Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 14
miðvikudagur 5. maí 202114
Helgina 23.-25. apríl fór fram for-
val hjá vinstri hreyfingunni grænu
framboði í Norðvesturkjördæmi.
Þar var valið í fimm efstu sæti á
framboðslista fyrir alþingiskosn-
ingarnar næsta haust. Bjarni Jóns-
son sigraði í forvalinu og mun því
leiða lista vg í Norðvesturkjör-
dæmi. í öðru sæti hafnaði Lilja raf-
ney magnúsdóttir, alþingiskona, og
þriðja sætið tók Sigríður gísladótt-
ir. Bjarni Jónsson hefur verið vara-
þingmaður þetta kjörtímabil og
komið inn fyrir Lilju rafneyju fjór-
um sinnum frá árinu 2017. Blaða-
maður Skessuhorns sló á þráðinn
til Bjarna og fékk að kynnast hon-
um aðeins betur og heyra hver hans
helstu baráttumál verða fyrir Norð-
vesturkjördæmi.
Ólst upp í Bjarnarhöfn
Bjarni er sonur Jóns Bjarnasonar,
sem er fæddur í asparvík í Strand-
asýslu. „Fjölskyldan fluttist að
Bjarnarhöfn þar sem faðir minn
ólst upp. móðir mín ingibjörg Sól-
veig kolka er fædd á Blönduósi þar
sem afi hennar Páll kolka var hér-
aðslæknir,“ segir Bjarni.
„Fyrstu orðin tók ég á fjósloftinu
á Hvanneyri þar sem foreldrar mín-
ir bjuggu og faðir minn var í bú-
fræðinámi. mér hefur reyndar ver-
ið sagt að þau orð hafi nú bara verið
baul,“ segir Bjarni og hlær. „Leiðin
lá þá til Noregs í fjögur ár og síðan
settist fjölskyldan að í Bjarnarhöfn
þar sem ég ólst upp við búskap og
hlunnindanýtingu til sjós og lands
og lærði þá líka að virða og nýta
náttúruna á skynsaman hátt,“ seg-
ir hann. Fjölskyldan fluttist svo að
Hólum í Hjaltadal þar sem Jón tók
við skólastjórn og ingibjörg gerð-
ist bókavörður og tók þátt í staðar-
haldi. „Á Hólum ólumst við öll sex
systkinin upp í glaðværum hópi. Ég
hef búið og starfað á Hólum eða frá
Hólum meira og minna allt mitt
líf,“ segir Bjarni.
Fjölskyldan
Bjarni er giftur izati Zahra og sam-
an eiga þau Jón kolka, fjögurra ára,
og úr fyrra sambandi á Bjarni krist-
ínu kolku sem er fædd árið 1994.
Hún útskrifaðist sem lögfræðingur
síðasta sumar og vinnur fyrir upp-
byggingarsjóði EFTa í Brussel.
„Það er gaman að segja frá því en
kristín tók við þessu starfi síðast-
liðið haust og hefur verið að vinna
í fjarvinnu frá Hólum þar til núna
nýlega þegar hún fór út. Það er
magnað að sjá hvernig hægt er að
sinna vinnu svona í fjarvinnu, jafn-
vel í öðru landi, talandi um störf án
staðsetningar,“ segir Bjarni. izati,
sem er viðskiptamenntuð, kemur
frá indónesíu og starfar í dag á leik-
skóla á Sauðárkróki.
Menntun og fyrri störf
Bjarni hefur góð tengsl við kjör-
dæmið og á til að mynda ættir að
rekja á Strandir og í Húnavatns-
sýslur. Hann varði mótunarárun-
um á Snæfellsnesi og frá 15 ára
aldri hefur hann búið á Hólum eða
Sauðárkróki, að undanskildum fá-
einum árum sem hann dvaldi ann-
arsstaðar vegna skólagöngu. Bjarni
hóf nám við grunnskólann í Stykk-
ishólmi, síðan í varmahlíð og lauk
stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra á Sauðárkróki
og fór eftir það í Háskóla íslands
þar sem hann lauk prófi í sagn-
fræði með viðskiptafræði sem auka-
grein. Þá lá leið hans til Banda-
ríkjanna þar sem hann lauk námi
í fiskifræði frá ríkisháskólanum í
Oregon auk þess sem hann var um
tíma við rannsóknir í Stanford há-
skóla. Bjarni hefur stundað nám í
forystu og stjórnun við Háskólann
á Bifröst samhliða öðrum störfum.
Framan af vann Bjarni mest land-
búnaðarstörf en fékk eitt árið sum-
arvinnu hjá veiðimálastofnun og
kviknaði þá enn frekar áhugi á fiski-
fræði og náttúrufræði. „Ég stýrði
norðurlandsdeild veiðimálastofn-
unar og rannsóknum á landsvísu í
tólf ár og kynntist þessu kjördæmi
þá enn betur,“ segir Bjarni og bæt-
ir við að hann hafi einnig kennt um
tíma við ferðamáladeild og fiskeld-
isdeild Háskólans á Hólum.
Bjarni hefur setið í sveitarstjórn
Skagafjarðar frá árinu 2002, sat átta
ár í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga og er nú í stjórn Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga. Hann
var formaður landshlutasamtaka
Norðurlands vestra í fjögur ár og
hefur einnig verið virkur í félags-
starfi tengdu íþróttum í gegnum
árin. Hann var lengi keppnismaður
í spretthlaupum auk þess sem hann
hefur haft mikinn áhuga á frjálsum
íþróttum. „Ætli hápunktur íþrótta-
ferilsins hafi samt ekki verið þegar
ég var formaður landsmótsnefndar
umFí árið 2004. Ég fékk ekkert
minna út úr því en að vera sjálfur
á hlaupabrautinni,“ segir Bjarni. En
hann dró sig úr hlaupunum á sínum
tíma vegna meiðsla.
Vill tengja
byggðarlögin betur
Bjarni hefur búið í Norðvesturkjör-
dæmi allt sitt líf að undanteknum
námsárum og segist brenna fyrir
því að vinna fyrir fólkið á því svæði.
„Það er gríðarlega mikilvægt að all-
ir landshlutar eigi sína þingmenn
og að á alþingi sé fólk sem er í nán-
um tengslum við fólkið í landinu
Vill fá tilfinningu fyrir því hvernig
hjartað slær á hverjum stað
Bjarni Jónsson mun leiða lista VG í Norðvesturkjördæmi í kosningunum í haust
Bjarni Jónsson ásamt fjölskyldu sinni. F.v. Jón Kolka, Kristín Kolka, Izati Zahra og Bjarni Jónsson.
Jón Kolka með pabba sínum á fundi byggðarráðs Skagafjarðar þegar frí var í
leikskólanum.
Feðgarnir Jón Kolka og Bjarni.