Skessuhorn


Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 30
miðvikudagur 5. maí 202130 Hvert er besta lagið í klef- anum? Spurning vikunnar (Spurt á Jaðarsbökkum á Akranesi) Bryndís Rún Þórólfsdóttir „Þetta lag er ía-Halli melló.“ Selma Dögg Þorsteinsdóttir „Fire Burning-Sean kingston.“ Eva María Jónsdóttir „No Church in The Wild- JaY-Z, kanye West, Frank Ocean, The-dream.“ Erna Björt Elíasdóttir „gönna-SælirBois.“ Erla Karítas Jóhannesdóttir „antisocial-Ed Sheeran, Trav- is Scott.“ Skagakonur eru úr leik í mjólk- urbikarnum eftir 2:4 tap gegn augnabliki í leik sem fram fór á kópavogsvelli á laugardag. Leik- urinn byrjaði vel hjá ía þegar anna Þóra Hannesdóttir kom liði sínu yfir á 19. mínútu. En heima- konur í augnabliki náðu að jafna metin á 33. mínútu með marki vigdísar Lilju kristjánsdóttur og staðan 1:1 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik náðu heimakon- ur forystunni með marki Eydís- ar Helgadóttur en dagný Hall- dórsdóttir jafnaði fimm mínút- um síðar fyrir ía. En heimakon- ur í augnabliki náðu síðan að skora tvö mörk með tveggja mín- útna millibili upp úr miðjum síð- ari hálfleik og tryggja sér sigur- inn. vigdís Lilja kristjánsdóttir skoraði sitt annað mark og þriðja mark heimamanna og kom þeim yfir að nýju í leiknum en það var síðan Eva maría Jónsdóttir sem varð fyrir því óláni að skora sjálfs- mark. se/ Ljósm. sas. Skagamenn heimsóttu valsmenn á Hlíðarenda síðastliðið föstudags- kvöld í opnunarleik Pepsí max deilarinnar þetta árið. Þrátt fyrir að valsmönnum sé spáð baráttu um ís- landsmeistaratitlinn og Skagmönn- um fallbaráttu í sumar þá mættu gestirnir ákveðnir til leiks og gáfu fá færi á sér í fyrri hálfleik. vals- menn héldu boltanum betur eins og við var að búast en vörn Skaga- manna var örugg og náðu heima- menn ekkert að skapa sér tækifæri af viti í hálfleiknum. Skagamenn komust næst því að ná forystunni í hálfleiknum eftir tvær góðar skyndi- sóknir. varnarmönnum vals tókst á síðustu stundu að komast fyrir skot Hákons inga Jónssonar og viktor Jónsson átti góðan skalla eftir fyrir- gjöf sem fór rétt yfir markið. valsmenn mættu af miklum krafti inn í síðari hálfleikinn og uppskáru fyrsta mark leiksins á 55. mínútu þegar Patrick Pedersen komst einn inn fyrir vörn Skaga- manna og skoraði markahrókurinn af öryggi framhjá Árna í markinu. Þrátt fyrir þetta voru Skagamenn vel inn í leiknum. En tvö afdrifa- rík gul spjöld á ísak Snæ Þorvalds- son með sex mínútna millibili gerði nánast út um leikinn. Á 60. mín- útu var ísak í baráttu við Patrick Pedersen. var vart hægt að segja að ísak hafi komið við danann en með mjög leikrænum tilburðum tókst honum að veiða gult spjald á Skagamanninn. aðeins sex mín- útum síðar braut ísak á Hauki Páli Sigurðssyni og fékk sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Eftir það varð róðurinn þung- ur hjá Skagamönnum og krist- inn Freyr Sigurðsson skoraði ann- að mark valsmanna á 72. mínútu af stuttu færi og tryggði sigurinn endanlega. ísak Snær Þorvaldsson var öflugur á miðsvæðinu á meðan hans naut við og var slæmt að missa hann af velli. Þá átti enski varnar- maðurinn alex davey mjög góð- an leik í miðju varnarinnar og hafa Skagamenn greinilega nælt sér í öfl- ugan varnarmann sem á eftir að nýt- ast liðinu vel í sumar. Jóhannes karl guðjónsson, þjálf- ari Skagamanna, sagði eftir leikinn að hann hefði verið ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik og hefði liðið verið óheppið að ná ekki forystunni þá. En vendipunkturinn hefði verið ódýra fyrra gula spjald- ið á ísak. Hann hældi samt dómara leiksins, vilhjálmi a. Þórarinssyni fyrir leikinn, en var ósáttur með gulu spjöldin og fannst ekki gæta samræmis í þeim. dómarinn gaf Skagamönnum sjö gul spjöld á með- an heimamenn fengu ekkert og vakti Jóhannes athygli á því þegar Birk- ir már Sævarsson fór í Árna mark- vörð sem þá var með báðar hendur á boltanum en fékk ekki svo mikið sem tiltal frá dómara leiksins. Næsti leikur Skagamanna er á laugardaginn kl. 19.15 gegn vík- ingi á akranesvelli. Þeir geta tekið margt jákvætt út úr leiknum gegn val í næsta leik og ná vonandi að landa sínum fyrstu stigum, en ísak Snær tekur út leikbann í leiknum. se/ Ljósm. fotbolti.net/ Hafliði Breiðfjörð. víkingur Ólafsvík gerði góða ferð til reykjavíkur á laugardag og sigr- aði Þrótt nokkuð örugglega 3:1 í mjólkurbikarnum í leik sem fram fór á Eimskipsvellinum í Laug- ardal. Það var Harley Bryn Will- ard sem skoraði fyrsta markið fyr- ir gestina eftir um hálftíma leik. Willard var aftur á ferðinni þremur mínútum fyrir leikhlé með marki úr vítaspyrnu og staðan því 2:0 í hálfleik. kareem isiaka skoraði svo þriðja mark víkinga um miðj- an síðari hálfleik en Þróttarar náðu svo að klóra í bakkann skömmu fyr- ir leikslok með marki Samuels ge- orgs Ford. Öruggur sigur víkinga var engu að síður í höfn. se/ Ljósm. Þorsteinn Ólafs Öruggur sigur Víkings gegn Þrótti Tap hjá Skagamönnum í opnunarleiknum á Hlíðarenda Gestirnir fagna fyrsta markinu sem Anna Þóra skoraði. Skagakonur úr leik í Mjólkurbikarnum Skagakonur í sókn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.