Skessuhorn


Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 24
miðvikudagur 5. maí 202124 víkingur Ólafsvík hefur spilað í Lengjudeildinni í knattspyrnunni síðustu þrjú tímabil en liðið féll úr Pepsi deildinni árið 2017. í fyrra lenti liðið í níunda sæti undir stjórn guðjóns Þórðarsonar. gunnar Einarsson tók við liðinu eftir síð- asta keppnistímabil og við heyrð- um í honum hljóðið. Nú hafa orðið miklar breytingar á liði víkings frá því í fyrra. Hvern- ig hefur gengið að púsla nýju liði saman? „Það hafa verið þó nokkrar breytingar, átta leikmenn farnir af ellefu sem spiluðu mest í fyrra en þetta hefur gengið nokkuð vel að ná saman í gott lið. auðvitað verð- ur fyrsta árið erfiðara. Ég er nýr í þjálfun þannig séð þó ég sé búinn að vera lengi í þessu og fjárfest í miklum tíma í að móta stefnu mína en þá er engu að síður ákveðinn skóli að læra að setja saman lið með réttum leikmönnum og teljum við að það hafi tekist vel. maður býr til eftirspurn með því að búa til eitt- hvað sem aðrir geta sett puttann á: Þarna fór þessi leikmaður í þetta umhverfi, hann æfði tvisvar á dag og var með aðhald, eftirfylgni og uppbyggilega gagnrýni. Þegar leik- menn sjá eitthvað sem er áþreifan- legt, að þessi gerði það og er fyrir- mynd að því. Ef þetta gengur upp og gengur vel að þá verður auðveld- ara að fá leikmenn á ári tvö. maður ber virðingu fyrir því sem leikmenn vilja á endanum,“ segir gunnar. Aðlagast aðstæðum En hvernig líst þjálfaranum á kom- andi tímabil? „deildin er sterk og mörg lið óskrifað blað. Þar á með- al við. Það hefur ekki mikið borið á okkur í vetur með úrslit að gera þar sem við eigum ekki margar samverustundir saman sem lið. við höfum notað tímann vel í að þjappa okkur saman og mótað okkur gildi en við höfum verið mjög vandvirk- ir í vali á leikmönnum sem passa vel inn í okkar hugsjón og eru mót- tækilegir að aðlagast aðstæðum sem eru fyrir hendi.“ Sterk liðsheild og gott bakland Hvernig er að vinna í þessu um- hverfi í Ólafsvík og er góð um- gjörð utan um félagið? „Ólafsvík er lítið samfélag en hér eru öflug- ir sjálfboðaliðar sem vaða eld og brennistein bara til að sjá félagið vaxa og dafna. Félagið hefur skil- að af sér frambærilegum leikmönn- um í gegnum tíðina. Þetta er sam- stillt samfélag og hér myndast mik- il stemning. Samhugur og sam- vinna er mikilvægur þáttur í þeirri stefnumótun sem er lögð fyrir og taka allir þátt í henni hvort sem það eru þjálfarar, leikmenn, stjórnar- menn og síðast en ekki síst okkar frábæru stuðningsmenn og velunn- arar. með það að leiðarljósi er al- gjör forréttindi að vinna fyrir vík- ing Ólafsvík og aðstaðan er eins og best er á kosið.“ Besta útgáfan af okkur sjálfum Hver eru markmið þjálfarans í sum- ar og hvert stefnirðu með þetta lið? „við þjálfarar erum alltaf dæmdir af úrslitunum í enda dags. við getum sagt þetta og hitt og framkvæmt í tilliti til þess en erum alltaf dæmdir af úrslitum. maður er í þessu af því að þetta er ástin í lífi manns, maður hefur rosalega ástríðu og kærleika fyrir íþróttinni. Sömuleiðis fyrir því að sjá leikmenn og liðið sitt vaxa og dafna. Það sem við stöndum fyrir og ætlum að gera, við ætlum að vera besta útgáfan af okkur í sumar, sam- stilltir, hugaðir og hungraðir í að gera eins vel hverju sinni. Svo verð- ur það að koma í ljós hvert það leið- ir okkur,” sagði gunnar að lokum. Fyrsti leikur víkings í Lengju- deildinni er á morgun á móti Fram í Safamýrinni og hefst kl. 19.15 vaks/ Ljósm. af. Skagastelpur leika í næstefstu deild íslandsmótsins fimmta árið í röð en þær féllu úr Pepsí deild- inni árið 2016. Þær lentu í 8. sæti í Lengjudeildinni í fyrra. Þjálf- arateymi liðsins samanstendur af þeim unnari Þór garðarssyni, aroni Ými Péturssyni og Birni Sólmari valgeirssyni. við heyrð- um í aroni Ými fyrir helgina og hentum á hann nokkrum spurn- ingum: Sterkir andstæðingar í æfingaleikjum Fyrst spyrjum við um hvernig undirbúningstímabilið hafi geng- ið? „Eins og alltaf á löngu undir- búningstímabili þá eru hæðir og lægðir, þá aðallega varðandi úrslit. við æfðum mjög vel og stelpurnar lögðu gríðarlega mikið á sig. við tókum þá ákvörðun að ögra leik- mannahópnum töluvert í æfinga- leikjum og reyndum við að spila eins marga æfingaleiki við lið úr efstu deild og við gátum. Stelp- urnar leystu þau verkefni frá- bærlega enda í þeim leikjum ein- beittum við okkur eingöngu að frammistöðunni en ekki úrslitun- um. virkilega hollt að geta mát- að sig við sterk lið úr efstu deild og sýnt fram á það að með réttu hugarfari þá er þessu liði allir veg- ir færir.“ Deildin að verða sterkari Hvernig líst aroni Ými á Lengju- deildina í sumar? „Okkur líst mjög vel á Lengjudeildina. mörg lið sem eru að leggja mikinn metnað í sitt starf og styrkja sig bæði með erlend- um leikmönnum sem og leikmönnum sem hafa mikla reynslu úr efstu deild. deildin er alltaf að verða sterkari og sterkari og bilið milli liða að jafnast út. Flott starf í gangi hjá mörgum fé- lögum.“ En hver eru markmið þjálfarans fyrir sumarið? „við munum halda áfram þeirri vinnu að reyna að búa til umgjörð og umhverfi fyrir þenn- an unga leikmannahóp til að þroskast og bæta sig. Hjálpa þeim að takast á við mótlæti, læra að vera hluti af liði og umfram allt að gefa þessu unga liði umhverfi þar sem þær geta not- ið þess og haft gaman að því að spila fótbolta. Ef að það tekst þá mun þetta verða mjög árangursríkt sumar.“ Láti ljós sitt skína aðspurður segir aron Ýmir að ein- hverra breytinga sé að vænta á leik- mannahópnum frá síðasta tímabili. „Eins og gengur og gerist þá eru einhverjar breytingar. klara krist- vinsdóttir er hætt og Jaclyn á von á barni. við höfum fengið til liðsins dönu Sheriff, framherja frá Banda- ríkjunum, sem að við búumst við miklu af. Einnig búumst við við því að fá inn annan leikmann fyrir lok- un gluggans og vonandi gengur það eftir. Síðan er kannski mikilvægasta breytingin sú að nokkrir af okkar ungu leikmönnum hafa tekið mikið framfaraskref á þessu undirbúnings- tímabili og hlökkum við þjálfaranir mikið til að þær fái að láta ljós sitt skína í alvöru leikjum í sumar.“ aron Ýmir segir að í hópnum séu tæplega 30 leikmenn, rúm- lega 90% af leikmannahópnum eru fæddar og uppaldar konur á akranesi. meðalaldur hópsins er í kringum 19 árin. „Það að vera með jafn stóran hóp af ungum, upp- öldum leikmönnum er einstakt. Á akranesi hefur verið frábært upp- eldisstarf í gegnum árin og er mjög gaman að sjá þennan fjölda efni- legra stelpna skila sér upp í meist- araflokk félagsins. mætum á völl- inn í sumar og styðjum stelpurn- ar,“ segir þjálfarinn að lokum. Fyrsti leikur m.fl. ía í Lengju- deild kvenna verður útileikur á móti gróttu á morgun, fimmtu- dag, og hefst klukkan 19.15. vaks „Líst mjög vel á Lengjudeildina“ Segir Aron Ýmir þjálfari kvennaliðs ÍA í fótbolta Úr leik Augnabliks og ÍA í Mjólkurbikarnum á laugardaginn. Ljósm. sas. Þjálfarateymi Skagamanna. Frá vinstri: Björn Sólmar, Aron Ýmir og Unnar Þór. Ljósm. vaks. Lið Víkings sumarið 2021. Algjör forréttindi að vinna fyrir Víking Gunnar Einarsson þjálfari Víkings.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.