Skessuhorn


Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 05.05.2021, Blaðsíða 22
miðvikudagur 5. maí 202122 Óhætt er að segja að mikil og góð stemning hafi skapast fyrir laugar- daginn síðasta þegar áheitaverk- efnið Stokkið fyrir Svenna í akra- neshöfn fór fram. Það var árgangur 1971 á akranesi, með Pétur magn- ússon í fararbroddi, sem hafði veg og vanda að skipulagningu við- burðarins en safnað var fyrir einn jafnaldrann úr hópnum, Sveinbjörn reyr Hjaltason, sem slasaðist alvar- lega á síðasta ári þegar hann var við akstur í motocrossbrautinni á akra- nesi. Safnað var fyrir sérsmíðuðu, handknúnu reiðhjóli handa Svenna sem kostar á þriðju milljón króna. í fyrstu var lagt upp með að minnsta kosti 71 stökkvari fengist til að stökkva í sjóinn af smábátabryggj- unni, en þegar upp var staðið létu 177 manns sig vaða í höfnina og því líklega um íslandsmet í bryggj- ustökki að ræða. Yngsti stökkvarinn var fimm ára en þeir elstu við það að komast úr barneign. Fjölmörg fyrirtæki, félög, starfsmannahóp- ar og einstaklingar skráðu þátttöku sína, tóku beinan þátt og/eða gáfu í söfnunina. Samkvæmt heimild- um Skessuhorns gekk fjársöfnunin gríðarvel og ljóst að markmið um söfnun fyrir nýju hjóli tókst. Fyrstu stökkin í höfnina tók Þór- dís kolbrún r gylfadóttir Skaga- kona og ferðamálaráðherra um klukkan 10 á laugardagsmorgun, því næst stökk Halli melló leik- ari og loks Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri. í kjölfarið stökk síð- an hópur úr Club71, vinnufélagar Svenna, starfmannahópar og fjöl- margir ungir sem aldnir. veður var ágætt við akraneshöfn en fremur kalt. Fólk dvaldi því ekki lengi í vatninu. Björgunarfélag akraness var með gæslu, aðstoð og viðbún- að á staðnum og gaf alla sína vinnu. Þá var fjöldi fólks að fylgjast með af nærliggjandi bryggjum. Frábær stemning var við akraneshöfn á laugardaginn en stökkunum lauk um nónbil. Síðastir í höfnina voru valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar og gísli Einarsson dagskrárgerðarmaður sem lét sig falla í fagurrauðum jakkafötum í ís- kaldan sjóinn. mm/ Ljósm. mm/gó Hluti af Club71 hópnum sem stóð fyrir verkefninu í Guðlaugu að loknum góðum degi. Ljósm. pm. Stokkið fyrir Svenna í Akraneshöfn Sveinbjörn Reyr Hjaltason veifaði til áhorfenda skömmu áður en fyrstu ofurhugar- nir létu vaða í höfnina. Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir Skagakona og ráðherra tók fyrsta stökkið. Fyrrum sundkonan kunni á því tökin. Hér eru félagar úr Club71 á leiðinni í vatnið. Björgunarfélag Akraness fylgdist með að allt færi vel fram. Gísli rakari fékk að fljóta með og myndaði stökkvarana. Svenni og fjöldskyldan skömmu áður en dagskráin hófst. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri lætur vaða. Halli Melló var með sitjandi stökkstíl.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.