Skessuhorn


Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 8
miðvikudagur 5. maí 20218 Ljóslaus á hrað- ferð án skírteinis VESTURLAND: Á fimmtu- dag í síðustu viku stöðvuðu lög- reglumenn ökumann á ljóslausri bifreið á 123 kílómetra hraða á vesturlandsvegi. Til viðbótar hraðanum og ljósleysinu reynd- ist ökumaður ekki vera með ökuskírteinið á sér. var hann sektaður um 110 þúsund krón- ur. -frg Áfram kvartað vegna malarflutninga AKRANES: Skessuhorn sagði frá því í síðustu viku að mikið væri um kvartanir vegna ógæti- legs aksturs, hraðaksturs og símanotkunar vörubílstjóra í Skógahverfi á akranesi. kvart- anir berast lögreglu enn í stríð- um straumi og hefur lögregl- an aukið viðbúnað og eftirlit í hverfinu, bæði á merktum og ómerktum bifreiðum auk þess að ræða við verktaka og öku- mennina. -frg Eldhætta af fellihýsi AKRANES: Á aðfararnótt sunnudags barst Neyðarlínu til- kynning um eldhættu sem staf- aði af fellihýsi sem væri í raf- hleðslu við Smiðjuvelli á akra- nesi. Þar hafði kefli með raf- magnssnúru brunnið. Lög- reglumenn sem mættu á staðinn kipptu keflinu úr sambandi og komu þar með í veg fyrir frek- ara tjón. -frg Aftanákeyrsla á Akrafjallsvegi VESTURLAND: Tveir bílar lentu í árekstri á akrafjallsvegi við Ós síðastliðinn laugardag. Ökumaður bíls hugðist beygja af akrafjallsvegi inn að Ósi. annarri bifreið var þá ekið aft- an á bifreið hans með þeim af- leiðingum að ökumaður fremri bílsins rak höfuðið harkalega í gluggapóst og vankaðist. Öku- maður kom sér sjálfur á slysa- deild. -frg Fastur utan vegar VESTURLAND: Á mánu- dagskvöld barst Neyðarlínu til- kynning um bifreið sem ekið hafði út af veginum við vals- hamarsá á Snæfellsnesi og sat þar föst. Enginn slasaðist við út- afaksturinn og var viðkomandi gefið upp símanúmer dráttar- bílaþjónustu í Stykkishólmi. -frg Graslykt í fjölbýlishúsi AKRANES: um miðjan dag á laugardag barst Neyðarlínu til- kynning um að íbúar teldu að verið væri að reykja gras í íbúð í fjölbýlishúsi á akranesi og að stigagangurinn angaði af gras- lykt. Lögreglumenn fóru á stað- inn og ræddu við þann sem lá undir grun. Hann viðurkenndi að hafa reykt gras kvöldið áður. Þess má geta að lögreglumenn fundu enga graslykt í stigagang- inum né í íbúð hins grunaða. -frg Erlendur með allt á hreinu VESTURLAND: vegfarend- ur tilkynntu Neyðarlínu um erlendan puttaferðalang á leið í Búðardal á fimmtudag í síð- ustu viku. Nokkuð hefur borið á slíkum tilkynningum að sögn lögreglu en þegar lögreglu- menn fylgdu þessari tilkynn- ingu eftir reyndist ferðalangur- inn hafa allt sitt á hreinu. Hann var reyndar nýkominn til lands- ins en hafði lokið sóttkví á hót- eli og tveimur skimunum. -frg Ekki næg réttindi til að aka stórum pickup VESTURLAND: Lögregla stöðvaði í vikunni ökumann á stórri dodge ram pallbifreið. reyndist ökumaðurinn ekki hafa þau auknu réttindi sem krafist er til aksturs svo stórrar bifreiðar og hlaut hann 40 þús- und króna sekt. Lögregla segir að of algengt sé að fólk athugi ekki hvort það hafi næg réttindi til að aka stærri og þyngri bif- reiðum. -frg Aflatölur fyrir Vesturland 24. til 30. apríl. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 16 bátar. Heildarlöndun: 157.972 kg. Mestur afli: Jónína Brynja íS-55: 59.098 kg. í sjö löndun- um. Arnarstapi: 16 bátar. Heildarlöndun: 89.535 kg. Mestur afli: Bárður SH-811: 30.795 kg. í fjórum löndunum. Grundarfjörður: 10 bátar. Heildarlöndun: 311.473 kg. Mestur afli: Sigurborg SH-12: 93.243 kg. í einni löndun. Ólafsvík: 22 bátar. Heildarlöndun: 583.801 kg. Mestur afli: Steinunn SH-167: 157.718 kg. í fjórum löndun- um. Rif: 18 bátar. Heildarlöndun: 849.172 kg. Mestur afli: Saxhamar SH-50: 120.245 kg. í fjórum löndun- um. Stykkishólmur: 8 bátar. Heildarlöndun: 44.733 kg. Mestur afli: Fjóla SH-707: 15.448 kg. í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Sigurborg SH-12 GRU: 93.243 kg. 26. apr. 2. Hringur SH-153 GRU: 67.331 kg. 28. apr. 3. Farsæll SH-30 GRU: 65.801 kg. 27. apr. 4. Runólfur SH-135 GRU: 62.457 kg. 26. apr. 5. Rifsnes SH-44 RIF: 51.069 kg. 28. apr. -frg Síðastliðinn föstudag var fánaborg reist á lóðinni þar sem gamla fiski- mjölsverksmiðjan stóð í fjöldamörg ár á hafnarsvæðinu í grundarfirði. Hún var rifin á síðasta ári en á lóð- inni mun nýtt netaverkstæði guð- mundar runólfssonar hf. rísa á næstu misserum. Samningur á milli guðmundar runólfssonar hf og vélsmiðju grundarfjarðar ehf. var undirritaður um bygginguna. vél- smiðjan flytur inn allt efni í bygg- inguna frá Póllandi og mun svo sjá um að reisa húsið sem verður 860 fermetrar að grunnfleti. Stefnt er að því að taka húsið í notkun þann 9. október í haust en það er afmæl- isdagur guðmundar heitins run- ólfssonar stofnanda fyrirtækisins. tfk Samkvæmt greinagerð og kostnað- armati verkís mun það kosta 654 milljónir króna að standsetja hús Borgarbyggðar við Brákarbraut 25-27 í Borgarnesi og gera það not- hæft að nýju. Húsnæðinu var lokað um miðjan febrúar eftir alvarlegar athugasemdir byggingafulltrúa og eldvarnaeftirlits Borgarbyggð um ófullnægjandi brunavarnir í hús- unum. Þar voru 14 rekstraraðilar með aðstöðu í fyrrum húsum slát- urhússins; ýmis félagasamtök, fyr- irtæki og stofnanir. var öllum gert að hætta starfsemi í húsinu. Starfs- menn verkís skoðuðu byggingarn- ar í mars og hafa nú skilað greina- gerð með tillögum að úrbótum og voru þær lagðar fyrir byggðarráð í apríl. „í verklýsingu er gert ráð fyr- ir að kostnaðarmat sé skipt niður eftir aðilum, sem nota húsnæðið. Þetta er óraunhæft að því leyti að mjög stór hluti mögulegra úrbóta felst í að endurgera þak uppruna- legs sláturhúss og ekki raunhæft að allur kostnaður vegna þess falli á starfsemina á efstu hæð hússins. Einnig er verulegur hluti raflagna og brunavarna sameiginlegur rým- unum. kostnaðarmatið fylgir því einstökum byggingum og bygg- ingarhlutum. kostnaður einstakra aðila ætti að miðast við hlutfallstölu fermetra af fermetrum alls,“ segir í skýrslu verkís. Valkostir Samkvæmt verkís eru tveir valkost- ir um úrbætur á stálskemmunni. annars vegar að rífa bygginguna, nema aðstöðu Borgarverks í norð- urenda hennar, og endurgera gafl- vegg og hins vegar að rífa yfirbygg- inguna og endurnýja hana ásamt skilveggjum. miðast kostnaðar- mat við seinni valmöguleikann og myndi það kosta 199 milljónir að framkvæma. Það er metið svo að rífa þurfi gúanóið, gamla frysti- húsið, vélasalinn og verkstæðið og farga byggingarefnum og mun það kosta 13 milljónir króna að rífa gúanóið og 49 milljónir að rífa hitt. Þá er metið svo að viðbygging sem dósamóttaka Öldunnar hefur verið í þurfi annað hvort að rífa alveg eða að rífa þak, endurgera útveggi, laga brunavarnir og rafkerfi. kostnað- armatið byggir á að húsnæðið yrði rifið og myndi það kosta 14 millj- ónir. í sláturhúsinu sjálfu er margvís- leg starfsemi en í skýrslunni eru nefndir þrír valkostir um úrbætur. Fyrsti valkosturinn er að rífa hús- ið og farga byggingarefnum. annar valkostur væri að rífa þak, útveggja- klæðningar og innviði eftir þörfum og endurnýja í sömu mynd. í þriðja lagi væri hægt að gera það sama og í valkosti tvö nema að færa hús- næðið í upphaflega mynd og mið- ar kostnaðarmatið við þann valkost. Er áætlaður kostnaður við Slátur- húsið 379 milljónir króna. Skiptist sá kostnaður niður á þá aðila sem eru með starfsemi í húsnæðinu: 31% Fornbílafélagið, 1% dósam- óttaka Öldunnar, 10% vinnustofa Öldunnar, 10% Nytjamarkaður- inn, 5% mótorhjólafjelagið raft- ar, 5% Byggðasafn Borgarfjarðar, 12% golfklúbbur Borgarness, 14% Skotfélag vesturlands, 1% Eygló Harðardóttir myndlistarmaður og 11% sameiginleg rými. arg Eigendur og fulltrúar frá Guð- mundi Runólfssyni hf, Vélsmiðju Grundarfjarðar ehf, Grundar- fjarðarbæ og Grundarfjarðar- höfn að undirritun lokinni. Skrifað undir samning um byggingu nýs netaverkstæðis Þeir Remigijus Bilevicius hjá Vélsmiðju Grundarfjarðar og Guðmundur Smári Guð- mundsson hjá Guðmundi Runólfssyni hf undirrita samninginn. Áætlað að kosti 654 milljónir að laga og rífa húsnæði í Brákarey Hluti af húsnæði Borgarbyggðar við Brákarbraut 25-27. Ljósm. úr safni/ mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.