efstu fimm sætin var ákveðin. Listinn í heild er þannig: 1. Stefán Vagn Stefánsson, Sauðárkróki - Yfirlögreglu- þjónn og forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar 2. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Borgarbyggð - Há- skólanemi og formaður Sambands ungra Framsóknar- manna 3. Halla Signý kristjánsdóttir, Önundarfirði - Alþingis- maður 4. Friðrik Már Sigurðsson, Húnaþingi vestra - Bóndi og formaður byggðarráðs Húnaþings vestra 5. iða Marsibil Jónsdóttir, Vesturbyggð - Skrifstofu- og mannauðsstjóri og forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar 6. Elsa Lára Arnardóttir, Akranesi - Aðstoðarskólastjóri, formaður bæjarráðs Akraneskaupstaðar og fv. alþingis- maður 7. Þorgils Magnússon, Blönduósi - Skipulags- og bygg- ingarfulltrúi 8. Gunnar Ásgrímsson, Sauðárkróki - Háskólanemi 9. kolbrún Ösp Guðrúnardóttir, Stykkishólmi - Nemi 10. Jóhanna María Sigmundsdóttir, Búðardal - Verk- efnastjóri og fv. alþingismaður 11. Ragnheiður ingimundardóttir, Strandabyggð - Verslunarstjóri 12. Gauti Geirsson, Ísafirði - Nemi 13. Sæþór Már Hinriksson, Sauðárkróki - Tónlistar- maður 14. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Borgarbyggð - Lög- reglumaður 15. Sigurdís katla Jónsdóttir, Dalabyggð -Nemi 16. Sveinn Bernódusson, Bolungarvík – Járnsmíðameist- ari. mm Sveitarsjóður Dalabyggðar var gerður upp með 42,9 milljóna króna hagnaði á árinu 2020 en árs- reikningurinn var lagður fram til fyrri umræðu 15. apríl síðastliðinn. Rekstrartekjur A og B hluta sveitar- sjóðs námu 993 milljónum króna. Á síðasta ári greiddu íbúar 14,52% út- svar, eða lögbundið hámark. Álagn- ingahlutfall fasteignaskatts var 0,50% í A-flokki sem er lögbund- ið hámark, í B-flokki nam álagn- ingarhlutfallið 1,32% sem einnig er lögbundið hlutfall og í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess er 1,32%. Sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25% umfram framangreind hámörk. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 855,6 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam 766,5 millj. kr. Á fundi sveitarstjórnar var reikn- ingurinn staðfestur og samþykkt að vísa honum til síðari umræðu og af- greiðslu í sveitarstjórn. mm Þrjú efstu sætin skipa þau Bjarni, Lilja Rafney og Sigríður. Bjarni Jónsson er sigurvegari í forvali VG Framboðslisti Framsóknar samþykktur Framsóknarflokkurinn á nú tvo þingmenn í kjördæminu. Þau leiða framboðslistann að þessu sinni; Stefán Vagn Stefánsson og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Frá Búðardal. Ljósm. sm. Rekstur Dalabyggðar jákvæður um 43 milljónir króna Engin kröfuganga farin 1. maí

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.