Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 28.04.2021, Blaðsíða 23
MiðVikUDAGUR 28. ApRÍL 2021 23 Það var við hæfi að fara á tón- leika undir nafninu „Sjáðu sólina“ á Sumardaginn fyrsta, en kirkju- kór Ólafsvíkur stóð fyrir tónleik- unum. Þema tónleikanna eins og nafnið gefur til kynna var sólin og gleðin yfir vori og sumarkomu. Lögin á efnisskránni voru fjöl- breytt; allt frá sálmum til Bítlanna. Undirleikarar á þessum tónleik- um voru fjórir, þau Valentina kay, Nanna Aðalheiður Þórðardóttir, Þorsteinn Jakobsson og Sigurð- ur Höskuldsson en kórinn söng einnig eitt af lögum Sigurðar, Sjáðu sólina. Veronica Osterham- mer kórstjóri og Jón Bjarki Jónat- ansson tenór sungu fallegan dú- ett sem hreif tónleikagesti sem og öll efnisskráin. Voru tónleikagestir sammála um að tónleikarnir hefðu verið einstakir á margan hátt enda ekki verið mikið um menningar- viðburði á svæðinu undanfarið ár. Mátti í raun vart á milli sjá hverjir nutu tónleikanna betur; tónleika- gestir eða flytjendurnir. þa Tónleikar með yfir- skriftinni Sjáðu sólina markaðsstjóra Dagur í lífi... Nafn: Líf Lárusdóttir Fjölskylduhagir/búseta: Gift Ragnari Gunnarssyni og við eigum saman eina 4 ára dóttur – Móeyju Ragnarsdóttur. Erum búsett á Akranesi. Starfsheiti/fyrirtæki: Mark- aðsstjóri Terra. Áhugamál: Ferðalög, veislu- höld, golf, bakstur, flokkun og skipulag að ógleymdum sam- verustundum með fjölskyldu og vinum. Dagurinn: 20. apríl Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vaknaði klukkan 7 og skellti mér í sturtu og síðan tók við undirbúningur fyrir dag- inn sem felur meðal annars í sér samningaviðræður við eina fjögurra ára um föt sem skuli klæðast og hvað skal setja í hár- ið. Ekki að ég hafi mikið um það að segja lengur... Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Það var sloddi í morgun- mat! Þegar við Eyja Þóra vin- kona mín áttum heima sam- an í Barcelona þá gerðum við ósjaldan hafragraut í morguns- árið en orðið „sloddi“ var not- að yfir grautinn í hennar fjöl- skyldu og ég hef haldið í þetta góða orð allar götur síðan. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Það var heimaskrif- stofan þennan daginn svo það var ekki langt að fara svo ferða- lagið fór fram á tveimur jafn- fljótum. Umhverfisvænt og þægilegt! Fyrstu verk í vinnunni: Fyrsta verkefni dagsins var að fara yfir tölur vikunnar á undan í ákveðinni markaðsherferð sem við erum með í gangi og deila gleðinni með samstarfsfélög- unum. Hvað varstu að gera klukk- an 10? klukkan 10 skellti ég í einn ískaffibolla að hætti Díönu Bergs. kosturinn við heimaskrifstofuna er klárlega kaffivélin en þegar ég bý til ís- kaffið þá kaldflóa ég mjólk og bæti við klökum og einu skoti af expresso. Bætir og kætir! Hvað gerðirðu í hádeginu? Við mamma áttum stefnumót á Café kaju en þangað förum við ósjaldan í hádegismat þegar ég er að vinna á Akranesi. Avo- cado brauðið og rauðrófusafinn eru í miklu uppáhaldi og gefur manni góða og holla orku. Hvað varstu að gera klukkan 14: klukkan 14 var ég að klára rafræna kynningu fyrir fyrir- tæki í Reykjavík um flokkun á úrgangi. Það er klárlega eitt af því sem að Covid bylgjan eða bylgjurnar hafa kennt okkur að nýta tæknina með slíkum hætti. Þá er ég eins og í þessu tilviki stödd á heimaskrifstof- unni og held námskeið á net- inu fyrir starfsfólk fyrirtækis og þau eru jafnvel stödd heima hjá sér líka. Ekki svo að skilja að það er klárlega skemmtilegra að mæta á svæðið en það er að- allega vegna þess að þá verður meira úr heimsókninni, ég fæ að kynnast betur fyrirtækinu og spjalla betur við fólkið sem þar vinnur. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Hætti klukkan 16 og síðasti klukkutíminn fór í tölvupósta, gamlar og nýjar syndir. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Það er gaman að segja frá því að eftir vinnu tók við skemmti- legt og nokkuð óhefðbund- ið verkefni, að setja saman eitt stykki jarðgerðartunnu og finna henni stað í garðinum. Manninum mínum til mikill- ar ánægju þá stefnum við nú að því að jarðgera allan lífrænan úrgang sem fellur til á heim- ilinu og minnka þannig enn frekar það magn sem fer frá okkur í blandaðan úrgang. Ef vel tekst til þá tekur það um ár fyrir fjölskyldu á stærð við okk- ar að fylla eina svona tunnu og þá ættum við að vera komin með prýðis góða moltu í garð- inn næsta sumar. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Í kvöldmatinn var heimagerð grænmetissúpa sem maðurinn minn eldaði venju samkvæmt en hann er mjög liðtækur í eldhúsinu. Nýbak- að ólífubrauð og ostasalat úr kallabakarí með. Dóttir okk- ar fær svo góða grænmetissúpu á leikskólanum og var búin að biðja okkur í margar vik- ur að gera eins súpu. Skemmst frá því að segja að þá þurfum við sennilega að fá uppskrift- ina frá leikskólanum – því eft- ir 2 klst undirbúning og elda- mennsku, svo ekki sé minnst á tímann sem tók að mauka nið- ur allt grænmetið í súpunni, þá stóð hún ekki undir væntingum dótturinnar. En aðrir meðlimir á heimilinu voru ánægðir með framtakið engu að síður. Hvernig var kvöldið? kvöld- ið fór í stúss í kringum Jóa tunnu (það er sem sagt nafn- ið á jarðgerðartunnunni okk- ar) og að setja inn myndir frá ferlinu á instagram. Ég nefni- lega gerði smá könnun þar um hvort fólk vildi fylgjast með ferlinu og áhuginn lét ekki á sér standa. Svo ég þurfti að standa við mína plikt sem var svo sem ekki mikið vandamál þegar ég var byrjuð að setja inn myndir og smá fróðleik með, það var frekar að það væri erf- itt að stoppa. Enduðum síðan á einum Billions sem er þátta- sería sem við Raggi erum með í gangi núna, popp og suðu- súkkulaði í skál og allir glaðir. Hvenær fórstu að sofa? Ætli klukkan hafi ekki verið að nálg- ast ellefu þegar ég fór að sofa. Það er markmið þessa dag- ana að vera komin upp í rúm í kringum tíu en þið vitið, lífið og allt það. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Eins og ég vildi óska að ég gæti sagt hér frá því hvernig ég lauk við aðra af tveimur bókunum sem bíða orðið örvæntingarfullar á náttborðinu að þá var það ekki alveg svo gott heldur var síðasta verkið innihalds- laust „vafr á instagram“ Hvað stendur uppúr eft- ir daginn? klárlega ævintýr- ið með Jóa tunnu og svipur- inn á manninum mínum sem fékk það heiðurshlutverk að hella fyrsta skammtinum af lífrænum úrgangi úr eldhús- inu sem við höfum safnað saman síðustu daga í tunn- una. Í blíðu og stríðu minnti ég hann á. Eitthvað að lokum? Áfram ÍA og gleðilegt sumar, von- andi fáum við að njóta þess að vera með fólkinu okkar í sumar og ferðast, já og halda eins og eina eða tvær veislur! vaks Líf Lárusdóttir markaðsstjóri Terra. Hugað að Jóa tunnu, nýju jarðgerðartunnunni á heimilinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.