Skessuhorn


Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 23
miðvikudagur 5. maí 2021 23 Síðastliðinn laugardag fór fram við- burðurinn „Stokkið fyrir Svenna“ sem var áheitasöfnun í akranes- höfn. markmiðið var að ná að safna þremur milljónum til kaupa á sérstöku rafhjóli og fá a.m.k. 71 stökkvara til að stökkva í sjóinn af smábátabryggjusvæðinu á akranesi og var öllum velkomið að stökkva. „aðstandendur söfnunarinnar og fjölskylda Sveinbjörns eru hreint orðlaus eftir að söfnunarreikningn- um hefur verið lokað. markmiðið náðist og vel það en alls söfnuðust kr. 8.102.000,“ sagði í tilkynningu frá Club71 og fjölskyldu Svein- björns síðastliðinn mánudag. „Þessi niðurstaða söfnunarinnar er hreint mögnuð. Hún ber vott um ein- staka velvild í garð hins glaðbeitta Svenna en jafnframt undirstrikar ótrúlegan samtakamátt í samfélagi eins og akranesi þó framlög í söfn- unina hafi borist víðar að, en meðal annars kom veglegt framlag frá ár- gangi 71 á Selfossi.“ Eins og fram hefur komið fer Sveinbjörn í aðgerð næstkomandi föstudag, sem mun hafa töluverð áhrif á hreyfigetu hans til fram- tíðar. Þegar niðurstaða aðgerð- arinnar liggur fyrir er loks hægt að leggja inn endanlega pöntun á smíði hjólsins sem er rafknúið og aðlagar sig að hreyfifærni og hreyfigetu eigandans. Söfnunarféð verður svo nýtt til kaupa á hjólinu og flutningi þess til landsins en það er sérsmíðað í Bandaríkjun- um og verður aðlagað að þörfum Sveinbjörns. Jafnframt hefur ver- ið ákveðið að kaupa sérsmíðaða kerru aftan í bíl til að hægt sé að flytja hjólið milli staða. Sveinbjörn hefur í viðtölum undanfarið lýst vel þeim miklu áhrifum sem slysið hefur haft á líf hans og í raun fjölskyldunn- ar allrar. Hann er lamaður frá brjósti með takmarkaða hreyfi- getu í fingrum. Hann hefur nánast þurft að læra allt upp á nýtt varð- andi daglegt líf nema kannski bara að tala. Ýmsar breytingar þarf að gera á heimilinu, tekjutap er gríð- arlegt og Sveinbjörn mun þurfa að nýta sér sérsmíðaða bíla í framtíð- inni. Þeir fjármunir sem eftir eru að loknum hjólakaupunum munu nýtast fjölskyldunni vel til að mæta þessum útgjöldum og breyttu að- stæðum. „Síðast en ekki síst vilja Árgang- ur 71 og fjölskylda Sveinbjörns senda Björgunarfélagi akraness kærar þakklætis kveðjur en ekki síður að þakka þann einstaka hlý- hug og samhug sem einstaklingar, fyrirtæki, vinahópar og vinnustað- ir hafa sýnt í tengslum við söfn- unina, hvort sem það er með því að stökkva, leggja inn framlög í söfnunina eða gefa efni eða vinnu sína til að gera þetta allt að veru- leika. Hafið heiður og þakkir fyrir ykkar merka framlag,“ segir í til- kynningu frá Club71 og fjölskyldu Sveinbjörns. mm Samtakamátturinn ótrúlegur – alls söfnuðust á níundu milljón króna Meðfylgjandi myndir tók Gísli S Guðmundsson, Gísli rakari, sem fylgdist með stemningunni við Akraneshöfn á laugardaginn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.