Skessuhorn


Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 16.06.2021, Blaðsíða 6
MiðVikudaGuR 16. júNÍ 20216 Mesta lækkun atvinnuleysis LANDIÐ: atvinnulausum fækkaði um tæplega 2.400 milli mánaða á landsvísu og hefur ekki fækkað meira frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. atvinnuleysi mæld- ist 9,1% í maí og lækkaði úr 10,4% í apríl. Nemur lækk- unin milli mánaða 1,3% og hefur atvinnuleysi ekki lækk- að um jafn mörg prósentu- stig milli mánaða síðan X 6í janúar og febrúar 1994. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á íslenskum vinnumarkaði. -mm Óbreytt á landamærunum LANDIÐ: Svandís Svav- arsdóttir heilbrigðisráð- herra hefur ákveðið að halda óbreyttu fyrirkomulagi sótt- varnaraðgerða á landamær- um til 1. júlí. Slakað verður á aðgerðum eftir þann tíma og hætt að skima þá sem geta framvísað vottorði um bólu- setningu eða fyrri sýkingu á Covid auk þess sem hætt verður að skima börn við komuna til landsins. -arg Ók út af við Akranes AKRANES: Ökumaður missti vald á bíl sínum við vegamót akrafjallsvegar og akranesvegar á miðvikudag í síðustu viku. Ökumaður sem var einn í bílnum slapp ómeiddur en bíllinn er mikið skemmdur. -frg Átta ára á vespu HELLISSANDUR: Lög- reglu bárust í vikunni kvart- anir vegna aksturs ungra barna á vespum á Hellissandi. Lögregla hafði í framhaldinu afskipti af 8 ára dreng sem var stöðvaður á vespu. Lög- regla segir alltof algengt að börn, sem ekki hafa aldur til, þeysist um bæði á vespum og hlaupahjólum og oft án þess að vera með hjálm eða ann- an öryggisbúnað. Börn þurfa að vera að lágmarki 13 ára fyrir slík farartæki og yngri ökumönnum en 20 ára er óheimilt að reiða farþega. -frg Ölvaður ökumaður STYKKISH: Lögreglu- menn á eftirlitsferð í Stykk- ishólmi á miðvikudag í síð- ustu viku veittu bifreið at- hygli og stöðvuðu för öku- mannsins í kjölfarið. Öku- maður blés yfir mörkum. Hann var handtekinn og mál hans fór í hefðbundið ferli. -frg Tveir frisbígolfvellir SNÆFELLSBÆR: Starfs- menn áhaldahúss Snæfellsbæjar vinna nú að því að setja upp tvo varanlega frisbígolfvelli í sveit- arfélaginu þar sem hægt verður að stunda þessa íþrótt allt árið um kring. Vellirnir verða við tjaldsvæðið í Ólafsvík og í Tröð- inni á Hellissandi. -vaks Skemmdarverk í skógrækt AKRANES: Enn einu sinni hafa verið unnin skemmdarverk á salernum við skógræktina á akranesi. Á þriðjudag í síðustu viku voru salerni og vaskur brot- in og er marka má ummerkin voru þau skemmd með flugeld- um. Þrír piltar á leiguhlaupa- hjólum sáust yfirgefa vettvang. Verið er að kanna hvort hægt sé að finna sökudólgana með því að skoða hverjir voru á ferðinni á leiguhjólum á þessum stað og tíma. -frg Slaka á samkomutak- mörkunum LANDIÐ: Slakað var á sam- komutakmörkunum vegna Co- vid-19 í gær, þriðjudag. al- mennar fjöldatakmarkanir fóru þá úr 150 manns í 300 og nándarreglan úr tveimur metr- um í einn. Á sitjandi viðburð- um er engin krafa um nándar- mörk en áfram er grímuskylda í gildi og að hámarki 300 manns í hverju sóttvarnahólfi. Sitjandi viðburðir eru leikhús, íþrótta- viðburðir, athafnir hjá trúar- og lífsskoðunarfélögum, ráðstefn- ur og slíkt. Veitingastaðir mega vera opnir klukkutíma lengur en áður, eða til miðnættis, og þurfa gestir að hafa yfirgefið staðinn fyrir klukkan 01:00. -arg Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og Stykkishólmsbæjar, auglýsti á dög- unum opið útboð á innréttingum og breytingu á nýju hjúkrunarheim- ili á 2. og 3. hæð St. Fransiskusspít- alans við austurgötu 7 í Stykkis- hólmi. um er að ræða 18 ný ein- staklingshjúkrunarrými, samkvæmt viðmiðum HRN, með sameigin- legum matsal og setustofu ásamt starfsmannaaðstöðu og tilheyrandi stoðrýmum. Tilboð í verkið voru opnuð síðastliðinn þriðjudag og barst eitt tilboð. Það var frá Skipa- vík í Stykkishólmi og hljóðaði upp á 543,6 milljónir. kostnaðaráætl- un var 466 milljónir. Tilboðið er til skoðunar hjá verkefnastjóra FSR. Verkið felur m.a. í sér að fjarlægja -núverandi innréttingar, rífa niður milliveggi, fjarlægja núverandi lyftu og koma fyrir nýrri og stærri lyftu í nýjum lyftustokk ásamt því að inn- rétta ný hjúkrunarrými. Einnig skal gera nýjan inngang á 1. hæð húss- ins sem mun þjónusta nýtt hjúkr- unarheimili. Endurbætur sjúkra- hússins ná yfir um 1.280 fermetra ásamt lóðarfrágangi við bílastæði og aðkomu fyrir hið nýja hjúkrun- arheimili. Leysir af hólmi núver- andi hjúkrunarrými Á vef Framkvæmdasýslu ríkisins segir um verkefnið: „Í desember 2017 var farið í vettvangsskoðun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við að koma fyrir 18 hjúkrunarrým- um í núverandi húsnæði Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands í Stykk- ishólmi. Hjúkrunarrýmin eiga að leysa af hólmi núverandi hjúkrun- arheimili. um er að ræða alls 1.170 fm gólfflöt miðað við 18 rými og 65 fm fyrir hvert rými. Hluti af þess- um gólffleti tilheyrir núverandi rýmum, eins og matreiðslueld- húsi, sjúkraþjálfunarrými, þvotta- rými, starfsmannarými og gestasal- ernum. Endurskipuleggja þarf bygg- inguna fyrst til þess að hægt sé að koma hjúkrunarrýmum fyr- ir í byggingunni. Fyrsta skrefið í endurskipulagningunni er að færa þvottahúsið frá jarðhæð í kjallara þar sem gera þarf þó nokkrar breyt- ingar. annað skrefið er að færa sjúkraþjálfunina, sem nú er í gömlu prentsmiðjunni á 1. hæð, í rýmið þar sem þvottahúsið var. Einnig er gert ráð fyrir þó nokkrum breyting- um á jarðhæðinni. Þriðja skrefið er að taka ákvörðun um endurbætur á gömlu prentsmiðjunni. Gert er ráð fyrir því að nota alla aðra hæðina fyrir 12 rými og eldri hluta þriðju hæðar fyrir sex rými.“ frg Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi, séð frá höfninni. Ljósm. sá. Átján ný hjúkrunarrúmi á St. Fransiskuspítala Skipavík var með eina tilboðið í verkið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.