Skessuhorn


Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 18
miðvikudagur 5. maí 202118 verktakar eru við vinnu á höfninni í grundarfirði flesta daga vikunnar þessi misserin og engin breyting var á því þegar fréttaritari Skessuhorns tók sinn vanalega bryggjurúnt síð- asta fimmtudag. Þá voru starfs- menn almennu umhverfisþjónust- unnar að störfum eins og vanalega og svo voru verktakar frá Trésmiðj- unni gráborg að setja upp steypu- mót og undirbúa uppsetningu á lagnahúsi sem verður við höfnina. Það er ekki slegið slöku við á svæð- inu þessa dagana en vonast er til að byrjað verði að steypa plötuna um miðjan maí. tfk Freydís Bjarnadóttir opnaði versl- un sína í grundarfirði formlega á sumardaginn fyrsta. Þar tók hún á móti gestum og bauð upp á ýmis- legt góðgæti. verslunin er staðsett í kjallaranum að Fagurhóli 2 og verður opin eitthvað eftir hádegi flesta daga en það er nánar auglýst á vefsíðu verslunarinnar. Það þarf væntanlega ekki að taka það fram að vefverslunin er opin allan sólar- hringinn alla daga ársins. tfk Hafist var handa fyrir síðustu helgi að setja upp ný sæti í hvítum lit í stúkunni á akranesvelli. alls er búið að setja upp um 250 sæti í stúkunni þegar þetta er skrifað og allt kapp lagt á að framkvæmdum verði lok- ið fyrir fyrsta heimaleik Skaga- manna næsta laugardagskvöld. Þá þarf einnig að merkja öll sæti með númerum vegna Covid-19 og ljóst að það verður handagangur í öskj- unni þegar líða tekur á vikuna á akranesvelli. vaks Næstkomandi laugardag verður Sindratorfæran á Hellu en það eru Flugbjörgunarsveitin á Hellu og akstursíþróttanefnd umf. Heklu sem standa að keppninni líkt og undanfarin ár. Þetta er í fyrsta skipti í rúmlega 50 ára sögu torfærunnar að hún er einungis sýnd í beinni útsendingu. Skjáskot er fyrirtæk- ið sem ætlar að koma þessu heim í stofu til landsmanna með fjórum myndavélum, incar, drónum, lýs- endum og öllu tilheyrandi, til þess að gera upplifunina sem allra næst því að vera á staðnum. 21 keppandi er skráður til leiks í tveimur flokkum, þó nokkuð er um nýliða og nýsmíðaða bíla sem koma sterkir til leiks. Einnig nokkrir gamlir íslandsmeistarar að mæta eftir nokkurt hlé. Því má búast við harðri baráttu. Sandbrekkurnar, áin og mýrin verða á sýnum stað. Hægt er að kaupa miða á útsendinguna á www.motorsport.is. Einn hepp- inn miðakaupandi verður dreginn út og nælir sér í 322 hluta Toptul verkfæraskáp frá Sindra. Útsending hefst uppúr kl. 09:00 og keppnin kl. 11:00. mm útibússtjóra Olís Dagur í lífi... Nafn: Björn Haraldur Hilm- arsson Fjölskylduhagir/búseta: gift- ur guðríði Þórðardóttur og við eigum þrjá syni saman; guðna, Hilmar og aðalstein. Starfsheiti/fyrirtæki: Útibús- stjóri Olíuverzlunar íslands á Snæfellsnesi. aðsetur í Ólafs- vík. Áhugamál: golf og fótbolti Dagurinn: 27. apríl 2021 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? vaknaði um kl 7.00 og byrjaði á því að kyssa konuna mína. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? kornflex. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? klukkan 8.00 fór ég akandi á bíl. Fyrstu verk í vinnunni: Fá mér kaffibolla og spjalla við samstarfsfólkið mitt. Fara síðan yfir tölvupósta. Hvað varstu að gera klukkan 10? vinna tölvuvinnu. Hvað gerðirðu í hádeginu? Borðaði bjúgu með kartöflum og grænum baunum, var frekar stutt í mat í dag. Hvað varstu að gera klukkan 14: vann í versluninni og svar- aði tölvupóstum. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Byrjaði að vinna tilboð og hætti upp úr klukkan 18. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór að vinna í garðinum og húsinu okkar. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Ég er svo heppinn að konan mín eldar alltaf frábæran mat. Ég er ekki góður við elda- vélina en er liðtækur í að ganga frá. í þau fáu skipti sem mér er falið að útbúa kvöldmat, þá er kalt borð. Hvernig var kvöldið? vinna úti í garði til að verða kl. 22.00. Hvenær fórstu að sofa? um kl. 22.30. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Horfði á fréttir á rÚv. Hvað stendur upp úr eft- ir daginn? Fékk símtal um að fá bóluefni við Covid 19 þann 22.04 og síðan samveran með fjölskyldunni. Eitthvað að lokum? Lífið er frábært og verður alltaf betra og betra. Bjössi í vinnunni hjá Olís í Ólafsvík. Ljósm. af. Akranesvöllur eftir fyrsta áfanga sætaskiptanna. Sætaskipti á Akranesvelli Hjónin Hermann Geir Þórsson og Freydís Bjarnadóttir á sumardaginn fyrsta. FB Sport í Grundarfirði opnað formlega Sindratorfæran verður í beinni á laugardaginn Eiður Björnsson og Magnús Jósepsson stilla upp steypumótunum svo allt sé eftir kúnstarinnar reglum. Byrjað að steypa á bryggjunni í Grundarfirði Magnús Jósepsson smiður hjá Trésmiðjunni Gráborg festir upp mótin. Aðalgeir Vignisson og Hafsteinn Garðarsson fara yfir málin.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.