Skessuhorn


Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 27
miðvikudagur 5. maí 2021 27 Vísnahorn vorinu gengur stundum eitthvað misvel að nálg- ast okkur þrátt fyrir hlýnandi veðurfar. Nú eða kannske erum við bara svona kröfuhörð? Það er nú ekki nýtt með mannskepnuna. Nú á dögunum orti gunnar Straumland: Á mér dynur slydduslabb, slær mig austanbylur. Er þá vorið aprílgabb sem ekki nokkur skilur? Og trúlega um líkt leyti heyrðist frá Friðrik Steingrímssyni: Kalt í spánni ennþá er út við hafið nyrsta, seinka verður sýnist mér sumardegi fyrsta. Fyrir utan peningavandamálið hafa fá vandamál orðið eins þekkt og tengdamóð- urvandamálið þó það hafi til þessa sneitt hjá undirrituðum, enda varla til sú móðir sem ekki vill barni sínu það besta en sumum verð- ur það þó á að henda steini úr glerhúsi. Hins- vegar veit ég raunverulega ekkert um tildrög eftirfarandi vísu Bjarna gíslasonar annað en það sem hún segir sjálf: Þótt ég hafi heims um slóðir hrasað afvega. Tilvonandi tengdamóðir: „Talaðu varlega“. Sem betur fer eru þó mun fleiri sem eru al- gjörlega lausir við þennan vanda, það er bara ekki eins gaman að tala um þegar allt geng- ur vel. Öldruð kona sem lá fyrir dauðanum kvaddi tengdason sinn með þessum orðum og er ekki að heyra að mörg vandamál hafi verið í þeirra samskiptum: Aldrei heyrðist anda kalt orð af þínum vörum. Þakka þér fyrir eitt og allt, eg er nú á förum. iðulega kemur upp trúlofunarþörfin í unga fólkinu á vorin og þá ekki síður þörf kvennanna til að endurskipuleggja allt mögu- legt og ómögulegt innanhúss. Þegar Þangskála Lilja gottskálksdóttir var í tilhugalífinu með Pétri sem varð síðari maður hennar orti bróðir hennar, Jón gottskálksson skagamannaskáld: Rúmið færa fór í gær - fer það ærið betur. Hugljúf mær vill hafa nær hjartakæran Pétur. Það var hinsvegar Bjarni frá gröf sem velti fyrir sér eilífðarmálunum með þessum hætti: Þótt líkaminn sé lúka af mold og líklega brenni í Víti sálin, finnst mér gott að hafa hold. -Það hressir upp á kvennamálin. Egill Jónasson á Húsavík aftur á móti svar- aði spurningunni „Hvað metur þú mest við konur“ á þennan hátt: Karlmennirnir kvenna biðja. Kossum hafa fáar neitað.- En það er víst kölluð þungamiðja þetta sem mest er eftir leitað. Það stendur víst til að við kjósum okkur nýtt þing í haust og hugsanlega nýja stjórn hvern- ig sem það fer nú allt saman. vonandi verða einhverjir ánægðir með nýju stjórnina svona fyrstu dagana að minnsta kosti hvað sem síðar kann að verða. gunnlaugur Pétursson frá Sel- haga orti um þáverandi ríkisstjórn en hvaða skilning ber að leggja í orðin verður hver og einn að ákveða fyrir sig: Skeiðar til ég hef og hnífs en hvergi má við fórninni. Af öllu hjarta eilífs lífs óska ég ríkisstjórninni. Sjaldnast skortir á það í aðdraganda kosn- inga að velviljaðir stjórnmálamenn bendi okkur á hvað við eigum að kjósa og hver hætta gæti stafað af því ef við kysum eitthvað annað. Líklega verður þeim töluvert ágengt því ég reikna með að flestir sem á annað borð kjósa kjósi þá einhvern af þeim listum sem í fram- boði eru. Fyrir allmörgum árum orti Frey- steinn gunnarsson í kosningaundirbúningi: Grásleppan veiðist suður með sjó, það sýnir hvað hún er gáfnasljó að alltaf fiskast þar nægtanóg í netin á hverjum vetri.- -En aðrir fiskar í öðrum sjó eru víst lítið betri. Einhverra hluta vegna gera pólitíkusar ekki mjög mikið af því að hlaða lofi á mótfram- bjóðendur sína svona stuttu fyrir kosningar að minnsta kosti. veit ég ekki hvað veldur, því allir stjórnmálamenn telja sjálfa sig hin mestu afbragðseintök. Hallgrímur frá Ljárskógum orti um einhvern sómamann (sem kannske hefur verið í framboði þó ég hafi ekki hug- mynd um það): Orðahákur apa kann andinn brákast níði. Allt er kák, sem yrkir hann eða hrákasmíði. Já þingmenn okkar eru eilíf og óþrjót- andi uppspretta „gagnrýninnar umræðu“ og meiri líkur á að sú auðlind standi af sér ýms- ar hremmingar en ferðamannaauðlindin sem margir hafa talið óþrotlega. Fyrir allmörgum árum stóðu yfir endurbætur á alþingishúsinu og var meðal annars smíðuð ný útihurð sem þótti dýr á þeim tíma. Þá var kveðið: Þingmenn okkar aldrei ráðvana stóðu á úrbótatillögum verður ei nokkur þurrð. Nú fara þeir senn að brugga bjargráðin góðu bak við nýja milljón krónu hurð. Jóhann guðmundsson frá Stapa orti brag- arbót: Þingmenn okkar enga sýna dáð er á viti og gæðum mikil þurrð, ég held þeir séu að brugga banaráð bak við nýja milljón krónu hurð. má vera að einhverjum hafi í seinni tíð fundist spádómsgáfa Jóhanns koma óþarflega glöggt fram. Þegar Helgi Hóseasson sletti skyrinu (sem hann átti sjálfur) á þingmenn við þingsetningu 1972 orti Benedikt frá Hof- teigi: Á Alþingi er eins og fyr ekki mikil glæta. Mundi ekki meira skyr mega úr þessu bæta. um einhvern ágætan mann orti Egill Jón- asson en ég hef bara því miður enga hugmynd um það hverrar skoðunar hann var í pólitík: Að guð muni hafa ætlað sér, að gera úr honum mann, það getur engum dulist sem að skoðann. Af leirnum hefur sjálfsagt verið lagt til nóg í hann, en líklega hefur mistekist að hnoð´ann. Bjarni frá gröf bætti svo um betur: Að Drottinn hafi skapað líf úr leir er lítill vafi. Biblían þess getur. En ef þeir hefðu átt við þetta tveir Agli hefði tekist hnoðið betur. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 En það er víst kölluð þungamiðja - þetta sem mest er eftir leitað Breið þróunarfélag fékk fyrr á þessu ári styrk úr uppbyggingar- sjóði vesturlands til að vinna sviðs- myndavinnu og greina forsendur rekstrar í Hafbjargarhúsi við Breið- argötu 2 á akranesi. Sviðsmyndirn- ar eru unnar af Ásu katrínu Bjarna- dóttur, mastersnema í sjálfbærri borgarhönnun. Þær byggja á grein- ingu á svæðinu, sögu þess og stað- aranda með sjálfbærni að leiðar- ljósi. Sviðsmyndunum er skipt upp í þrjá flokka eftir umfangi inngrips. Niðurstaða vinnunnar er að mik- ilvægt sé að byrja innávið og vekja athygli á svæðinu sjálfu, húsnæð- inu sem og einstöku umhverfi. auk þess yrði byrjað á að vekja áhuga ferðamanna á svæðinu. ráðlegast væri því að byrja á sviðsmynd eitt þar sem Hafbjargarhúsið yrði leigt út til aðila sem myndu halda tón- listar- og kvikmyndaviðburði og byrja þannig á því að vekja athygli á svæðinu. Næst eða samhliða yrði farið í sviðsmynd tvö þar sem um meðal inngrip væri að ræða og húsnæð- ið leigt út fyrir stærri viðburði og þá hægt að leigja gáma eða matar- trukka þar sem seldur yrði stemn- ings matur samhliða viðburðum. Farið yrði í lágmarks framkvæmdir til þess að gera húsnæðið meira að- laðandi og jafnvel settur glervegg- ur út í Skarfavör til að hleypa birtu inn og njóta stórbrotins útsýnis út á flóann. allt þetta myndi svo leiða til þess að sviðsmynd þrjú fælist í að fjár- festar myndu byrja á að veita svæð- inu eftirtekt og þá sjá þá óviðjafna- legu eiginleika sem Hafbjargar- húsið og umhverfi þess hafa uppá að bjóða með sinni einstöku nátt- úrufegurð og sögu. með bjartari tíma að leiðarljósi í ferðaþjónustu myndu fjárfestar mögulega vilja taka þátt í þessu verkefni sem gæti undið upp á sig í enn fleiri verkefn- um á svæðinu. meðfylgjandi myndir sýna út- færslur af sviðsmyndavinnu Ásu katrínar. mm/hg Sviðsmynd 3. Unnið með þrjár sviðsmyndir vegna Hafbjargarhúss Áætlanir byggjast á að í og við Hafbjargarhúsið færist líf og fjör. Sviðsmynd 1. Sviðsmynd 2.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.