Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Page 14

Skessuhorn - 28.04.2021, Page 14
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 202114 Aflabrögð hafa verið mjög góð í Snæfellsbæ eftir að hrygningar- stoppinu lauk 21. apríl síðastliðinn. Að sögn kristjáns Sæbjörnssonar, hafnarvarðar í Rifi, hafa aflabrögð verið mjög góð og nefndi hann að dragnótarbáturinn Esjar SH hafi landað tvisvar á dag nokkra daga og á sunnudag var hafi aflinn yfir dag- inn verið 32 tonn í tveimur löndun- um. Netabáturinn Bárður SH kom með 25 til 40 tonn eftir daginn. Einnig hafa handfærabátar verið að fá mjög góðan afla eða 3,5 tonn. Afli línubátanna hefur verið rokk- andi og hafa a.m.k. þrír þeirra farið suður til veiða eða allt frá Akranesi og til Grindavíkur, segir kristján, og bætir við að almennt séu sjó- menn bjartsýnir á komandi sumar. Sigurður Sveinn Guðmunds- son hafnarvörður í Ólafsvík tók í sama streng og kristján og sagði að aflinn hafi verið mjög góður og nefndi í því sambandi að línubátur- inn Hafdís Sk hafi landað 17 tonn- um eftir einn róður á sunnudag og handfærabátarnir fengið góðan afla svo það er yfir engu að kvarta hér, sagði Sigurður. Guðmundur Ívarsson hafnar- vörður á Arnarstapa sagði að á sunnudag hafi verið fjórir hand- færabátar á sjó og allir með yfir tonnið. „Það eru komnir 12 hand- færabátar nú þegar hingað á Arnar- stapa og þegar strandveiðibátarnir fara að koma má búast við að fjöldi báta sem landa hér í sumar verði á bilinu 40 til 50 og þá færist heldur betur líf í tuskurnar,“ sagði Guð- mundur. af Nú styttist í að strandveiðitimabilið hefjist en bátar mega halda á mið- in mánudaginn 3. maí. Trillukarlar eru því í óða önn að gera báta sína klára fyrir sumarið og hafa nokkr- ir sett á flot. Á meðfylgjandi mynd eru bræðurnir Hjörleifur og Al- bert Guðmundssynir að setja einn öflugasta strandveiðibátinn í Snæ- fellsbæ á flot; Geisla SH sem er í eigu Hjörleifs en Albert stendur á stefni bátsins. af Bjargmundur Grímsson fór sinn fyrsta róður á báti sínum Hafrún SH á sunnudaginn. Almennt tala menn um það í Ólafsvík að vorið sé komið þegar Beggi hefur sjósett bát sinn. „Þetta gekk fínt í dag,“ sagði Beggi eftir sinn fyrsta túr. „Ég fór út um hádegið og var kom- inn í land rétt fyrir kvöldmat. Já, já, ég var sáttur með daginn, þetta vigtaði 700 kíló og ég er bara sátt- ur við það,“ sagði Beggi brosandi. „Það var stutt á miðin. Ég er með smá kvóta á bátnum og það dugar mér allavega í sumar. Ég er á litlum hæggengum báti svo ég get nú ekki farið langt til að sækja aflann,“ bæt- ir hann við. af Sjávarútvegsráðherra hefur undir- ritað reglugerð þess efnis að afla- mark í ýsu verði aukið um 8.000 tonn á yfirstandandi vertíð. Það fer því úr 44.419 tonnum í 52.419 tonn. Sú hækkun verður dregin frá því aflamarki sem annars yrði út- hlutað á fiskveiðiárinu 2021/2022. Tilefni þessarar ákvörðunar eru erfiðleikar sem rekja má til mikillar ýsugengdar á veiðisvæðum við Ís- land en þann 21. apríl var búið að veiða rúmlega 90% aflaheimilda í ýsu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Hafrannsóknarstofnun og Fiski- stofa taka undir að nauðsynlegt sé að bregðast við vandanum. Í áliti Hafrannsóknarstofnunar segir: „Eins og fram hefur komið telur ráðuneytið ekki aðrar færar leiðir til að taka á vandanum, að óbreytt- um lögum, en þá að auka aflamark. Hafrannsóknastofnun leggst ekki gegn því að aflamark verði auk- ið á yfirstandandi fiskveiðiári enda verða heimildirnar dregnar frá því aflamarki sem annars yrði úthlutað á fiskveiðiárinu 2021/2022, sam- kvæmt samþykktri aflareglu. „Stofnunin bendir á að aukningin nú gæti valdið því að svipaður vandi komi upp á næsta fiskveiðiári og því mikilvægt að öllum verði ljóst að aukningin nú verði til frádráttar á komandi fiskveiðiári. Slík skilaboð samhliða úthlutun gætu stuðlað að því að ekki verði farið í aukna beina sókn í ýsustofninn sem aukið getur á mögulegan vanda á komandi fisk- veiðiári.“ mm klukkan 10 árdegis á miðvikudag- inn í liðinni viku áttu allir þorskar í sjónum að vera búnir að hrygna, að mati sérfræðinga Hafrannsókna- stofnunar. Þá máttu bátar róa að nýju. Allmargir héldu því til veiða þá um morguninn en sumir tóku þó forskot á sæluna og fóru út um mið- nætti áður til að tryggja sér stæði þótt ekki mætti setja veiðarfæri í sjó fyrr en nákvæmlega klukkan tíu. Áhöfnin á dragnótarbátnum Ólafi Bjarnasyni SH 137 frá Ólafsvík, var ekkert að stressa sig og hélt á miðin klukkan 8.30 um morguninn. af Strandveiðibátarnir sjósettir hver af öðrum Þorskurinn lauk hrygningu klukkan tíu Löndun úr handfærabátnum Naustvík ST í Ólafsvík síðastliðinn sunnudag. Góð aflabrögð frá höfnum Snæfells- bæjar eftir hrygningarstoppið Beggi á miðunum síðastliðinn sunnudag. Ljósm. af Vorið komið þegar Bjarg- mundur hefur sjósett Ýsukvótinn aukinn um átta þúsund tonn

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.