Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 20
miðvikudagur 5. maí 202120
kiwanisklúbburinn Þyrill á akra-
nesi afhendir þessa dagana öll-
um börnum í 1. bekk grunnskóla
á starfssvæði sínu nýja reiðhjóla-
hjálma. Skólarnir eru grunda-
skóli og Brekkubæjarskóli á akra-
nesi, grunnskólinn í Borgarnesi
og Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit.
Börn í fyrsta bekk þessara skóla
eru 149 talsins. afhending hefur
nú farið fram í þremur fyrst töldu
skólunum en afhending í Heiðar-
skóla verður á næstu dögum.
kiwanisklúbbar landsins hafa
staðið fyrir þessu verkefni í ára-
tugi og hafa yfir 70 þúsund hjálm-
ar verið afhendir börnum. um er
að ræða vandaða öryggishjálma,
en þeim fylgja buff og endur-
skinsmerki til að hámarka öryggi
og notagildi þeirra. Jafnframt er
börnunum leiðbeint um notkun
hjálmanna. Sem fyrr er Eimskip
styrktaraðili kiwanis í hjálmaverk-
efninu.
mm
Nú um helgina tók gildi bann á
akrafjalli við lausagöngu hunda og
gildir það út október. rétt er því að
benda öllum hundum á að vera ekki
að þvælast einir á fjallinu og hvað
þá í stórum hópum því það getur
hrætt fólk og önnur dýr. Best er að
taka með sér eigandann á fjallið og
hafa hann í bandi en láta líta út fyr-
ir að hann sé með ykkur í taumi. Ef
þið hundarnir hittist þar er best að
tala í hálfum hljóðum því eigend-
urnir gætu notað það sem þið seg-
ið gegn ykkur og jafnvel í slæmum
tilgangi. Ef þið hittið kindur á fjall-
inu má alls ekki gelta á þær og ef
þær eru að reyna að ná augnsam-
bandi við ykkur er best að vera
soldið kindarlegir á svipinn því það
þola þær alls ekki. Þá væri gott ef
þið gætuð laumað því að þeim að
vera ekki að þvælast við bílastæð-
ið og narta í bíla. Einnig láta þær í
leiðinni skila því til vina sinna hest-
anna að gera það ekki heldur því
þeir gætu átt það til að fá nagandi
samviskubit yfir þessu öllu saman.
verum í bandi! vaks
„Á vestfjörðum eru tækifærin fleiri
en íbúarnir,“ segir í tilkynningu
frá vestfirskum aðilum í nýsköp-
un. „Svæðið er ríkt af náttúruauð-
lindum, náttúran er allt umlykjandi
og hér má finna samheldni og ein-
staka hlýju sem ríkir á milli fólks.
Tækifærin bíða hreinlega eftir því
að við grípum þau og nýtum til
uppbyggingar kröftugs samfélags
og atvinnulífs á svæðinu.“ Það eru
Skúrin, samfélags- og nýsköpunar-
miðstöð á Flateyri, djúpið, frum-
kvöðlaskjól í Bolungarvík og verk-
efnastjóri á Flateyri sem standa að
leiðtogaþjálfun fyrir frumkvöðla
sumarið 2021. verkefnið er unn-
ið í samvinnu við vinnumálastofn-
un, Lýðskólann á Flateyri, Future
Food institute/FaO og samfélags-
og nýsköpunarmiðstöðvar á vest-
fjörðum.
„með verkefninu er markmiðið
að skapa vettvang fyrir unga frum-
kvöðla til að koma saman og takast
á við krefjandi áskoranir og rann-
saka nýjar lausnir á staðbundnum
sem og alþjóðlegum áskorunum.
Lögð verður áherslu á víðtæka sýn
í forystu og að byggja upp færni
til sjálfshjálpar og samfélagsþró-
unar. Stuðlað verður að því að efla
frumkvöðlastarf meðal ungs fólks á
svæðinu með þjálfun og vinnu sem
miðar enn fremur að því að koma á
tengslum á milli þátttakenda og efla
samstarf á milli byggðanna á vest-
fjörðum. að lokum er markmiðið
að tengja ungt og upprennandi fólk
við framsækin fyrirtæki af svæðinu
og tryggja þannig tengingar sem
halda til framtíðar.“
Fyrir hverja?
markhópar Lausnavers eru ung-
ir frumkvöðlar og verðandi leið-
togar sem búa á vestfjörðum,
hafa búið þar, hyggjast setjast
þar að eða hafa þor og vilja til að
taka þátt í uppbyggingu svæðis-
ins. „við leitum að þátttakend-
um sem hafa brennandi vilja og
áhuga á því að leggja sitt af mörk-
um til samfélagsþróunar í heima-
byggð og á svæðinu öllu. vald-
ir verða til þátttöku einstaklingar
sem hafa sýnt frumkvæði og þor
og eru tilbúin til að reyna á sig,
takast á við áskoranir og leita að
verðmætum lausnum til framtíðar
uppbyggingar á svæðinu. Lausna-
ver hentar jafnt íslendingum sem
og öðrum og fer kennsla og verk-
efnavinna fram á ensku þegar það
á við.
Námsbrautin
Lausnaver er skipulagt sem þriggja
mánaða námsbraut og verður
haldið í júní, júlí og ágúst á þessu
ári. Þátttakendur hittast (á staðn-
um eða á fjarfundum) í vinnustof-
um, hafa aðgang að leiðbeinanda
(mentor), vinna að einstaklings-
og hópaverkefnum og taka þátt í
annars konar viðburðum. Náms-
brautin endar svo með stærri við-
burði í samstarfi við Future Food
institute (https://futurefood.net-
work/institute/). viðfangsefnin
eru miðuð að Sjálfbærnimarkmið-
um Sameinuðu þjóðanna Sdg og
er námsefnið þróað í samstarfi við
Future Food institute (íT). gjald
fyrir þátttöku í Lausnaveri er 50
þúsund krónur sem greiðist þeg-
ar þátttaka hefur verið staðfest.
Þátttakendur geta valið að greiða
gjaldið sjálfir en til greina kem-
ur einnig að leita til fyrirtækja
eða stofnana á svæðinu um styrk
til þátttöku auk þess sem flest-
ir starfsmenntasjóðir verkalýðs-
félaganna styrkja félagsmenn sína
til slíks náms. umsóknarfrest-
ur er til 15. maí n.k. og sendist á:
https://lausnaver.is/ mm
Lausaganga hunda
bönnuð á Akrafjalli
– Verum í bandi!
Skiltin við Akrafjall.
LausnaVer mun þjálfa vest-
firska leiðtoga framtíðarinnar
Hildur Karen sýndi börnunum hvarð gerðist ef egg í hjálmi var látið falla í jörðina úr mikilli hæð. Einnig hvað gerðist ef eggið
félli hjálmlaust í jörðina. Þá var ekki að spyrja að leikslokum.
Afhenda fyrstu bekkingum reiðhjólahjálma
Hjálmar í Brekkubæjarskóla voru afhentir síðastliðinn föstudag þegar börnin voru á leið heim í helgarfrí. Fyrir aftan standa
þeir Stefán Lárus Pálsson og Halldór F Jónsson frá Kiwanisklúbbnum Þyrli.
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir sýndi börnunum hvernig stilla á hjálmana til að þeir
geri sitt gagn. Módelið er Fanney María Þorbjarnardóttir.