Skessuhorn


Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 12
miðvikudagur 5. maí 202112 Sóknarnefnd grundarfjarðarkirkju auglýsti nýverið eftir sjálfboðalið- um til að hreinsa gömlu klæðn- inguna af kirkjunni en hún var kom- in til ára sinna. Nokkrir velunnarar kirkjunnar létu ekki sitt eftir liggja og mættu galvaskir vopnaðir kú- beinum, skóflum, hjólbörum og fleiri nauðsynlegum búnaði og hóf- ust handa á laugardagsmorguninn. góður gangur var í verkinu þegar ljósmyndari Skessuhorns kíkti við en þá var búið að hreinsa stóran hluta af klæðningunni. tfk að morgni síðasta laugardags fór vaskur hópur félaga úr rótarý- klúbbi akraness upp á akrafjall til að setja göngubrúna yfir Berjadalsá. Hún er jafnan tekin niður á haustin til að verja hana fyrir vetrarflóðum. með brú á þessum stað er göngu- leiðin á fjallið mun greiðfærari. Sumir rótarýmanna tóku með sér fjölskyldumeðlimi enda veitti ekki af öllu tiltæku vöðvaafli en brúin er talsvert þung þótt hún láti ekki mikið yfir sér. meðfylgjandi mynd- ir tók atli Harðarson af hluta hóps- ins þegar brúnni var komið fyrir og loks þegar hún var orðin göngufær. mm Nú í vikubyrjun hófst viðgerð á innra-Hólmskirkju við Hvalfjörð. að sögn séra Þráins Haraldssonar sóknarprests er fyrirhugað að gera við steypuskemmdir og mála kirkj- una, skipta um þak og laga tréverk- ið í turninum. vonir standa til að viðgerðum geti lokið á næsta ári, en það ár verður kirkjan 130 ára. upp- runalega var innra-Hólmskirkja byggð úr timbri, en síðar voru út- veggirnir notaðir sem steypumót og steyptur 17 cm þykkir vegg- ir utan á kirkjuna. Þeir veggir hafa smám saman sprungið og gefið sig og hefur byggingin látið verulega á sjá. „Það er árgangur 1949 sem fermdist í kirkjunni 1963 sem hefur haft veg og vanda af því að koma framkvæmdum af stað. vorið 1963, rétt áður en þau fermdust, var lok- ið við miklar viðgerðir á kirkjunni og nú er sannarlega kominn tíma á viðgerð að nýju,“ segir Þráinn. Hann segir að sóknarnefndin hafi haldið jólabasar og hefur nú safn- ast það mikið að hægt er að hefja framkvæmdir. „Fjármunir sem nú þegar hafa safnast munu hins veg- ar ekki duga til að klára viðgerðir á kirkjunni. Framundan er því að safna meiri peningum til verksins og sækja um styrki á ýmsum stöð- um. Einnig viljum við leita til ein- staklinga sem vilja styðja við þetta verkefni. innra-Hólmskirkja verð- ur 130 ára árið 2022 og er draum- urinn að geta haldið veglega hátíð í endurbættri kirkju á afmælisári,“ segir séra Þráinn. Hann minnir að endingu á söfn- unarreikning vegna kirkjunn- ar: 0326-22-1873 og kennitala 660169-5129. mm Búið er að slá upp vinnupöllum við kirkjuna og á mánudaginn hófu málarar og múrarar vinnu við lagfæringar á útveggjum. Gert verður við sprungur, málning hreinsuð af, sérstakt efni borið á kirkjuskipið og að endingu málað. Í næsta áfanga verður skipt um þakefni og turninn lagfærður. Viðgerðar hafnar á ytra byrði Innra-Hólmskirkju Komu brúnni fyrir yfir Berjadalsá Séra Aðalsteinn Þorvaldsson var kampakátur í tilefni dagsins. Klæðningunni flett af Grundarfjarðarkirkju Grundarfjarðarkirkja laugardaginn 1. maí þar sem sjálfboðaliðar voru við vinnu. Þeir Örn Ármann Jónasson og Runólfur Guðmundsson létu sig ekki vanta í þetta verkefni. Þorsteinn Friðfinnsson smiður mundar hér skófluna við hreinsunarstörfin.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.