Skessuhorn


Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 4
miðvikudagur 5. maí 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Bólumyndun Þótt kominn sé við aldur man ég vel gleðina sem fylgdi því að kaupa mína fyrstu fasteign. Eignast þak yfir höfuðið þarna á níunda áratugnum. En því fylgdi auðvitað lántaka og ýmislegt vesen. mín fyrsta fasteign var að vísu ekk- ert stórhýsi. Ég festi kaup á 44 fermetra nýlegu sumarhúsi sem staðið hafði skamman tíma við Bláa lónið í Svartsengi. Þar hafði bjartsýnn vert byggt veit- ingahús og ætlað að búa sjálfur í húsinu. Sá rekstur gekk illa og því auglýsti hann húsið til flutnings. Fólkið sem nú talar um að „mörg gös“ komi upp í eld- gosinu skammt frá þessum stað á reykjanesi myndi vafalítið segja að „mörg vötn“ hafi runnið til sjávar síðan þetta var. allavega hef ég bæði selt og keypt ýmsar fasteignir eftir þetta. Það eru ávallt nokkur atriði sem þarf að hafa í huga þegar festa á kaup á fast- eign. meðal annars þarf að gera sér í hugarlund þróun fasteignaverðs. mun fasteignin vaxa að verðmæti, eða rýrna, er hún líkleg til að vera viðhaldsfrek eða ekki. í mínu tilfelli þóttist ég vera nokkur öruggur með þessa fyrstu fast- eign mína þar sem hægt var að taka umrætt hús upp af stalli sínum og flytja annað ef þannig bæri undir. reyndar kom aldrei til þess og stendur húsið enn á sama stað og ég flutti það á. mikilvægt er að gera sér grein fyrir hvernig láns- kjör eru í boði, eru vextir fastir, áttu fyrir afborgunum, sköttum, tryggingum og öðru því sem fasteignaeign fylgir? Ef dæmið kemur vel út ætti til lengri tíma að vera hagstæðara að eiga en leigja. Hér á landi er ákveðinn ófyrirsjáan- leiki í dæminu, sem íbúar annarra landa þurfa ekki að búa við. við notum jú gjaldmiðil sem er afar lítill og veikburða í öllum samanburði og sveiflast því gengi hans eins og slitinn fáni á stöng. Fórnarkostnaðurinn kallast verðbólga og talsvert rót er ætíð á vaxtakjörum. Þessu fáum við ekki breytt, ekki svo lengi sem enginn vill svo mikið sem ræða kosti eða galla þess að taka upp stöðugri gjaldmiðil. í lítilli frétt hér í blaðinu er sagt frá því að réttur þriðjungur þeirra sem keyptu fasteignir á vesturlandi undanfarna mánuði eru þeir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign. ungt fólk sem er í sömu sporum og ég þarna árið 1988, nema munurinn er kannski sá að húsin í dag eru stærri, dýrari og kyrfilega föst við grunna sína. Þau er því ekki hægt að taka upp og fara með annað ef for- sendur breytast. En hvernig skyldu næstu misseri og ár verða fyrir unga fólk- ið sem var kannski fyrir einu ári að kaupa sér sína fyrstu íbúð í fjölbýli, fyrir segjum fimmtíu milljónir? Jú, það semur við lánastofnun um allt að 90% lán með breytilegum vöxtum og hefur að líkindum slegið lán hjá foreldrum og/eða önglað saman fyrir tíu prósenta útborgun. En svo vandast málið. Nú er verð- bólga hátt í 5%, var 1% fyrir ári, sem þýðir að 45 milljóna króna lánið fyrir ári stendur í 47,2 milljónum í dag. Á móti kemur að íbúðin hefur líklega hækkað á þessum 12 mánuðum að verði um 8% sem þýðir að ennþá eru þetta góð fast- eignakaup, þótt tæpt standi. Það fylgir nefnilega böggull skammrifi. Eftir því sem fasteignaverð hækkar, því meira eykst verðbólgan og því er ekki um neina raunverulega eignamyndun að ræða, allavega ekki fyrstu árin þegar nær allur hluti afborgunar fer í vexti. Eina sem fólk getur því gert er að leggjast á bæn og vona að allar góðar vættir verði hliðhollar því. allt þarf að ganga upp. meðal annars að fasteignaverðið hækki meira en áhvílandi lán, atvinnuleysi verði lítið, kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist og svo framvegis. En það er jafn öruggt og ég sit hér að adam hefur aldrei verið svo lengi í Paradís að það dugi til að koma böndum á venjulegt 25-40 ára fasteignalán. Á þeim afborgunartíma verða að jafnaði við íslenskar aðstæður tvö eða þrjú kerfishrun og öll áætlanagerð fýkur þar með út í veður og vind. við borgum húsin þrisvar sinnum. Þetta kann að hljóma illa en engu að síður er þetta blákaldur raunveru- leiki. Því hvet ég ungt fólk sem hugar að fasteignaviðskiptum að ráðast alls ekki í slíkt nema að eiga að lágmarki fjórðung kaupverðs og helst þriðjung í nýju íbúðinni. að öðrum kosti verður ekki borð fyrir báru þegar eitthvað út af bregður. Ég man vel þá eignaupptöku sem varð á húsnæði fólks eftir hrunið 2008. Þegar fólk missti meira en aleigu sína og töskufjárfestum var gert kleift að eignast fasteignir fólks fyrir slikk. Ég er skíthræddur um að sambærileg bólumyndun sé nú að byggjast upp á fasteignamarkaði. Það eru hinsvegar ein- hverra hluta vegna öngvir að tala um það! Magnús Magnússon. Nú um helgina hélt Björgunar- sveitin Brák í Borgarnesi námskeið í leitartækni og bauð nágrannasveit- um að vera með en alls voru fjór- ar björgunarsveitir sem tóku þátt. auk fimm þátttakenda frá Brák voru tveir frá bjsv. Heiðari, tveir frá Oki og einn frá Björgunarfélagi akraness. Námskeiðið fór fram í Borgarnesi og á nokkrum stöðum í næsta nágrenni. Leiðbeinendur voru Þórir valdimar indriðason og Elín matthildur kristinsdóttir frá Brák. þg Fyrirhugað er að gefa út nýja Ferðagjöf stjórnvalda í sumar og verður fjárhæðin sú sama og á liðnu ári eða 5.000 kr. fyrir ein- staklinga fædda 2003 eða fyrr. Enn verður hægt að nota ónýtt- ar Ferðagjafir frá síðasta ári til 31. maí næstkomandi, en eftir það falla þær niður við endurnýjun Ferðagjafar 2021. Ferðagjöfin er hluti af nýj- um aðgerðapakka stjórnvalda til að byggja enn frekar undir ís- lenska ferðaþjónustu, en fyrirtæki í ferðaþjónustu eru meirihluti þeirra sem nýtt hafa efnahagsúr- ræði stjórnvalda undanfarið ár, enda hefur greinin orðið fyrir bú- sifjum umfram aðrar greinar. mm að kvöldi síðasta miðvikudags voru björgunarsveitir á vesturlandi kall- aðar til leitar að manni sem saknað var. Fannst hann síðar um kvöldið heill á húfi innan við grímsstaði á mýrum, á vegslóða að Langavatni. Hafði fest bíl sinn á slóðanum og haldið til í honum í þrjá daga, þar til hann loks fannst. maðurinn gat ekki látið vita af ferðum sínum þar sem ekkert fjarskiptasamband er á þessum stað. meðal þeirra björg- unarsveita sem tóku þátt í leit og björgun mannsins var björgunar- sveitin Heiðar í Borgarfirði. arn- ar grétarsson formaður sveitarinn- ar segir í samtali við Skessuhorn að hefði uppbygging fjarskipta í hér- aðinu verið með eðlilegum hætti hefði maðurinn getað látið vita af ferðum sínum og ekki þurft að kalla til fjölmenna leit. Fjarskiptamastur á Staðarhnúki myndi skipta sköp- um fyrir stór svæði héraðsins. í færslu sem skrifuð er á Fa- cebook síðu Heiðars segir: „mað- urinn hafði lent í hrakningum og fest bíl sinn á svæði sem er utan gSm-símasambands. Næsti send- ir sem hafði numið merki frá síma mannsins er sendir á Skáneyjar- bungu í reykholtsdal sem er í ca. 27 km fjarlægð í beinni loftlínu.“ Leitarsvæði björgunarsveitafólks varð því margfalt umfangsmeira, en ella, ef fjarskiptasendar væru fleiri í héraðinu. „við höfum lagt til við símafyrirtæki, að settur verði upp gSm-sendir á Staðarhnjúk, og hefði sá sendir mögulega komið í veg fyrir að til útkallsins hefði kom- ið. Símafyrirtæki hafa svarað þeirri ósk með að uppsetning á sendi á þessu svæði sé ekki markaðslega hagkvæm. í framhaldi af því svari höfðum við samband við Neyð- arlínuna og lögðum til að Tetra- sendir yrði settir upp á staðnum, þá væri kominn sendir og mastur og hagkvæmara fyrir símafyrirtækin að setja upp sína senda í kjölfarið. geta má þess að Tetra-samband er mjög lélegt á þessu svæði. Neyðar- línan hefur tekið vel í þessa tillögu en okkur skilst að sá fjármagnskvóti sem Neyðarlínan hafi í uppsetn- ingu á Tetra-sendum sé búinn að sinni og því ekki á döfinni að þessi sendir komi á næstu misserum. við viljum því biðla til þeirra sem fjár- veitingarvaldið hafa að greiða götu Neyðarlínunnar svo hún geti haldið áfram á þeirri góðu vegferð að bæta fjarskipti og auka öryggi í dreifbýlli sveitum,“ segja félagar í björgunar- sveitinni Heiðari. mm Héldu námskeið í leitartækni Á meðfylgjandi mynd sést hópurinn áður en lagt var af stað frá húsakynnum Brákar í Brákarey á mismunandi leitarstöðvar. Ríkissjóður gefur landsmönnum nýja Ferðagjöf Þéttara net fjarskiptasenda afar aðkallandi í Borgarbyggð Þetta kort af svæðinu birti Heiðar á síðu sinni. Lagt er til að sendi verði komið upp á Staðarhnúki, en hann er merktur með rauðum hring. Stjarnan sýnir staðinn sem bíll mannsins fannst.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.